Boð og bönn

Það hlýtur að vera markmiðið með boðum og bönnum, að koma í veg fyrir hlutina en ekki bara að láta lögregluna hafa meira að gera. Að banna vændi skilar akkúrat engu því það mun þrífast þrátt fyrir það. Það er mjög erfitt, kostnaðarsamt og já, hreinlega bara vonlaust að uppræta vændi með því að banna það. Tíma lögreglunnar er betur varið í að eltast við eitthvað annað en það. Þegar þriðji aðili er kominn í spilið gegnir öðrum máli. Þá er orðinn grundvöllur fyrir grunsemdum um mansal eða einhverskonar nauðung.

 Ef yfirvöld vilja endilega verja peningum í þennan málaflokk, þá væri nær að setja þá í félagsleg úrræði fyrir þær konur sem stunda vændi vegna bágrar félagslegrar stöðu sinnar. Og ekki koma með fullyrðingar um að allar konur stundi vændi vegna slíkra aðstæðna. Sumar vilja bara drýgja tekjur sínar.

Það að kona stundi vændi þarf ekki að þýða að hún liggi undir hverjum sem er. Þegar ég var leigubílstjóri í Reykjavík á sínum tíma, þá kynntist ég konu sem var farin að nálgast fertugt sem stundaði vændi. Ég keyrði fasta kúnna til hennar reglulega. Hún hringdi á stöðina og pantaði bílinn fyrir kúnnann. Hún vildi ekki drukna kúnna, feita kúnna eða sóðalega kúnna. Á lögreglan að vera að eltast við konuna og eyða tíma sínum og fjármunum í það? Og hvað á svo að gera við konuna ef hún er nöppuð? Fangelsa hana?


mbl.is Til Íslands til að veita kynlífsþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Algjörlega sammála þér.

Halla Rut , 10.5.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sammála, algert rugl. Vændi verður alltaf til staðar, alltaf. Og með því að gera það ólöglegt er verið að gera glæpamenn úr konum sem frekar þyrftu félagslega aðstoð ef á að fara að skipta sér af þeim á annað borð.

-Hverjum kemur þetta annars við??

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.5.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband