Færsluflokkur: Bloggar

Af hverju notum við bílbelti?

Mig langar til þess að biðja ykkur um að taka þátt í léttum leik með mér. Þið ykkar sem eigið börn sem eru 7 ára og yngri, eða umgangist börn á þeim aldri, vinsamlegast spyrjið þau eftirfarandi spurningar og biðjið þau að íhuga svarið vel;

Af hverju notum við bílbelti?

Verið tilbúin með blað og blýant til þess að rita niður orðrétt svar barnsins. Ekki reyna að fegra orðavalið á nokkurn hátt, einföld málnotkunn barnshugans gefur okkur heiðarlegasta svarið og þó að svarið virðist í fyrstu vera úr takti við spurninguna, þá gæti leynst í því gullkorn sem vert er að halda til haga.

Svörin megið þið skrifa í athugasemdardálkinn eða senda mér á astagunni@simnet.is og ég mun birta þau athyglisverðustu hérna á blogginu.

Ég hef áhuga á að koma með fleiri svona spurningar tengdar umferðinni á næstu vikum og mánuðum og fá "feedback" frá ykkur. Hver veit nema ég noti svör ykkar, þ.e. barnanna ykkar, í lokaverkefni mitt í ökukennaranáminu. Ég er þegar farinn að líta sterklega til forvarna og fræðslustarfs  innan grunnskóla í umferðarmálum, sem innihald lokaverkefnisins, því að þar held ég að séu sóknarfæri í bættri umferðarmenningu "..hér á landi á", eins og skáldið sagði.  

Upp með blað og blýant! Reynið nú einu sinni að vera til gagns á þessu blogg-hangsi ykkar!

 


Hver hefur áhuga? - mynd

 Þetta er ekki fyrir mig. Heyri ég fyrsta boð?
mbl.is Nærbrækur Jacksons til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anderson og Fischer- absúrd raunveruleiki

 Ég er svo heppinn að hafa ekki farið á mis við skáklistina. Ekki það að ég sé neinn listamaður í skák en ég státa þó af einum Íslandsmeistaratitli í netskák (í flokki Elo- stigalausra) Á tímabili tefldi ég mikið við Birgir, einn ágætan vin minn til margra ára, sem reyndar státaði af sama titli og ég 2-3 árum áður, og þá var gjarnan hlustað á Jethro Tull um leið og eldfljótir fingur hreifðu mennina og smelltu á skákklukkuna.

Ian Anderson flautuleikari og  "eigandi" Tull var átrúnaðargoð okkar og það var mikið pælt í textum og tónum goðsins. Robert Fischer var líka í miklu uppáhaldi hjá okkur, enda var hann sennilega kveikjan að skákáhuga okkar beggja, og reyndar hjá fleirum úr vinahópi okkar. Birgir rekur verslun og innflutningsfyrirtæki og þar vorum við oft fram eftir kvöldum og tefldum og hlustuðum á Tull. tull1

Það halda e.t.v. margir að taflmennska sé frekar leiðinleg og að nördar séu þeir einu sem hafi áhuga á slíku, en því fór fjarri að einhver lognmolla hvíldi yfir skákkvöldum okkar.

Einhvern tíma þegar Birgir hafði verið í hörku stuði í skákinni í dálítinn tíma og var farinn að vinna mig leiðinlega oft og var snöggur að því (við tefldum alltaf 5 mín. skákir) þá stráði hann salti í sárin með því að segja við mig reglulega þegar ég átti leik: "Snöggur". Þetta varð að brandara hjá okkur og ég notaði hann auðvitað líka þegar hann lenti í vandræðum og þurfti að hugsa.

Eitt sinn, fyrir mörgum árum síðan, þegar við fengum okkur ölkrús á lagernum hjá honum, vorum við að tala um Fischer, en þá hafði ekkert heyrst af kappanum í mörg ár. Eitthvað fórum við að fabúlera með það að toppurinn á tilverunni hjá okkur væri ef Fischer tefldi við okkur yfir nokkrum krúsum og við gætum sagt við hann "snöggur". Og til að fullkomna órana þá sæti Anderson á kolli á lagernum með okkur með flautuna og tæki nokkur lög, svona í bakgrunninum. Við hlógum mikið að þessu.

Ekki grunaði okkur að hugsanlega hefði þetta getað orðið að raunveruleika ca. 15 árum síðar. Sonur Birgis, Daníel, sem á þessum árum var barn að aldri, gerðist tónleikahaldari fyrir erlendar hljómsveitir fyrir nokkrum árum og hann flutti inn Jethro Tull (hverja aðra Joyful).  Ágætur vinskapur skapaðist með Daníel og Ian Anderson og hefur hann nú komið tvisvar sinnum til landsins til tónleikahalds á vegum hans.

Fyrir nokkrum dögum síðan kom Ian Anderson óvænt til Íslands í sumarfrí.  Daníel bauð Anderson í mat heim til sín og fór með honum í skoðunarferðir í nágrenni Reykjavíkur. Og að sjálfsögðu fór hann með "Goðið" í heimsókn til pabba síns í verslun hans. Ian Anderson í Jethro Tull var kominn inn á lagerinn hjá Bigga og fékk sér kaffibolla!

Ef Fischer hefði verið á lífi þá er aldrei að vita nema hann hefði þegið kaffibolla með Anderson á lagernum. Tekið eina bröndótta við Bigga og Anderson spilað Buré á kolli við hliðina á þeim. En ég er ekki viss um að Biggi hefði fengið tækifæri til að segja "snöggur" við Fischer. Grin 


1/4 bloggarar

1/4 bloggari er bloggari sem kvartar yfir öðrum bloggurum = kvart-bloggari.

http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/ er kær bloggvinkona mín sem sem stjórnandi Mbl. bloggsins hefur bannað að blogga við fréttir, vegna þess að einhverjir hafa kvartað yfir tenginum hennar við fréttir. Blekpenninn er einn skemmtilegasti moggabloggarinn og nú hefur hún ákveðið að hætta að blogga vegna þessa.

Nokkuð margir hafa lent í "ritskoðun" Mbl.is og er það miðlinum til vansa að mínu áliti. Þetta á að vera vettvangur frjálsra skrifa, en er það greinilega ekki. Það er augljóst að Mbl.-bloggarar eru í mis miklu uppáhaldi hjá stjórnanda bloggsins og sem dæmi um mann sem stöðugt er verið að vitna í á forsíðu Mbl.is,  er Björgvin Guðmundsson sem copy/paste-ar fréttir og leggur sáralítið til frá eigin brjósti. Ég gerði eitt sinn athugasemd á bloggi hans og sagði að þetta væri skrítin bloggsíða. Fyrst læsi ég fréttina sem hann bloggaði við og svo bloggið hans og það væri nákvæmlega eins!. En þessi athugasemd birtist aldrei hjá honum því hann þarf að samþykkja athugasemdirnar fyrst! Fussum svei!

Ég skora á alla að mótmæla svona leiðindum stjórnanda blogsins. Þetta á að vera gaman og ekkert annað. Mótmælið hér: http://mbl.is/mm/blog/samband.html

angryblogger

Ps. Ah.... ég hefði átt að tengja þetta við einhverja frétt sem kemur þessu máli ekkert við Joyful


Mín röð - myndir

Þessi listi er náttúrulega alveg út í hött. Varla helmingurinn kæmist á listann minn. En úr því þetta er í boði, þá er mín röð svona, byrjum á 10. sæti: (röðin á Blistex listanum innan sviga)

victoria

10. sæti. Victoria Beckham. Aldrei þolað hana frekar en Madonnu (5)C55655

9. sæti. Charlotte Church, lagleg hnáta en ekkert meira (9)

keira-knightley

8. sæti. Keira Knightley, ofmetin. (1)

angelina-jolie

7. sæti. Angelina Joley, vissulega munúðarfullar varir.... en samt Errm (3)

kylie

6. sæti. Kylie Minogue, syngur ágætlega (2)

kelly-brook

5. sæti. Kelly Brook, fallega eðlileg (7)

scarlett-johansson

4. sæti. Scarlett Johansson, frábær leikkona (4)

jennifer-aniston

3. sæti. Jennifer Aniston. Engin fegurðardrottning en með snotran rass og andlit (6)

cameron-diaz

2. sæti. Cameron Diaz, vilt strákastelpa Happy  (8)

Jessica_Alba

 1. sæti. Jessica Alba, flott á ströndinni, vanmetin (9) Einn með henni á hitabeltiseyju? Já, takk! (old perv) Joyful

 


mbl.is Keira með flottasta stútinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætis áminning

 

1

 Ef þér finnst þú ekki ánægð (ur), hvað með þau?

2

Ef þér finnst launin þín lág.... hvað með hana?

3

Ef þér finnst þú ekki eiga marga vini.....

4

Þegar þig langar að gefast upp, hugsaðu um þennan mann

5

Ef þér finnst erfitt að draga fram lífið....

6

Þú kvartar yfir lélegum samgöngum.....

7

Þér finnst þjóðfélagið vera óréttlátt....

8

9

11

12

13

untitled

15

 


"Onen night stand" í Rvk. er endurnýjanleg auðlind

Ég hef haldið því fram í nokkur ár, að ferðamannaiðnaðurinn sé takmarkaðari auðlind en margur vill meina. Þá á ég við ferðamannaiðnaðinn sem lýtur að náttúru landsins. "One night stand" í Reykjavík gefur mun meiri möguleika... og er endurnýjanleg auðlind í þokkabót. Cool

 


mbl.is Uppselt á ferðamannastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húmbúkk og þvæla

Ómar Ragnarsson."Þar kemur jafnframt fram að efnahagslegur ávinningur Íslands af þessum framkvæmdum sé lítill"

Eru einhverjir aðrir en öfgasinnaðir umhverfisvaktarar sem taka mark á niðurstöðum um efnahagslegan ávinning framkvæmda frá umhverfissamtökum? Eru niðurstöður svoleiðis samtaka trúverðugar?

"Samtökin voru stofnuð í ljósi þess að meirihluti þeirra plöntu- og dýrategunda sem orðið hafa útdauðar síðustu fjögurhundruð árin lifðu á eyjum heimsins og vinna samtökin ötullega að því að sporna gegn þessari ógnvekjandi þróun"

Frá upphafi lífs á jörðinni hafa plöntur og dýr komið og farið. Hvað er svona ógnvekjandi við það?

Ég sé enga ástæðu til þess að óska Ómari til hamingju með þennan hégóma. Eflaust kitlar þetta þó hégómagirnd hans og meðreiðarsveina hans og líklega verður þessu flaggað í tíma og ótíma sem rökum í umræðunni um náttúruvernd.

 


mbl.is Ómar Ragnarsson verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kviđastillandi pilla fyrir vistkviđasjuklinga

HER


Stor-Serbia, tjođernishreinsanir

Tetta voru ekki bara 8.000 manns, heldur um 300.000 saklausir borgarar sem voru myrtir og margir teirra a ohugnanlega skipulagđan hatt, m.a. i serstokum utrymingabuđum likt og Hitlers-Tyskalandi. Ekki bara muslimar og ekki bara i Serbiu (to mest tar) heldur um alla Yugoslaviu. Her i Kroatiu spjallađi eg viđ unga menn i kroatiska hernum og teir sogđust hata Serba, en gatu ekki utskyrt nakvamlega hvers vegna.

Tađ er mjog litill hluti Serba sem styđja Karadić og teir sem motmaela handtokunni gera tađ i taknraenum tjođernislegum tilgangi, en teir vilja ađ mestur hluti gomlu Yugoslaviu verđi Stor-Serbia en ekki skipt upp i tessi 5 lond.


mbl.is Fagna handtöku Karadžićs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband