Færsluflokkur: Bloggar

Í tilefni loka EM


Smjör drýpur af hverju strái

Loksins er ég kominn heim eftir rúmlega 3gja vikna útilegu í höfuðborginni. Skólinn var búinn á hádegi á þriðjudag og upphaflega planið var að keyra beint austur, en ég hafði sofið full lítið undanfarnar tvær nætur og leist ekki á 8 tíma keyrslu í þannig ásigkomulagi. Ég ákvað því að taka það rólega og leggja í hann eftir útsofelsi daginn eftir.

Eftir að hafa sofnað strax eftir skóla á þriðjudag í nokkra tíma og aftur á kristilegum tíma um kvöldið, var ég vaknaður kl. 02.30 á ný, að mér fannst útsofinn. Ég lagði af stað austur tæplega klukkutíma síðar í blíðskapar veðri.

013

Hekla skartar sínu fegursta kl. rúmlega 4 að morgni, í björtustu viku ársins, 25. júní.

 Ég fór suðurleiðina austur en það er álíka langt að fara norður fyrir til Reyðarfjarðar, um 700 km. en suðurleiðin er fljótfarnari, sérstaklega að nóttu.

018 (2)

Leiðin frá Seljalandsfossi að Vík í Mýrdal hefur mér alltaf þótt afskaplega falleg. Smjör drýpur þar af hverju strái og það er greinilegt að þetta svæði er hið hlýjasta á landsvísu. Sumarið er u.þ.b. 3 vikum lengra þarna en á Austurlandi.

019 (2)

Foss á Síðu er eitt allra fallegasta bæjarstæði landsins. Þaðan á ég forfeður frá 18. öld.


Góður veiðistaður

461833AÞessi tangi verður örugglega fínn veiðistaður í framtíðinni og verður eflaust vinsæll túristastaður. Þetta jarðfall er flott að sjá úr lofti og tanginn er fullgróinn, eins og hugmyndaríkur landslagsarkitekt hefði hannað hann. 
mbl.is Stór spilda skreið fram í Grafningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýra og fuglalíf við álverið

Gefjun með Regínu. Um helgina var ball á Eskifirði og ég var að sjálfsögðu að þjónusta það. Kvöldið var fagurt og heiðríkt og á ferðum mínum milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, sem voru þó nokkrar, var dýra og fuglalífið með sérdeilis miklum blóma í góðviðrinu. Hópur hreindýra var að kroppa í nýgræðingin við girðinguna við álverið og í einni ferð minni þurfti ég að stoppa til að hleypa þeim yfir veginn þegar þau stefndu upp í fjallið . Þau gengu löturhægt yfir eins og beljuhópur á leið til mjalta. Á þessum árstíma hafa hreindýr ávalt verið fastir gestir á svæðið þar sem álverið er nú. Það hefur ekkert breyst þó þetta mikla mannvirki sé nú risið og komið í fullan gang.

 Í hópnum voru um 40 dýr og þar af nokkrir tarfar með tíguleg horn, einnig fáeinir nýfæddir kálfar. Spóapar elti máf á röndum sem greinilega hefur langað í egg í morgunmat og tófa snuðraði í vegkantinum, sennilega í svipuðum hugleiðingum og máfurinn.

Í síðustu ferð minni til baka um morguninn með farþega til Reyðarfjarðar, sat ung stúlka varla meira en 18 ára í framsætinu hjá mér. Stúlkan var gestkomandi úr Reykjavík og þegar við ókum upp Hólmahálsinn og sáum fjallgarðana við spegilsléttan fjörðinn, baðaða í morgunsólinni, þá sagði hún upp úr eins manns hljóði, "Váá hvað þetta er fallegt".

Mér þótti gaman að heyra hana hafa orð á þessu, það var svo einlægt.


mbl.is Regína fæddist í húsdýragarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisrask

Ég er nokk viss um það að "hér á landi á", (eins og skáldið sagði) finnst fólk sem er algjörlega á móti þessu umhverfisraski á Mýrdalssandi. Ég hef lesið pistla eftir umhverfisfræðinga og vistfræðinga sem hafa allt á hornum sér gagnvart skógrækt, sérstaklega ef skógræktin inniheldur plöntur sem eru ekki íslenskar. Bölvaðir rasistar náttúrulega.

 

racism.jpg


mbl.is Auðn breytt í gróin svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur eru grimmari

Ég á nú ekki von á því að margar konur berji eiginmenn sína, þó það sé auðvitað til. En þær beita sálfræðilegum refsingum og ofbeldi grimmilega og fátt finnst mér óhuggulegra en þegar eiginkonur niðurlægja menn sína í viðurvist annars fólks. Ég hef orðið vitni að því og það er ekki skemmtileg upplifun.

ear0085l


mbl.is Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geggjuð veðurspá

Það er geggjuð veðurspá fyrir Austurland um helgina. 20 stiga hiti á laugardag, 24 stig á sunnudag og 29 stig á mánudag!! Segi og skrifa tuttugu og níu stig!!!001

Asskoti væri nú gaman ef þetta rættist   http://vedur.is/#


Reikningur sem allir þurfa að borga

Álit Skipulagsstofnunar er á skjön við flesta fagaðila sem komið hafa að málinu hingað til. Sumir virðast vera á móti virkjunum, ekki virkjanana vegna, heldur vegna hvert raforkan er seld.

Kostnaður vegna Bitruvirkjunar verður ekki greiddur með raforkusölu þaðan, heldur tekin af arði af öðrum framkvæmdum. Raforkusala til netþjónabúa og kísilflöguverksmiðju sem álversandstæðingar hafa mært hvað mest, eru nú út af borðinu. Þá er bara að finna "eitthvað annað" að gera.


mbl.is Engir orkusamningar á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn á móti billjón skrilljón

Í mínum huga er öruggt að líf sé annarsstaðar en á jörðinni, en það er jafn öruggt í mínum huga að vitsmunaverur hafa aldrei heimsótt okkur, á okkar líftíma. Til þess eru líkurnar of "stjarnfræðilega" litlar.

Það eru ekki bara fjarlægðirnar í geimnum sem ættu að leiða okkur að þessari niðurstöðu, heldur einnig tíminn. Ég er ekki bara að tala um tímann sem það tekur að ferðast um vetrarbrautirnar, sem er auðvitað mikil hindrun í sjálfu sér, heldur þarf tímasetningin á líftíma stjarnanna og þróun lífsins að vera á sameiginlegum tíma og okkar.

Nú hefur verið "hlustað" eftir merkjum sem berast með ljóshraða frá hugsanlegu lífi í geimnum í nokkra áratugi og ekkert heyrist. En það er ekki þar með sagt að einhver merki séu ekki á leiðinni til okkar. Þau gætu hafa lagt af stað fyrir þúsundum eða miljónum ára en eru bara ekki komin til okkar enn. Einnig er möguleiki að hingað hafi borist einhver merki, bara áður en við gátum hlustað eftir þeim, á tímabilinu frá árinu t.d. 1950- 5.000.0000.000. fyrir krist.

Lífið á jörðinni hefur verið einhverja miljarða ára að þróast og alheimurinn skilst mér er ekki "nema" 10-12 miljarða ára gamall, þ.e. frá Miklahvelli. (Leiðréttið mig ef þetta er misminni) Það hlýtur að vera frekar líklegt að líf sé tiltölulega lengi að þróast frá einfrumungum til vitsmunalífs. Og þó það sé líf á þeim stjörnum sem við gætum hugsanlega heyrt einhver merki frá, þá er ekki þar með sagt að þar sé vitsmunalíf, en það verður það kannski eftir einhvern x-tíma.

Ef svo merkilega vildi til að einhversstaðar séu svo háþróaðar lífverur að þær geti ferðast með hraða ljóssins, þá hefur það ekki gerst allt í einu. Við hlytum að hafa heyrt frá þeim einhverjar útvarpsbylgjur, löngu áður en þær römbuðu til okkar í eigin persónu.

Og afhverju ættu þessar vitsmunaverur að ramba hingað? Það er ekki eins og það sé hörgull á stöðum fyrir þær að skoða. Stráin í heystakknum eru voðalega fá í samanburði við stjörnurnar í geimnum.

water_cartoon1


mbl.is Vatíkanið segir ekki hægt að útiloka líf á öðrum hnöttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaninn duglegur í vitleysunni

Ísbirnir hafa verið settir á lista yfir dýrategundir í...Bandarísk stjórnvöld eru leiðitöm þegar náttúruvernd og umhverfissjónarmið snertir ekki hagsmuni þeirra. Að vísu eru ímyndarsmiðir örugglega á bak við þessa ákvörðun BNA-stjórnar og þeir meta þetta út frá óbeinum hagsmunum, Kananum í vil, þ.e. að setja ísbirni á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, þrátt fyrir að þeim hafi farið fjölgandi undanfarin ár.

Dýraverndunarsamtök eru öflugir þrýstihópar í BNA og sennilega hefur ljósmynd af særðum hvolpi eftir barsmíðar í almenningsgarði meiri áhrif á bandarísku þjóðina, heldur en helsært írakst barn eftir árás bandarískra landgönguliða á vopnlaust heimili þess.

Polar Bear Global Warming Picture


mbl.is Ísbirnir settir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband