Færsluflokkur: Bloggar
Ég gat nú ekki annað en brosað þegar ég las fréttatilkynninguna og sá hverjir eru forsvarsmenn barráttufólks um betri kjör á Íslandi. Jú, trukkabílstjórar! Hér eru skilaboð frá mér til þeirra:
Vinsamlegast komið ekki óorði á göfug baráttumál alþýðunnar á Íslandi. Þið eruð óæskilegur málsvari hennar.
![]() |
Boða fólk á Austurvöll til að mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þetta er rosalegt! Hægt er að spæja hvar maður er með því einu að slá inn GSM-númeri viðkomandi og þá kemur nákvæm staðsetnig símans í ljós. Ný síða á netinu bíður frítt upp á svona njósnir. Afhverju hefur þetta ekki verið kært??
Prófið að slá inn GSM númer maka ykkar og sjáið hvar hann/hún er núna. Slóðin á síðuna er http://www.trackapartner.com/
Approximate margin of error: | |
![]() | 10 meters (max.) for mobile phones in Europe and the U.K. |
![]() | 25 meters (max.) for mobile phones in the U.S.A., South America and Canada. |
![]() | 50 meters (max.) for mobile phones elsewhere. |
![]() | This system will not work in countries without GSM technology networks. |
Bloggar | 13.5.2008 (breytt kl. 17:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þeir hefðu nú getað sparað sér þessa rannsókn... ég hefði getað sagt þeim þetta!
Myndin er ótengd bloggfærslunni hér að neðan
![]() |
Drekka til að komast á séns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.5.2008 (breytt kl. 03:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óttalega var hann orðinn laskaður að sjá, vísifingurinn á Kung Fu meistaranum Ho Eng Hui, sem heggur honum í gegnum kókoshnetur.
Puttar eru til margra hluta nytsamlegir, bæði í leik og starfi.
![]() |
Brýtur kókoshnetur með vísifingri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það hlýtur að vera markmiðið með boðum og bönnum, að koma í veg fyrir hlutina en ekki bara að láta lögregluna hafa meira að gera. Að banna vændi skilar akkúrat engu því það mun þrífast þrátt fyrir það. Það er mjög erfitt, kostnaðarsamt og já, hreinlega bara vonlaust að uppræta vændi með því að banna það. Tíma lögreglunnar er betur varið í að eltast við eitthvað annað en það. Þegar þriðji aðili er kominn í spilið gegnir öðrum máli. Þá er orðinn grundvöllur fyrir grunsemdum um mansal eða einhverskonar nauðung.
Ef yfirvöld vilja endilega verja peningum í þennan málaflokk, þá væri nær að setja þá í félagsleg úrræði fyrir þær konur sem stunda vændi vegna bágrar félagslegrar stöðu sinnar. Og ekki koma með fullyrðingar um að allar konur stundi vændi vegna slíkra aðstæðna. Sumar vilja bara drýgja tekjur sínar.
Það að kona stundi vændi þarf ekki að þýða að hún liggi undir hverjum sem er. Þegar ég var leigubílstjóri í Reykjavík á sínum tíma, þá kynntist ég konu sem var farin að nálgast fertugt sem stundaði vændi. Ég keyrði fasta kúnna til hennar reglulega. Hún hringdi á stöðina og pantaði bílinn fyrir kúnnann. Hún vildi ekki drukna kúnna, feita kúnna eða sóðalega kúnna. Á lögreglan að vera að eltast við konuna og eyða tíma sínum og fjármunum í það? Og hvað á svo að gera við konuna ef hún er nöppuð? Fangelsa hana?
![]() |
Til Íslands til að veita kynlífsþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dettur virkilega einhverjum í hug hvalfriðunarsinnar hafi diplómatískt bein í sínum kroppi? Ef einhver heldur það, þá veit sá hinn sami ekki hvaða hugmyndafræði býr að baki friðunarbaráttu þeirra. Áróður hvalavina snýst fyrst og fremst um það að dýrin séu svo gáfuð, mannleg jafnvel og að þau kveljist við aflífunina. Áróður þeirra snýst líka um að hvalirnir séu í útrýmingarhættu og þó niðurstöður vísindarannsókna sýni annað, þá samræmist það ekki hagsmunum hvalavinanna að upplýsa almenning um það. Þá myndi peningainnstreymið í sjóði samtaka þeirra minnka stórlega.
Tvær moldríkar systur og piparkerlingar í Seattle í Bandaríkjunum, sem eru kunningjakonur frænku minnar sem þar býr, hafa styrkt Greenpeace í áraraðir til þess að fylgjast með og vernda sinn hvorn hvalinn fyrir þær í N-Atlantshafi. Hvalirnir eru systknin Willy og Dilly. Þær fá reglulega bréf frá Greenpeace með korti af Atlantshafinu þar sem merkt er inná það staðsetning hvalanna hverju sinni og leið þeirra um hafið. Kerlingarnar standa í þeirri trú að peningar þeirra verndi þessa tilteknu hvali.
![]() |
Rætt um friðsamlega lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.5.2008 (breytt kl. 11:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mér hefur alltaf þótt það hálf hallærislegt að sjá fólk með gataðar varir eða tungu, þannig að það getur ekki talað skammlaust. Kallið mig gamlan og íhaldssaman, en manngerð göt eiga hvergi að vera, nema þá í eyrnasneplum. Hér eru nokkur sýnishorn af "götun/um"
![]() |
Húðgötun veldur áhyggjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Franskur koss var sveipaður mikilli dulúð í mínum hugarheimi þegar ég var um fermingaraldurinn. Franskar konur eru goðsagnakenndar. Franska er tungumál ástarinnar.
Mér er sagt að danskar vændiskonur skilgreini mismunandi þjónustu sína með því að vísa til þeirrar ímyndar sem fólk eða menning í sumum löndum hefur. T.d. ef þær gera það "po Fransk", þá er það tott. "Po Tysk" hefur eitthvað með svipur og handjárn að gera, "po Grek" er afturendinn og "po Dansk" er bara venjulegt. Og svo þurfa þær auðvitað að hæða Svíana aðeins, en Danir eru sérlega lunknir í því. "Po Svensk" er að runka.
![]() |
Leiðarvísir um fagrar konur í París |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Orri Vigfússon er marg-aðlaður verðlaunamaður á svið laxaverndar í sjó. Það er athyglisvert hversu tilboð hans er nákvæmt, 250.522.725. Hann virðist hafa reiknað fiskistofnana þarna upp á gramm
Það væri gaman ef það hefði fylgt fréttinni hvað þessir áhugasömu leigutakar ætla sér með þetta heimsfræga urriðasvæðið. Eins hvað í þessum frávikstilboðum fólst. Hverjir, ef einhverjir, ætla sér að að hafa veiða/sleppa reglur þarna t.d.?
![]() |
Bauð 285 milljónir í urriðasvæði Laxár til fimm ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggar | 2.5.2008 (breytt kl. 23:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 947663
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Móðusýki Evrópumanna
- Fangelsi landsins og skipulögð glæpastarfsemi
- Pokemon
- Egilsstaðaflugvöllur, eldgos og almannaheill.
- Morð Evrópuvaldsins
- Against warfare of all sorts
- Fölsk flögg í vestrænum fjölmiðlum.
- Kostulegt viðtal við trúboða
- Forseti Palestínu þorir að segja á meðan vestræn góðmenni þegja.
- Spáð í undarlegheit mannseðlisins !