Færsluflokkur: Bloggar

Eskfirðingur í hremmingum

Ölvaður ökumaður er grunaður um að hafa valdið fjögurra bíla árekstri. Vinur minn einn ágætur frá Eskifirði var sá sem hringdi í lögregluna vegna mannsins. Hann var að keyra eftir Miklubrautinni þegar hann sér í baksýnisspeglinum að bíll keyrir utan í annan sem við það kastast út af en hinn ölvaði hélt áfram eins og ekkert væri. Sá ölvaði var þá næsti bíll á eftir Eskfirðingnum sem sér hann nálgast sig óþægilega hratt og það endar með því að hann keyrir örlítið aftan á stuðarann hjá honum, án þess að það sæi á honum. Eskfirðingurinn skipti þá um akrein og hleypti þeim ölvaða framhjá og keyrði svo fyrir aftan hann og hringdi í lögregluna.

Hann var svo í stöðugu símasambandi við lögguna, sagði frá númeri bílsins og hvert hann stefndi. Svo lenda þeir á rauðu ljósi en þegar grænt kom þá hreyfði sá ölvaði sig hvergi. Svo kom aftur rautt og aftur grænt og enging hreyfing. Eskfirðingnum sýndist maðurinn vera steinsofandi undir stýri á ljósunum. Bílstjórarnir fyrir aftan urðu óþolinmóðir og flautuðu en þá var að koma rautt á ný. Sá ölvaði hrökk upp við ónæðið í óþolinmóðu bílstjórunum og rauk af stað.... á rauðu! Eskfirðingurnn sagði lögreglunni hvað væri að gerast og hann gæti ekki elt hann yfir á rauðu. Þegar grænt kom á ný þá keyrði hann sömu leið og afbrotamaðurinn en þá var hann horfinn.

 Það eru ýmis ævintýrin sem landsbyggðatútturnar lenda í þegar farið er í kaupstaðaferð.


mbl.is Skaðvaldur í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BBC Reydarfjordur

BBC Reydarfjordur er skip sem er í siglingum á milli Noregs og Mjóeyrarhafnar í Reyðarfirði (álvershöfnin). Ég var beðinn um að keyra þýskan áhafnarmeðlim af skipinu til Egilsstaða í dag, en hann hafði lent í einhverjum nárameiðslum. Honum var sagt eftir stutta læknisskoðun við komuna hingað að spítalinn hér væri lokaður og þess vegna væri best að hann færi suður til Reykjavíkur í dag og með flugi til þýsklalands á morgunn til aðgerðar. Er ekki alveg að skilja þetta því fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði er ekki lokað.

En hvað um það, þessi hálftíma akstur að öllu jöfnu til Egilsstaða tók tæpan klukkutíma vegna mikils skafrennings á neðri helmingi leiðarinnar yfir Fagradal. Færðin var í sjálfu sér ágæt en svaklalega blint á köflum og ég þurfti oft að stoppa á leiðinni. Þjóðverjanum þótti mikið til koma að vera á ferðalagi í svona veðri og þegar ég stoppaði vegna blindunnar þá heyrði ég í honum "úúúú, úúúú". Joyful Alltaf hef ég lúmskt gaman að því þegar útlendingar sem ég keyri verða stóreygir og órólegir við þessar aðstæður.

austfirdir

Eins og sést á korti vegagerðarinnar er ófært yfir Öxi, Breiðdalsheiði og til Mjóafjarðar og skafrenningur á Austur og N-Austurlandi. Töluverður snjór er orðinn á svæðinu sem fallið hefur í frosthörkunum undanfarið og mjög lítinn vind þarf til þess að úr verði svartabylur. Þar sem éljamerkið er á kortinu, milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, þar er álver Alcoa.

 


mbl.is Víða hálka um landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnífasettin á öruggum stað?

Nú má sjá framkvæmdagleði skína úr vígreifum andlitum nýja meirihlutans í Reykjavík. Gísli Marteinn kynnir til sögunnar Miklubraut í stokk í kjölfar mislægra gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. IMG_0034

 

Ákveðið var að losa Menntamálaráðherra úr ákveðinni krísu með uppkaupum laugavegshúsanna, sem er skelfilegt fordæmi reyndar og hlægilegt. Ekki það að ég sé á móti gömlum fallegum byggingum og varðveislu þeirra, jafnvel þó þau séu lágreist úr kassafjölum og bárujárni, heldur einungis að þessi tilteknu hús og á þessu verði, eru einfaldlega ekki þess virði.

Og flugvöllurinn fær að vera. Nema hvað? Það hefur aldrei verið nein hætta á að hann fari þetta kjörtímabilið og ekki að vænta niðurstaðna úr rannsóknum á Hólmsheiði fyrr en eftir 2-3 ár. Þannig að það samkomulag er einskis virði að loknu þessu kjörtímabili.

Frekar vil ég sjá þessa auka 9 miljarða fara í nýjan flugvöll á Lönguskerjum en í Sundabraut í jarðgöngum. Brú eða brýr upp á Kjalarnes gæti orðið fallegasta "umhverfislistaverk" Íslendinga og orðið heimsfrægt logo Reykvíkinga. 


mbl.is Ólafur treystir Gísla Marteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var gert grín að mér

 Magni Ásgeirsson. Á árunum 1976-80 var Queen mín uppáhalds hljómsveit. Sumir félaga minna fannst lítið til tónlistarsmekks míns koma, þeir voru að hlusta á eitthvað mun merkilegra sem engin man lengur hvað var, varla þeir sjálfir.

Á þessum árum hlustaði ég líka töluvert á Abba, en af fenginni Queen reynslunni þá hafði ég ekkert sérlega hátt um það. Ekki heldur að ég hlustaði stundum á kóramúsík og klassík. Svona getur félagaþrýstingur verið vitlaust fyrirbæri.

Söngskemmtun kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem lögum hljómsveitarinnar Queen verður gert hátt undir höfði, verður haldin í vor og mikill fengur er fyrir uppákomuna að fá Magna til liðs við sig. Ég væri sko alveg til í að sjá þessa söngskemmtun.


mbl.is Magni í hlutverk Freddy Mercury
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súper-sex

 Á elliheimilinu er hún Sigríður gamla, fædd og uppalin í Flóanum, snemma á síðustu öld. Sigríður gamla er afskaplega lítil og grönn en að sama skapi létt á fæti. Í dag valhoppaði hún um ganga elliheimilisins og lyfti öðru hvoru upp pilsfaldinum sínum og kallaði " Súpersex!". Hún kom að gömlum manni í hjólastól og lyfti pilsi sínu duglega fyrir hann og hrópaði "Súpersex!".

Gamli maðurinn sat hljóður í hjólastól sínum um stund en sagði svo að lokum, "Ég tek súpuna".

forn676l

Þessi mynd er á engan hátt tengd frásögninni hér að ofan! Tounge


Engin bylting

 Fabio Capello er búinn að velja sinn fyrsta hóp.

Fátt kemur á óvart í fyrsta 30 manna hópi Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu. Tja... nema kannski helst hve hópurinn er fyrirsjánlegur. Og svo finnst mér reyndar Emile Heskey vera tímaskekkja þarna. Ef skoðuð er statistík um hann sést að hann hefur aðeins skorað 5 mörk í 45 landsleikjum og það getur varla verið ásættanlegt fyrir stræker í fremstu röð. Michael Owen hefur hins vegar glæsilega statistík eða 40 mörk í 88 landsleikjum. Owen hefur verið lengi og oft frá vegna meiðsla undanfarin 2 ár og það gæti sett strik í reikninginn fyrir hann en hann er léttur og kvikur sem fyrr og um leið og hann er kominn með "touch-ið" fyrir boltanum á ný, þá er hann til alls líklegur. Enginn stræker hefur eins magnaða skortöflu og Peter Crouch en hann hefur skorað 14 mörk í aðeins 24 landsleikjum. Það kemur ekki á óvart að "gömlu" landsliðsmarkverðirnir fái frí að þessu sinni. Langt síðan að báðar Neville-systurnar hafi vantað. 

30 manna hópur Capello:

 

 Markverðir:
David James, Portsmouth 35/0
Scott Carson, Aston Villa 2/0
Chris Kirkland, Wigan 1/0

Aðrir leikmenn:
Wayne Bridge, Chelsea 27/1
Ashley Cole, Chelsea 61/0
Curtis Davies, Aston Villa 0/0
Rio Ferdinand, Man.Utd 64/2
Glen Johnson, Portsmouth 5/0
Ledley King, Tottenham 19/1
Nicky Shorey, Reading 2/0
Wes Brown, Man.Utd 14/0
Joleon Lescott, Everton 4/0
Micah Richards, Man.City 11/1
Matthew Upson, West  Ham 7/0
Jonathan Woodgate, Tottenham 6/0
Michael Carrick, Man.Utd 14/0
Steven Gerrard, Liverpool 63/12
Gareth Barry, Aston Villa 16/0
Jermaine Jenas, Tottenham 17/0
Owen Hargreaves, Man.Utd 39/0
Joe Cole, Chelsea 47/7
Ashley Young, Aston Villa 1/0
Stewart Downing, Middlesbrough 16/0
Shaun Wright-Phillips, Chelsea 18/3
David Bentley, Blackburn 2/0
Emile Heskey, Wigan 45/5
Gabriel Agbonlahor, Aston Villa 0/0
Michael Owen, Newcastle 88/40
Wayne Rooney, Man.Utd 40/14
Peter Crouch, Liverpool 24/14


mbl.is Beckham á möguleika, Owen valinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er svo skrítið....

Kerskáli álversins í Reyðarfirði.Það er svo skrítið hvernig hið neikvæða er blásið út af þeim sem telja að það styrkji málstað þeirra í andstöðu sinni við álvers og virkjunarframkvæmdir fyrir austan. Og svo er fabúlerað út í eitt. Getgátu og ímyndunarstíllinn í hávegum hafður og gjarnan notuð: "Let them denigh it" taktíkin, sem Richard Nixon gerði frægt snemma á áttunda áratugnum.

Ástæðan fyrir þessum orðum mínum er innlit mitt hjá þeim bloggurum sem blogga við fréttina hér að neðan. Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós s.s.

"...að frétt sé hálfan mánuð að rata suður.  Átti þetta ekki að fréttast.????  Eru margir sem slasast?  Það kostaði mörg mannslíf og slys að byggja  Kárahnjúkavirkjun".

Við fyrstu sýn gætu þessar vangaveltur átt rétt á sér en í fréttinni kemur þó fram að fyrstu vikuna eftir slysið, þá var ekkert sem benti til þess að um meira en venjulegt rafstuðsslys án eftirmála væri að ræða. Ef allir rafvirkjar á Íslandi ættu að tilkynna í hvert sinn sem þeir fengju í sig rafmagn.....

Það má þó segja að þar sem Alcoa er undir vökulu auga gagnrýnins og upplýsts almennings, þá sé það nú frekar klaufalegt hjá þeim að koma ekki með fréttatilkynningu fyrr. En ásakanir um að þeir reyni að leyna einhverju vísvitandi hlusta ég ekki á nema sannanir liggi á borðinu.

Ódýrt vinnuafl ? er yfirskrift pistils Jóns Aðalsteins Jónssonar, þar sem hann spyr fullkomlega eðlilegrar spurningar: "Var ekki verið að deila um réttindi rafiðnaðarmanna frá Hamri  sem að unnu við uppsetningu búnaðar í álverinu? Ég tel að það þurfi að koma fram hvort að þetta er afleiðing þess eða ekki".

Það sem hins vegar kom í athugasemdarkerfinu var: "...óhhh... Pólverji, það skýrir málið...  ætli leiðbeiningarnar hafi verið á Íslensku? Hvað vinna eiginlega margir íslendingar þarna? "

Ég held að það sé lítil hætta á því að Alcoa sé að ráða til sín réttindalausa rafiðnaðarmenn, þó ekki væri nema vegna, eins og áður sagði, vökulla augna almennings. Hins vegar gætu hinir misstóru undirverktakar freistast til að ráða til sín einn rafvirkja og svo nokkra pólska "handlangara", sem taka laun réttindamanna í útseldri vinnu. Slíkt þarf auðvitað að uppræta.


mbl.is Fékk í sig rafstraum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgönguráðherra: "Svar eftir sjö mánuði".

Unnið að jarðfræðirannsóknum í Gufunesi. Myndin er tekin af vef ÍSOR. Kristján Möller sagði að svars væri ekki að vænta frá ríkisstjórninni varðandi Sundagöng fyrr en á tímabilinum júní- september. Umhverfismatsskýrsla á eftir að koma fram, kynningar og kærufrestir eiga eftir að líða o.s.f.v.

Mér finnst ekki hafa komið nægilega fram í fjölmiðlum, rökstuðningur Vegagerðarinnar fyrir niðurstöðu sinni, að "Eyjaleiðin" sé vænlegri kostur. Niðurstaða Vegagerðarinnar var nefnilega ekki eingöngu fengin af lægri kostnaði við framkvæmdina, heldur einnig af útreikningum á afkastagetu mannvirkjanna og umferðaröryggislegu mati.

Vegagerðinni ber skylda til þess að mæla með hagkvæmustu lausninni. Hví skyldum við ekki hlusta á þá?


mbl.is Sæmilegar aðstæður fyrir göng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær blogg-færsla!

nyheimasida_harpa_brosirHarpa Hreinsdóttir skrifar afar athyglisverða færslu um meinta aðför að Ólafi F. Magnússyni og fjölsk. hans. Sjá HÉR 

Í pistli sínum segir Harpa m.a.:

"Af hverju ætti fjölskylda Ólafs F. að verða fyrir miklum andlegum búsifjum þótt hann viðurkenni vanmátt sinn án skrauthvarfa og að hafa þurft að leita sér hjálpar á tímabili?  Þetta stenst engan veginn nema fjölskyldan hafi verið þess klárari í afneituninni og þessi fimmtán ára sonur hans ekki vitað af langvarandi veikindum föðurins". 


Það er spurning

Eiður Smári í leik með Bolton gegn Aston Villa. Gamla liðið hans Eiðs, Bolton ku vera á eftir íslenska landsliðsfyrirliðanum. Eflaust er þægilegt að taka við tékkanum frá Barcelona mánaðarlega og ekki hægt að lá mönnum það að hugsa um fjárhagslega framtíð sína. En ef einhver snefill af fótboltalegum metnaði er eftir í Eiði Smára, þá velur hann það að spila. Jafnvel þó það þýði það að hann sé að spila með klúbbi eins og Bolton. Bolton var vagga hans og síðar stökkpallur á vit hærri markmiða.

Ég veit að aðdáendur Eiðs Smára vilja sjá hann spila, og það helst í ensku úrvalsdeildinni. En þeir verða jafnframt að virða vilja Eiðs sjálfs. Hann hefur e.t.v. lítið að sanna, hefur þegar orðið enskur meistari með félagsliði sínu og það tvö ár í röð. En hann á auðvitað eftir að hampa meistaradeildarbikar og einnig Spánarmeistaratitlinum. En maður veltir framtíð hans fyrir sér hjá Barcelona með Riijkard við stjórnvölina. Hollenski þjálfarinn metur Deco fram yfir okkar mann, þó Deco geti ekki rassg....

Mér hefur lengi þót Eiður vera meiri miðjumaður en sóknarmaður hin síðari ár. Á miðjunni nýtist sendingargeta hans best. Hann getur alveg verið markaskorari áfram þó hann færi sig aðeins aftar á völlinn.


mbl.is Eiður Smári orðaður við Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband