Færsluflokkur: Bloggar
Samsæriskenningar hljóta að spretta upp því viðskiptavinir þjónustufyrirtækis Deborah Jeane Palfrey, voru þingmenn og háttsettir embættismenn í Washington. Dauðdagi konunnar verður kannski ekkert rannsakaður frekar? Sögusagnir voru á sínum tíma um að Marilyn Monroe hefði ekki framið sjálfsmorð, heldur hefðu útsendarar CIA kálað henni af því hún vissi of mikið eftir koddahjal með Kennedy forseta.
Maður bíður eftir bíómynd um málið
![]() |
Kona sem rak vændishring fannst látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.5.2008 (breytt kl. 18:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aðalsteinn Jónsson, útgerðarmaður á Eskifirði, lést á fjórðungssjúkrahúsi Neskaupsstaðar í morgun, áttatíu og sex ára að aldri. Aðalsteinn var um áratuga skeið einn af forystumönnum í íslenskum sjávarútvegi og var forstjóri Eskju, áður Hraðfrystihúss Eskifjarðar, til fjörutíu ára.
Ég kynntist Alla lítilsháttar fyrir nokkrum árum. Ég var ég fastur gestur nokkur vor í garðinum heima hjá honum á Eskifirði, þegar ég starfaði sem garðyrkjumaður. Alli bauð mér alltaf inn til sín í kaffi og spjall. Á þeim tíma var Alli einn ríkasti maður landsins þó hann bæri það ekkert sérstaklega utan á sér. Hann var með afbrigðum ljúfur og alþýðlegur kall.
Ég votta aðstandendum hans samúð mína.
Bloggar | 30.4.2008 (breytt kl. 17:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 30.4.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Indónesísk móðir hannaði múslimska útgáfu af Barbie í fyrra sem sló í gegn í heimalandi hennar. Tilganur hinnar 28 ára gömlu Sukmawati Suryaman, var að skapa ungum stúlkum fyrirmyndir í dygðum og hógværð.
Suryaman gaf dúkkunni nafnið Salma, sem dregið er af arabíska orðinu "salamah" sem þýðir friður. Höfuðklútar og öklasíðir kjólar koma í stað stuttra pilsa og bikinis.
Önnur útgáfa, Fulla, sem þýðir arabískur jasmín, er vinsæl í Mið-Austurlöndum.
Fulla verslar, eyðir tíma með vinkonum sínum, eldar, les og biður bænir. (á fjórum fótum með rassinn upp í loft?)
![]() |
Barbie ógnar íranskri menningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.4.2008 (breytt kl. 01:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kannski hafa einhverjar/ir orðið fyrir vonbrigðum vegna fyrirsagnarinnar
Ahh... þetta átti ekkert að fara við þessa fréttatengingu. Jæja, Mbl. bloggið kippir þá þessari tengingu út. Ég nenni því ekki.
![]() |
Barnastjarna biðst afsökunar á myndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.4.2008 (breytt kl. 18:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það eru merkilega margir sem virðast ekki vita um þjónustu Vegagerðarinnar á netinu. Hér er kort af vef þeirra sem sýnir ástand vega á landinu, veðrið, sýnt hvar vegaframkvæmdir eru í gangi o.fl.
Allstaðar greiðfært á þjóðvegi 1, nema á Holtavörðuheiði og frá Fljótsheiði til Vopnafjarðarheiðar. Þar eru hálkublettir.
Á forsíðunni: http://www.vegagerdin.is/ er mynd af Íslandi efst hægra megin. Þar er hægt að velja þann landshluta sem skoða á nánar. Flest landsbyggðarfólk þekkir þessa þjónustu vel, en höfuðborgarbúar kannski síður.
![]() |
Hált á Hellisheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.4.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þau héldu víst aðeins of fast um dúfuna, krakkarnir.
Bloggar | 27.4.2008 (breytt kl. 18:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað með mennina, eða mannapana í Asíu? Í Kína hafa fundist yfir miljón ára gamlir steingerfingar af mönnum. Dó sá stofn út? Spyr sem ekki veit.
![]() |
Mannkynið var í alvarlegri útrýmingarhættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.4.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Árni fékk nægjanlegt fylgi í Suðurkjördæmi til þess að komast á þing á ný, þrátt fyrir að sýna enga iðrun þegar hann var nappaður fyrir þjófnað. Hann setti bara upp svip fórnarlambsins, þetta var allt saman öðrum að kenna. Ég vona að Árni snúi sér að einhverju öðru þegar þessu kjörtímabili lýkur, því hann á ekkert erindi í pólitík. Það tekur ekki nokkur málsmetandi maður mark á honum lengur.
Ég er nú talsmaður þess að fólk fái annan séns, þó því verði á í lífinu, en til þess að svo megi verða þá þarf fólk að hafa lært sína lexíu. Það er ekkert sem bendir til þess að Árni hafi gert það, en ég vona að það hafi kjósendur hans í Suðurkjördæmi gert.
Þó Árni fengi eflaust ekki vinnu sem öryggisvörður, þá hef ég ekki áhyggjur af honum þó hann missi þingmannsdjobbið. Honum er margt til lista lagt og hefur sýnt að hann leggur ekki árar í bát þó gefi "á-ann"
![]() |
Ætlar að kæra Árna Johnsen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.4.2008 (breytt kl. 21:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 26.4.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 947663
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- HELDUR HÚN VIRKILEGA AÐ ÞETTA VERÐI EKKI LEYST NEMA MEÐ AÐKOMU ÍSLANDS????MÁL
- Þetta var bara fínt hjá Guðmundi.
- Móðusýki Evrópumanna
- Fangelsi landsins og skipulögð glæpastarfsemi
- Pokemon
- Egilsstaðaflugvöllur, eldgos og almannaheill.
- Morð Evrópuvaldsins
- Against warfare of all sorts
- Fölsk flögg í vestrænum fjölmiðlum.
- Kostulegt viðtal við trúboða