Það var gert grín að mér

 Magni Ásgeirsson. Á árunum 1976-80 var Queen mín uppáhalds hljómsveit. Sumir félaga minna fannst lítið til tónlistarsmekks míns koma, þeir voru að hlusta á eitthvað mun merkilegra sem engin man lengur hvað var, varla þeir sjálfir.

Á þessum árum hlustaði ég líka töluvert á Abba, en af fenginni Queen reynslunni þá hafði ég ekkert sérlega hátt um það. Ekki heldur að ég hlustaði stundum á kóramúsík og klassík. Svona getur félagaþrýstingur verið vitlaust fyrirbæri.

Söngskemmtun kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem lögum hljómsveitarinnar Queen verður gert hátt undir höfði, verður haldin í vor og mikill fengur er fyrir uppákomuna að fá Magna til liðs við sig. Ég væri sko alveg til í að sjá þessa söngskemmtun.


mbl.is Magni í hlutverk Freddy Mercury
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Queen er frábær og Abba er merkilega klassísk líka.  Mér finnst frábært hvað Dilana nær Killer Queen rosalega skemmtilega.   Þau tvö, hún og Magni, gætu gert góða Queen sýningu saman og bara spurning að koma þeirri hugmynd inn hjá þeim.  Þú kannski hnippir í Magna. 

Anna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sammála öllu nema að ég held að Magni hafi ekki nógu háa rödd í þetta.....Eiki Hauks nær honum aftur á móti vel.

Einar Bragi Bragason., 1.2.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já það er rosalega erfitt að syngja lög sem Freddy hefur sungið og oft hef ég heyrt ágæta söngvara fara flatt á því. En það er þá kannski vegna þess að þeir hafa reynt að "gera eins" og hann. Dilana syngur Killer Quenn frábærlega.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég sé að við höfum haft svipaðan tónlistarsmekk. Ég hlustaði líka mikið á Johnny Cash á þessum árum og það þó nú bera vott um .... já, ég segi nú ekki meira um það.

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.2.2008 kl. 11:39

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já ég hlustaði líka mikið á Dire Straight, Eagles, Jethro Tull sem seinna varð ein af mínum uppáhlads hljómsveitum, Cat Stevens.

Þungarokk og punk var aldrei minn tebolli þó eitt og eitt lag í þungarokkinu hafi getað komið manni í ákveðið stuð við vissar aðstæður. En með "Jóni Seðli" hefðu leiðir okkar legið sundur Ásgeir

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband