Færsluflokkur: Bloggar

Hvar er Persónuvernd?

Þegar heilsufarsupplýsingar eru notaðar í annarlegum tilgangi og án heimildar, þá er það ekkert annað en lögreglumál. Hvar er Persónuvernd í þessu tilviki?

 Mér hefur stundum funndist forsvarsmenn Persónuverndar vera óttalegir nöldrarar, en nú er lag fyrir þá að sanna tilverurétt sinn. Eftirfarandi má finna á vef: personuv Persónuverndar

"Helstu verkefni Persónuverndar eru að afgreiða leyfisumsóknir, taka við tilkynningum og gefa fyrirmæli varðandi tækni, öryggi og skipulag vinnslu persónuupplýsinga. Ennfremur er Persónuvernd ætlað að hafa eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga, fylgjast með þróun á sviði persónuupplýsingaverndar, jafnframt á erlendum vettvangi sem innlendum, aðstoða við gerð starfs- og siðareglna og leiðbeina þeim sem ráðgera að vinna með persónuupplýsingar um persónuvernd og þróa kerfi fyrir slíka vinnslu".

 


mbl.is Aðför að persónuvernd ríkisstarfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáum danska landsliðsþjálfarann!

Danir sjást hér fagna sigrinum í leikslok. Danir eru vel að Evrópumeistaratitlinum komnir og voru klárlega betra liðið í úrslitaleiknum við Króata. Spurning hvort við gætum lokkað danska landsliðsþjálfarann til okkar ef ekki er hægt að fá "Dream Team" -ið sem ég blogga um hér í færslunni á undan.
mbl.is Danir Evrópumeistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dag fyrir þjálfara og Aron sem aðstoðarmann

Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og félagar mæta Makedóníu. Dagur Sigurðsson fyrrv. leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta væri verðurgur arftaki Alfreðs. Og Aron Kristjánsson væri ideal aðstoðarmaður hans. Júlíus Jónasson gæti meira að segja verið þriðji maðurinn í þjálfarateyminu með áherslu á varnarleikinn. Sannkallað  "Dream Team".
mbl.is Ísland mætir Makedóníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringrás

Svona telja vísindamenn að svarthol og umhverfi þess gæti litið út.Svarthol gleypir í sig allt efni og meira að segja ljósið sleppur ekki frá ógnarkröftum svatholsins. Svarthol sameinast og stækka, það er þeirra eðli. Að lokum verður eitt ríkjandi svarthol og þegar það hefur gleypt í sig allan heiminn, þá gleypir það sjálft sig. Þá verður "Mikli hvellur" á ný. Og þá hefst enn eitt ferlið, stjörnuþokur og vetrabrautir myndast á ný, með sólum og reikissjörnum..... og svo myndast eitt lítið svarthol.....
mbl.is Gríðarstórt svarthol fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorrablót Reyðfirðinga

Þorrablót Reyðfirðinga var haldið í 90. sinn í gærkvöldi í Íþróttasal grunnskólans. Það bar yfirskriftina "Enn einn farsinn" (Traditional Icelandic "damaget" food festival).  Þetta er annað árið í röð sem blótið er haldið í íþróttasalnum. Ástæðan fyrir því að blótið var ekki haldið í Félagslundi í fyrra eins og hálfa öldina á undan var sú að búið var að breyti félagsheimilinu í bíósal og þó bíóið hafi nú lagt upp laupana, er húsið ekki tilbúið fyrir mannfagnaði og böll. Auk þess hefði Félagslundur ekki rúmað alla gesti gærkvöldsins en þetta var fjölmennasta blót Reyðfirðinga til þessa. 320 manns keypu miða á mat og skemmtiatriði sem 14 meðlimir þorrablótsnefndarinnar sáu um. Ný nefnd næsta blóts er kosin af fráfarandi nefnd en nefndin samanstendur af sex hjónum og tveimur einhleypum einstaklingum.

 Geymdir eru listar með nöfnum nefndarfólks og það væri gaman að vita hvort þeir séu til frá upphafi. Reglan hefur verið sú að aðkomufólk er ekki gjaldgengt í nefdina fyrr en eftir ca. 7 ára búsetu á staðnum (með einhverjum undantekningum). Ég hafði búið á Reyðarfirði í 10 ár þegar ég var kosin í nefnd fyrir árið 2000. Margir Reyðfirðingar sem komnir eru yfir miðjan aldur hafa verið kosnir tvisvar í nefnd.

Blótið var sérlega vel heppnað, en maður segir það svo sem eftir hvert blót. Óvenju margir góðir söngvarar voru í nefndinni að þessu sinni og má þar nefna Guðmund Frímann Þorsteinsson, Elías Geir Eymundsson, Glúm Kjartansson og hjónin Helga Magnússon og Elínu Jónsdóttur. Auk þess voru aðrir í nefndinni algjörlega frambærilegir söngvarar og komu margir skemmtilega á óvart. Húmorinn var með ágætum og salurinn hló mikið. Ég var tekinn fyrir í einum sketsanum. Guðmundur Þorsteinsson vann mikinn leiksigur í túlkunn sinni á mér og fór hamförum á sviðinu LoL. Ég er virkilega stoltur af því að nú hafi verið gerð leikgerð persóna úr mér og flutt opinberlega á sviði Joyful.

Hljómsveit lék svo fyrir dansi til kl. 4. Mér er lífsins ómögulegt að muna nafn hljómsveitarinnar nema það byrjar á "B" en hún samanstendur af mönnum úr Fjarðabyggð og þekkti ég þar Helga Magnússon söngvara Reyðarfirði (áður Norðfirði), forstöðumaður bílaumboðs Heklu á Austurlandi, Helga Georgs hljómborðsleikara Eskifirði tölvugúrú hjá Alcoa Reyðarfirði, Guðjón "Skuggi" gítarleikari og tónlistarkennari frá Skuggahlíð í Norðfirði og Þórhall "löggu" Árnason Eskifirði, bassaleikara og fyrrum Gildrumanns. Trommuleikarann þekkti ég ekki. Frábært blót og ball... að venju. Þetta er ómissandi þáttur í menningu bæjarins. Ég veit að svo er einnig á Eskifirði og á Norðfirði eru a.mk. tvö blót. Sveitablótið og svo hið landsfræga "kommablót", enda hvað á betur við í "Litlu Moskvu", en Þorrablót, kennt við kommanna?

 


Konur ættu ekki að nöldra í mönnum sínum

Þegar konum verður mikið niðri fyrir og tala hátt í nöldurtón við eiginmenn sína, þá kemur ákveðinn eiginleiki hjá karlmönnum í ljós. Þeir hætta að heyra!... nema kannski stöku orð og þá brenglast gjarnan skilboðin sem konurnar eru að koma á framfæri. 

Þegar konan segir:

 "Íbúðin er öll í drasli! Komdu! Við verðum að taka til, þú og ég! Draslið þitt er liggjandi á gólfinu og þú hefur engin föt til að fara í. Við verðum að setja í vél, Strax!"

Þá heyrir karlmaðurinn:

blah,blah,blah,blah, KOMDU! 
blah,blah,blah,blah, ÞÚ OG ÉG 
blah, blah,blah,blah, LIGGJANDI Á GÓLFINU
blah,blah,blah,blah, ENGIN FÖT
blah,blah,blah,blah, STRAX!


Hárrétt hjá Ólafi F.

Fjölmargir áhorfendur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri var kórréttur í greiningu sinni á mótmælunum í ráðhúsinu í dag. Eitt er að láta vandlætingu sína í ljós þegar kjósendur eru óánægðir, eins og gert var þegar R-listinn samþykkti Kárahnjúkavirkjun, en annað að koma í veg fyrir umræður á fundi sem þessum. Þau skrílslæti sem áttu sér stað á fundinum voru hið raunverulega níð á lýðræðinu og ekkert annað en barbarismi.

Að sjá Svandísi Svavarsdóttur veifa til skrílsins, sem samanstóð að mestu af unglingum á menntaskólaaldri, var henni til skammar.


mbl.is Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótherjar okkar í forkeppni ÓL

Petar Metlicic, Króatíu, stöðvar Norðmanninn Frode Hagen í... Þá er ljóst að við erum komnir í umspilsleiki í forkeppni ÓL. Allt fór á besta veg. Ég spái Frökkum sigri í úrslitaleik við Þjóðverja. Þetta eru þau tvö lið sem við þurftum að kljást við í keppninni og Danir vinna Króata öðru sinni í leiknum um bronsið.

 HÉR má sjá umfjöllun á Visir.is, en þar segir að við spilum í riðlinum sem fer fram í Póllandi sem varð í öðru sæti á HM í fyrra. Ásamt heimamönnum keppa Ísland, Argentína og annað hvort Svíþjóð eða Noregur í riðlinum

Ég stóð reyndar í þeirri meiningu að leikið yrði gegn einni þjóð heima og heiman en það var greinilega misskilningur hjá mér. Ótrúlegt! Gerist nánast aldrei! Tounge

ps. Skil reyndar ekkert í hvers vegna verið er að blanda þriðjaheims löndum í handbolta, í baráttu Evrópuþjóða um laus sæti á ÓL.


mbl.is Ísland í forkeppni Ólympíuleikanna og Króatía áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú höldum við með Dönum!

Frank Löke studdur af velli í leiknum gegn Slóvenum í gær... Norðmenn hafa heldur betur misst flugið á EM. Þeir hefðu gulltryggt sig í undanúrslit með sigri á Slóvenum, en það hefði að öllum líkindum slökkt á vonum Íslendinga á möguleikanum um ÓL sæti í Peking. Nú þurfa Danir að vinna Slóvena og þjóðverjar að vinna Svía, þá er þetta nokkuð tryggt, þ.e.a.s. umspilsleikur, en í honum gætum við þurft að eiga við mjög sterkan andstæðing. Hver skyldi það verða?
mbl.is Norðmenn í sárum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú hrærir í skítnum....

Guðni Ágústsson. Ef þú hrærir í skítnum, þá verður þú að þola lyktina og Bingi hefur verið duglegur að hræra. Nú reyna Björn Ingi og  formaður Framsóknarflokksins að höfða til samúðar almennings með flokknum með því að stilla Birni upp sem fórnarlambi. Manninum sem skildi eftir sig sviðna jörð hvar sem hann fór, eftir því sem Guðjón Ólafur sagði.

Auðvitað getur almenningur sem ekki starfar í Framsóknarflokknum tekið neina afstöðu til innanbúðarmála í flokknum, þar hljóta að vera fleiri hliðar á málum en kemur fram í fjölmiðlum en tilraun formannsins til þess að draga upp fórnarlambsmynd af Birni hlýtur samt að mistakast.

Ef Framsóknarflokkurinn lifar af þær hremmingar sem hann hefur gengið í gegnum á undanförnum misserum, þá er mikið í hann spunnið.


mbl.is Framsóknarmenn slíðri sverðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband