Einn á móti billjón skrilljón

Í mínum huga er öruggt að líf sé annarsstaðar en á jörðinni, en það er jafn öruggt í mínum huga að vitsmunaverur hafa aldrei heimsótt okkur, á okkar líftíma. Til þess eru líkurnar of "stjarnfræðilega" litlar.

Það eru ekki bara fjarlægðirnar í geimnum sem ættu að leiða okkur að þessari niðurstöðu, heldur einnig tíminn. Ég er ekki bara að tala um tímann sem það tekur að ferðast um vetrarbrautirnar, sem er auðvitað mikil hindrun í sjálfu sér, heldur þarf tímasetningin á líftíma stjarnanna og þróun lífsins að vera á sameiginlegum tíma og okkar.

Nú hefur verið "hlustað" eftir merkjum sem berast með ljóshraða frá hugsanlegu lífi í geimnum í nokkra áratugi og ekkert heyrist. En það er ekki þar með sagt að einhver merki séu ekki á leiðinni til okkar. Þau gætu hafa lagt af stað fyrir þúsundum eða miljónum ára en eru bara ekki komin til okkar enn. Einnig er möguleiki að hingað hafi borist einhver merki, bara áður en við gátum hlustað eftir þeim, á tímabilinu frá árinu t.d. 1950- 5.000.0000.000. fyrir krist.

Lífið á jörðinni hefur verið einhverja miljarða ára að þróast og alheimurinn skilst mér er ekki "nema" 10-12 miljarða ára gamall, þ.e. frá Miklahvelli. (Leiðréttið mig ef þetta er misminni) Það hlýtur að vera frekar líklegt að líf sé tiltölulega lengi að þróast frá einfrumungum til vitsmunalífs. Og þó það sé líf á þeim stjörnum sem við gætum hugsanlega heyrt einhver merki frá, þá er ekki þar með sagt að þar sé vitsmunalíf, en það verður það kannski eftir einhvern x-tíma.

Ef svo merkilega vildi til að einhversstaðar séu svo háþróaðar lífverur að þær geti ferðast með hraða ljóssins, þá hefur það ekki gerst allt í einu. Við hlytum að hafa heyrt frá þeim einhverjar útvarpsbylgjur, löngu áður en þær römbuðu til okkar í eigin persónu.

Og afhverju ættu þessar vitsmunaverur að ramba hingað? Það er ekki eins og það sé hörgull á stöðum fyrir þær að skoða. Stráin í heystakknum eru voðalega fá í samanburði við stjörnurnar í geimnum.

water_cartoon1


mbl.is Vatíkanið segir ekki hægt að útiloka líf á öðrum hnöttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það gengur hægt hjá þér að fá þátttöku í könnuninni. Þú átt að enda hverja færslu á að minna á hana. Ég er kominn með nýja könnun, gjörðu svo vel. Sú pólitíska endaði svona:

Lesandi bloggsins míns er pólitískt:

Vel til vinstri                 12,4%

Heldur til vinstri                   31,4%         43.8

Um miðbikið                15,5%

Heldur til hægri          17,0%

Vel til hægri                   9,3%

Ópólitískur                     8,2%

Annað                            6,2%

194 hafa svarað

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

p.s. þú ert næstum kominn með 48% til vinstri hjá þér! bráðum hreinn meirihluti. hvað var þetta aftur með skítaflugurnar?

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 16:27

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hehe, yea right. Ég vil hafa yfir 300 í könnuninni. Ég hef verið svo duglegar að gera athugasemdir á þinni síðu að sennilega hef ég dregið marga þaðan yfir á mitt blogg. Þetta hlýtur að lagast eitthvað

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.5.2008 kl. 17:14

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

50 komnir í könnunina, 250 to go. Örlítill bati á vinstri slagsíðunni þinni; úr 48% í 46%. Enn ekki nema 36% til hægri. Miðbikið hefur sótt á hjá þér. Enn sem komið er þá eru okkar hópar svipaðir en þinn bara meira til vinstri. Gunnar!

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta kemur...

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.5.2008 kl. 03:57

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Annars langar mig til að fá athugasemdir um þá fullyrðingu mína að það séu engar líkur á því að vitsmunarverur hafi einhverntíma komið til okkar á jörðina

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.5.2008 kl. 04:05

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, fyrirgefðu. Þú átt við aðrar en Jarðneskar vitsmunaverur? Alheimurinn er einn búkur og venjulega halda örverur sér á sínum stað. Þær geta þó undir einhverjum extreme kringumstæðum farið annað, t.d. ef skortur er á blóðkornum eða eitthvað.

Við erum örverur og búkurinn sem við búum í er stór! 

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 10:57

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

p.s. ætlarðu að festast í 52? Ég gæti hringt í nokkra vini og kunningja, en ég er ekki viss um að þú viljir þeirra hjálp...

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 10:58

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áfram Valur!

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.5.2008 kl. 14:15

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það eru engu minni líkur á að "vitsmunaverur" hafi heimsótt jörðina á síðustu tvö þúsund árum eða svo, en að guð almáttugur, sem t.d. bæði þú og Vatikanið hafið mikið í huga, sé til!En þetta ætti nú spekingurinn þú að vita, sem segist hafa lesið svo mikið af bókum!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 23:17

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gunnar, ný könnun hjá mér, sem þú ættir að prufa þegar hin er komin í 300 voters:

Spurt er

Lesandi bloggsins míns myndi í Bandarískum stjórnmálum styðja:

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 23:19

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Jæja Gunnar, þú ert kominn í 75 stykki í könnuninni um pólitíska afstöðu lesenda blogg-síðu þinnar. Og þú virðist höfða mjög vel til vinstrisinnaðs fólks; með 45% slíka á móti 37% hægrisinnum. Hlutföllin 44-26 hjá mér og ég aðallega með stærri miðju-hóp.

Það er kannski ekki nema von að þú viljir sítera í Egil Helga! 

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 14:56

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ætli það sé ekki vegna þess að vinstrimenn hafa þinglýst eign sinni á náttúruvernd, í von um að það dragi að sér fleiri kjósendur,  og ég er duglegur við að blogga um umhverfismál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband