Áleiðis til Póllands eftir viku

Það er næsta víst að ekki væri möguleiki á þessari þjónustu frá Egilsstöðum ef ekki væri fyrir framkvæmdirnar hér fyrir austan. Afleiðingarnar teigja sig víða. egilsstadir_helga_gudmundsdMeð þessu móti spörum við tveggja tíma innanlandsflug með tilheyrandi kostnaði og veseni.

Ég ætla ásamt töluverðum hópi fólks úr Grunnskóla Reyðarfjarðar og mökum þeirra að nýta mér þessa þjónustu föstudaginn 8. júní. Ferðinni er heitið til Póllands, nánar tiltekið til Krakow. Tekin verður ferja frá Kaupmannahöfn til Póllands, og síðan lestarferðir og innanlandsflug. Flogið til baka frá Varsjá til Köben.

Tilhlökkunin er mikil og fæst ef nokkurt okkar hefur farið til Póllands áður. Pólskur maður, Swavek, sem vann hjá Bechtel á Reyðarfirði sem túlkur og fl. verður okkur innan handar.  Ef ég kemst í tölvu á ferðalaginu mun ég blogga eitthvað um það.


mbl.is Fyrsta Kaupmannahafnarflug Iceland Express frá Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vaa - en spennandi. Thangad langar mig einmitt til ad fara, thad er vist mjog fallegt thar og i Karpitafjollunum thar sudur af. Svo er vist mjog fallegt lika i Katowice sem er nordvestur af Krakow. En svo hef eg aftur a moti heyrt ad Warszawa se bara ljot og skitug storborg (eins og svo oft vill verda med storborgir)  Eg hlakka til ad lesa bloggid ur ferdinni    Goda ferd.  Bestu kvedjur, E.

Edda (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Edda

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband