Sérfræðingar í huglægu mati

 

Mér skilst að gögn málsins séu ekki opinber, þ.e rökstuðningur Árna fyrir ráðningunni.  Árni átelur Sigurð Líndal o.fl. fyrir að vera stóryrtir án þess að hafa séð rökstuðninginn. Vissulega lítur þetta ekkert sérlega vel út fyrir Árna en ég geri alltaf ráð fyrir því að menn segi sannleikann þar til annað kemur á daginn. Eins og Árni tilgreindi í Kastljósviðtalinu, þá BER honum að taka ákvörðun út frá sinni eigin sannfæringu. Sumir slá því föstu að hann segi ósatt um sannfæringu sína. Ég hef ekki séð neinar sannanir fyrir því ennþá.

Til þess að koma í veg fyrir svona álitamál, þá þarf einfaldlega að breyta reglunum. En afhverju ganga allir út frá því sem vísu að þessi faglega matsnefnd sé óskeikul? Huglægt mat verður seint fært undir fræðilegt mat, samt er oftast gert ráð fyrir huglægu mati að hluta, í ákvörðunum um ráðningar. Er matsnefndin samansafn sérfræðinga um huglægt mat?


mbl.is Embættisveitingar innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband