Á ég að fá mér Apple?

Steve Jobs aðalframkvæmdastjóri Apple. Það kannast allir Windows eigendur við hve frábær nýja tölvan er... fyrstu vikurnar eða í besta falli hálfa árið. Svo fer hún að hægja á sér vegna ýmissa njósnaforrita og/eða vírusa. Ég er reyndar ágætlega varin fyrir vírusum en ég hef grun um að einhver njósnaforrit hægi á minni tölvu.

Ástæðan fyrir því að þetta gerist frekar í Windows stýrikerfinu er auðvitað sú að þeir sem dunda sér við óværuframleiðsluna beina sjónum sínum að því kerfi sem er vinsælast í heiminum. Margir láta vel af Línux kerfinu, ég þekki þetta ekki. En Apple er á stýrikerfi sem á að vera hraðvirkast og á "eðlilegasta" tölvumálinu. Einhverntíma fannst mér notendaviðmótið ekki eins glæsilegt og í Windows, en síðan eru liðin mörg ár. Einnig var atriði fyrir mig hér áður, að mörg forrit voru bara fyrir Windows.  Hefur þetta eitthvað breyst?


mbl.is Etirvænting eftir nýjungum Apple
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já flest forrit sem fólk notar eru til fyrir Apple og eins og þú skrifaðir ertu vírusfrír.....ég er jafnvígur á PC og Apple og get ekki lýst því hvað mér finnst mun meira gaman að vinna og leika mér í apple.........svo eru þær alltaf miklu flottari.

Öll þessi vírus og spy dót forriit í PC eru eins og ef að maður þyrfi alltaf að mæla olíuna sparka í dekkinn og labba 4 hringi í kringum bílinn sinn á morgnana áður en hann er settur í gang.

Einar Bragi Bragason., 15.1.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já þetta er alveg skelfilega þreytandi. En svo hef ég heldur aldrei botnað í því, að þegar maður formattar harða diskinn á Windows, þá skyldi maður ætla að allt færi af harða diskinum og losnaði þ.a.l. við allt sem hægir á, en svo er ekki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2008 kl. 17:42

3 identicon

Alveg sammála Einari Braga. Ég nota windows í makkanum mínum, þe. með paralells af því ég þarf að færa bókhald í Tok og það svínvirkar, held að flest forrit virki vel svoleiðis. Ég hef átt makka í 14 ár nú eru 4 stykki á heimilinu og aldrei neitt vesen engir vírusar eða leiðindi..bara gaman og alger flottheit.

Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:55

4 identicon

Kolbrún þegar fleiri bætast í hóp Mac eiganda þá færðu að kenna á því :)

Annars hef ég ekki fengið vírus í mínar vélar í fjölda ára, eins og Fullur segir þá er það einna helst í kringum klám og warez sem þetta kemur inn...

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:02

5 identicon

Ég á örugglega eftir að finna eitthvað fyrir vírusum...einhverntímann... en mér skilst að það sé ekki alveg eins „imbaprúf“ að skrifa vírus og annað ógeð fyrir makkann eins og það er fyrir Windows... :-)

Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:04

6 identicon

http://www.apple.com/macbookair/

eftir þetta þá er það ekki spurning

Grétar (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:13

7 Smámynd: Karl Ólafsson

Gunnar, það er alveg óhætt að mæla með Apple. Sjálfur hef ég alltaf notað Windows og svo Linux á miðlægari vélum, en ég hef hugsað mér að reyna að komast yfir Apple laptop fyrir frúna sem allra fyrst og jafnvel eignast eina slíka sem aukavél fyrir sjálfan mig.

Karl Ólafsson, 15.1.2008 kl. 20:26

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þessi innlegg allir, maður verður bara að prófa þetta

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2008 kl. 23:53

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þess má geta á Herinn í USA fór að nota netgræjur frá Apple til að forðast árásir það segir eitthvað,,,,,,,,og PC menn þetta kemur klámi ekkert við .....ég hef þurft að laga PC vél fulla af spy d´óti og vírusum og það grófasta sem hún hafði farið á var femin.is....

Einar Bragi Bragason., 16.1.2008 kl. 12:40

10 Smámynd: Snorri Þórðarson

VIÐVÖRUN! ekki fara yfir í mac þú bara sérð eftir því.
ef það er eithvað að angra þig sambandi við vírusa þá er það bara ein vírusvörn og málið er leist þarf ekki að kosta neitt bara eins og t.d avast ég er með nokkrar windows vélar og margar búnar að vera uppi og í gangi heilu mánuðina og árin án þess að neitt sé að gerast bilar aldrey og fartölvan min er að verða 5 ára og er enþá up and runnig aldrey
klikkað og hun er alltaf í botn keyrslu og það er allt prófað á henni.

svo annað ef þú ert bara alment óánægður með windows stýrikerfið þá
mæli ég bara með linux t.d ubuntu sem er bara topp kerfi.
en ekki fara yfir í apple það er eithvað sem að á bara ekki að gera það eru mikill mistök.

Snorri Þórðarson, 16.1.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband