Færsluflokkur: Bloggar
Samkvæmt heimildum frá Bylgjunni þá verður það Guðmundur Guðmundsson fyrrv. landsliðsþjálfari sem tekur við liðinu. Guðmundur er góður þjálfari og ef honum finnst hann eitthvað hafa að gefa í djobbið, þá er sjálfsagt að gefa honum annað tækifæri. Það var jú hann sem kom okkur í umspilssæti á EM í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum og ekki við hann að sakast að liðið sprakk á limminu í leikjunum við Svía og Dani. Breidd liðsins var einfaldlega ekki meiri en þetta.
Nú hillir hins vegar undir að við getum átt tvo kosti í hverri stöðu, svo framarlega sem vinstri vængurinn virkjast. Við eigum fjölbreytta skotmenn í stöðuna s.s. Loga Geirsson, Arnór Atlason, Garcia o.fl. allt menn sem geta líka leyst inn á miðjuna og jafnvel á línu líkt og Snorri Steinn gerir stundum. En það hefur fylgt einhver ólukka með okkar bestu leikmenn í þessari stöðu. Tíð og langvinn meiðsli hafa hrjáð menn og eins hefur Ólafur Stefánsson hægra megin, ekki fengið nægjanlegt né stöðugt "backup". En ef Einar Hólmgeirson og áðurnefndir leikmenn vinstra megin eru heilir og í leikformi, þá er Ísland til alls líklegt á alþjóðlegum stórmótum, sérstaklega með Guðmund sem landsliðsþjálfara.
![]() |
Nýr landsliðsþjálfari kynntur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.2.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á þessari norsku veðursíðu: http://www.yr.no/sted/Island/Sudur-Mulasysla/Kollaleira/ má slá inn þeirri veðurathugunarstöð á Íslandi sem þér hugnast og þá færðu 9 daga myndræna og notendavæna veðurspá, sem mér hefur sýnst vera bara nokkuð heiðarleg
Á myndinni hér að ofan (hægt að smella á hana) er 48 tíma spá í grafík sem sýnir vindátt og styrk og hitafar og skýjafar. Eins og sést á grafinu þá verður hér nánast logn af Suð-Vestri til fyrramáls og snýst þá í hæga Norð-Austlæga átt með snjókomu annað kvöld. Frostið gæti farið í 10-11 stig á mánudagsmorguninn.
![]() |
Hægviðri víðast hvar í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.2.2008 (breytt kl. 12:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Fjas er til framdráttar, göfugt og gott. þó skal þess gætt yfir hverju er fjasað, ef fjas skal haft í frammi. það bætir meltinguna og gefur hraustlegt og gott útlit".
Skemmtileg athugasemd á: http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/451552/#comments
Bloggar | 23.2.2008 (breytt kl. 13:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það hefur komið mér á óvart hve mikillar þverpólitískrar samúðar Vilhjálmur Þ. nýtur meðal stjórnmálamanna í Reykjavík. M.a.s. V-grænn kunningi minn einn, dæmigerður, ber blak af Villa og segir hann hafa verið einn heilasti og heiðarlegasti stjórnmálamaður sem hann hafi kynnst. Hægt var að treysta orðum hans út í ystu æsar.
Margir segja að ekki sé tilefni til þeirrar heiftar sem núverandi stjórnarandstaða og þá sérstaklega V-grænir hafa sýnt. Auk þess sé eftirsjá í verkefninu sem slíku. þ.e. útrásar og sameiningarverkefni REI-Geysir Green. Það er spurning hvort conseptið allt í sambandi við þá vinnu, sé glatað tækifæri eða bara sett á ís í óákveðinn tíma. En því lengur sem verður hjakkað og andskotast í sama farinu í umræðunni um þetta mál, því meiri líkur eru á að útrásartækifærin glatist og það er öruggt að þau hafa orðið fyrir hnjaski nú þegar.
Það er sorglegt að flekklausum pólitískum ferli í aldarfjórðung, ljúki með þessum hætti og spurning sem þeir sem unnið hafa með Vilhjálmi, þurfa að svara hver fyrir sig; "Vil ég það?".
Umræðunni um Vilhjálm hefur vinstri sinnað fólk stjórnað undanfarnar vikur og mánuði. Nú þegar Vilhjálmur hefur ákveðið að stíga ekki til hliðar þá finnst mér mál að linni. Vilhjálmur hefur sagt "Við látum verkin tala", og þar með er komið tækifæri til þess að gagnrýna. Dagur B. og Co. eiga nú að setja sig í málefnalegar stellingar og gagnrýna málefnalega. Aðeins þannig getur Dagur B. orðið að "Degi A".
![]() |
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.2.2008 (breytt kl. 11:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Siggi Sveins er einn af mínum uppáhalds handboltamönnum, skemmtilegur karakter innan vallar sem utan. Ég er samt ekki alveg að sjá hann sem landsliðsþjálfara, ekki núna. Stundum eru lið algjörlega "sjálfspilandi" og hlutverk þjálfarans er að halda uppi góðum móral og vera ekki fyrir. Okkar lið þarf að slípa svolítið til þess að það geti kallast rútinerað, en það er nauðsynlegt að ná því til þess að auka líkurnar á titli einhversstaðar. Við höfum ekki náð að stilla upp okkar sterkasta liði í nokkrum síðustu stórmótum. Alltaf hefur vantað einhverja og/eða við misst lykilmenn í meiðsli í mótunum sjálfum.
En því ekki að fá gamla refinn Bogdan Kowalzik til starfa á ný? Kannski vantar strákana okkar bara "old fashion", austurevrópskan heraga. Auk þess var karlinn asskoti vel að sér í handboltafræðunum. Ég mæli með að það verði rætt við djöfsa.
![]() |
Siggi Sveins: Myndi þjálfa strákana frítt! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.2.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndin hér að neðan er frá Ólafsfirði og fangar einmitt stemninguna eins og hún var í Berufirði haustið 1977.
Bloggar | 21.2.2008 (breytt 23.2.2008 kl. 11:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikill undirbúningur og vinna liggur að baki svona degi eins og haldin var í Grunnskóla Reyðarfjarðar í gær. Því kynntist ég persónulega sem forstöðumaður skólasels, en skólaselið er viðverustaður fyrir nemendur 1.-4. bekkja, að loknum hefðbundnum skóladegi.
Olweusarverkefnið, sem er séstakt átaksverkefni gegn einelti, (eða "einleti", eins og stóð á einu vinnuskjalinu sem við höfðum í stýrihópnum sem ég var í fyrir skólann) er athyglisvert og lofar góðu. Nauðsynlegt er að skilgreina vandann til þess að vera í stakk búinn til að takast á við hann. En starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar lætur ekki staðarnumið við greininguna heldur grípur til aðgerða og skapar mikla vakningu í skólanum og samfélaginu öllu, um vandamálið "Einelti", og hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft.
Ég gat því miður ekki tekið þátt í deginum í gær á Reyðarfirði vegna þess að ég er staddur í Reykjavík að ganga fyrir kaupum dóttur minnar á bíl, en hún hefur verið dugleg að vinna sér inn peninga og er reglu og ráðdeildarsöm. Þetta er snotur bíll sem heitir Ford Ka. Lítill og ódýr í rekstri og mér skilst að ekki þurfi að borga í stöðumæla í borginni fyrir bíla í þessum flokki.
![]() |
Einelti skal ekki þrífast í okkar skóla! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.2.2008 (breytt 22.2.2008 kl. 08:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Konfúsíus fæddist 551 f. Kr. í Kínverska ríkinu Lu þar sem nú er Shandong-fylki í Kína. Ættarnafn hans var Kong og eiginnafn hans Qiu. Kínverjar hafa ættarnafn á undan eiginnafni svo að fullu hét hann Kong Qiu. Hann var síðar þekktur undir nafninu Kongzi eða Kong Fuzi, þ.e. meistari Kong og er latneska myndin Confucius, Konfúsíus á íslensku dregin af því".
Svo hefst inngangur bókarinnar "Speki Konfúsíusar sem Iðunn gaf út 1989 í þýðingu Ragnars Baldurssonar. Þessi bók hefur legið á náttborðinu mínu nú í nokkurn tíma og það er gaman að glugga í hana fyrir svefninn. Ég ætla að leyfa mér að vitna í hana á næstunni, með von um að blogg mitt líti eitthvað gáfulegar út.
"Meistarinn sagði: Komirðu auga á afbragðsmann, skaltu hugleiða hvernig þú getur jafnast á við hann. Sjáirðu einhvern sem er ábótavant, skaltu líta í eigin barm".
Bloggar | 20.2.2008 (breytt kl. 09:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til allra vina og vandamanna sem sendu mér tölvupóst árið 2007
með loforðum um heppni og hamingju ef ég sendi póstinn áfram...
ÞETTA VIRKAÐI EKKI !
Vinsamlegast sendið mér bara peninga, bjór eða súkkulaði
Takk fyrir!
Bloggar | 19.2.2008 (breytt kl. 19:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 19.2.2008 (breytt kl. 18:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 947672
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- ERU EINVERJAR LÍKUR Á AÐ HÆSTIRÉTTUR TAKI UPP LÖGMÆTI "BÓKUNAR 35" AÐ EIGIN FRUMKVÆÐI?????
- Flótti alþingismanna og annarra frá ábyrgð
- Vandi vegna dróna þar og hér
- Vill Viðreisn heimsveldi?
- Hérna er SKILGREINGIN SEÐLABANKA ÍSLANDS Á ÍSLENSKA HAGKERFINU 24.September 2025:
- Hamas reiðubúið í "úrslitaátök".
- Fórnarlambsöfund- nýyrði transhugmyndafræðinnar
- Aðalfundi lokið, ný stjórn tekur við.
- 40 milljón kr. þöggun blaðamanna mistókst
- Sjö mínútur í New York sem breyttu öllu ...
Ég man þegar ég norpaði aftur í nótakassa á síldinni þegar ég var sautján ára og beið eftir að blýið, garnið og flotið kæmi inn. Við vorum skammt suður af Hrollaugseyjum í stinningskalda og 12 stiga frosti og fullt tungl óð í skýjum. Þegar blökkin fyrir ofan okkur byrjaði að æla niður nótinni og við að raða henni snyrtilega í kassann, þá hitnaði manni svo um munaði. Á köflum var maður í svitabað en fann samt hvernig frostið beit í puttana.
En í minningunni er það ákaflega fögur sjón að sjá spriklandi demantssíldina flæða úr troðfullum háfnum og renna eftir gljáandi blikkrennunum ofan í lest. Við vorum einir örfárra sem enn notuðust við háf árið 1977, en flestir voru komnir með dælu. Ljóskastararnir á dekkinu ásamt tungsljósinu ljá þessari minningu ævintýralegum blæ. Svo sigldum við til Grindavíkur með drekkhlaðinn bátinn. Þegar við fengum eitthvað lítið, þá þurfti samt að landa því innann ákveðins tíma. Þá fórum við inn á þær Austfjarðahafnir sem næstar voru og gátu tekið á móti síldinni.
Eitt sinn vorum við á veiðum inni í Berufirði. Í botni fjarðarins er ótrúlega aðdjúpt og við köstuðum nótinni nánast upp í harða landi þarna. Blankalogn var og þetta var mögnuð stund. Svo var farið inn á Djúpavog með aflan. Ég hefði ekki viljað missa af þessari lífsreynslu.