Margt gott, en betur má...

Guðjón Valur Sigurðsson  Það sem mér finnst standa upp úr í þessum leik hjá íslenska liðinu, er sjálfstraust og sigurvilji. Bjartsýni mín eykst enn fyrir þetta evrópumót, en auðvitað þarf allt að ganga upp svo kröfuharðir Íslendingar verði ánægðir.

Alex og Garcia eru klárlega ekki í topp leikæfingu en þrátt fyrir það sigrum við þetta ágæta tékkneska lið. Vonandi að Rolli markvörður jafni sig af þessum eymslum í öxl/hálsi, mér hefur alltaf fundist hann besti markvörður okkar. 


mbl.is Íslenskur sigur í Höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vörnin var óvenju heilleg og markvarslan samkvæmt því, lítið um klaufaskap þar. Andinn í liðinu virtist aldrei detta niður í þetta skelfilega öngþveiti sem við þekkjum of vel. En það var hvergi um neina snilldartakta að ræða.

Mér sýndist glampa svolítið á nýja menn í liðinu og gott til þess að vita að liðið heldur haus þó Ólafur falli út um stund og hvorki Sigfús, Einar Hílmgeirs eða Arnór væru á svæðinu. Vignir og Logi voru góðir.

(Farðu nú að skipta um flokk.)

Árni Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er ánægð með liðið, sýnist þeir geta gert góða hluti.  Leikgleðin og breiddin til staðar.  Vörnin og markvarslan góð og sóknarlega eigum við greinilega mikið inni... miðað við fyrri hálfleikinn.  Svo er bara að taka það út á réttum tíma.  Vil að Garcia verði heima.  Bjarni var ótrúlega góður í sínum fyrsta leik.  Úúúúúú.... ég hlakka til að sjá meira. 

(Farðu nú að skipta um sokk.)

Anna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já Bjarni Fritz var frábær, verulega gaman að sjá hann í stuði. Garcia var bara hálfur maður þarna, styrkur af honum ef hann nær sér upp.

 Árni, ég hef samúð með ykkar sjónarmiðum, en það er ekki nóg

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 22:07

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

já og Vignir og Logi voru líka góðir. Ég var í Sviss í 2006 og það var hrikalega gaman. Dauðlangaði til Noregs núna...

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband