Það er svo skrítið....

Kerskáli álversins í Reyðarfirði.Það er svo skrítið hvernig hið neikvæða er blásið út af þeim sem telja að það styrkji málstað þeirra í andstöðu sinni við álvers og virkjunarframkvæmdir fyrir austan. Og svo er fabúlerað út í eitt. Getgátu og ímyndunarstíllinn í hávegum hafður og gjarnan notuð: "Let them denigh it" taktíkin, sem Richard Nixon gerði frægt snemma á áttunda áratugnum.

Ástæðan fyrir þessum orðum mínum er innlit mitt hjá þeim bloggurum sem blogga við fréttina hér að neðan. Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós s.s.

"...að frétt sé hálfan mánuð að rata suður.  Átti þetta ekki að fréttast.????  Eru margir sem slasast?  Það kostaði mörg mannslíf og slys að byggja  Kárahnjúkavirkjun".

Við fyrstu sýn gætu þessar vangaveltur átt rétt á sér en í fréttinni kemur þó fram að fyrstu vikuna eftir slysið, þá var ekkert sem benti til þess að um meira en venjulegt rafstuðsslys án eftirmála væri að ræða. Ef allir rafvirkjar á Íslandi ættu að tilkynna í hvert sinn sem þeir fengju í sig rafmagn.....

Það má þó segja að þar sem Alcoa er undir vökulu auga gagnrýnins og upplýsts almennings, þá sé það nú frekar klaufalegt hjá þeim að koma ekki með fréttatilkynningu fyrr. En ásakanir um að þeir reyni að leyna einhverju vísvitandi hlusta ég ekki á nema sannanir liggi á borðinu.

Ódýrt vinnuafl ? er yfirskrift pistils Jóns Aðalsteins Jónssonar, þar sem hann spyr fullkomlega eðlilegrar spurningar: "Var ekki verið að deila um réttindi rafiðnaðarmanna frá Hamri  sem að unnu við uppsetningu búnaðar í álverinu? Ég tel að það þurfi að koma fram hvort að þetta er afleiðing þess eða ekki".

Það sem hins vegar kom í athugasemdarkerfinu var: "...óhhh... Pólverji, það skýrir málið...  ætli leiðbeiningarnar hafi verið á Íslensku? Hvað vinna eiginlega margir íslendingar þarna? "

Ég held að það sé lítil hætta á því að Alcoa sé að ráða til sín réttindalausa rafiðnaðarmenn, þó ekki væri nema vegna, eins og áður sagði, vökulla augna almennings. Hins vegar gætu hinir misstóru undirverktakar freistast til að ráða til sín einn rafvirkja og svo nokkra pólska "handlangara", sem taka laun réttindamanna í útseldri vinnu. Slíkt þarf auðvitað að uppræta.


mbl.is Fékk í sig rafstraum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sammála

Einar Bragi Bragason., 31.1.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband