Færsluflokkur: Bloggar

Jólagjöfin 2008

Ég gef lítið fyrir ræður mótmælendanna en ég skil vel þá sem mættu á Austurvöll. Vonandi munu heyrast raddir í þessari mótmælaöldu sem hafa einhvern hljómgrunn hjá fleirum en V-grænum.

Þetta er víst jólagjöfin í ár

jol08

 


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Airbrush

Shit! Ég held ég sé að verða gamall.... aldrei heyrt þetta nafn, Karolina Kurkova fyrr. Ég hef reyndar aldrei haft mikinn áhuga á súpermódelum, nema síður sé. Yfirleitt fundist þær uppskrúfaðar og fráhryndandi sem manneskjur. Svo sér fótóshoppið um ýmislegt fyrir augað.

5

Þegar ég gúgglaði nafnið hennar til þess að sjá herlegheitin, þá fannst mér reyndar ekkert rosalega mikið til hennar koma. En hún er samt voða flott og allt það. Ég rakst á lista yfir kynþokkafyllstu fyrirsætur heims. Listinn er síðan í mars á þessu ári og þar Karolína í 5. sæti. Ég kannaðist bara við þær í fjórum efstu sætunum, en þær eru líka allar komnar til ára sinna. Errm Þennan lista er HÉR að finna.

kurkova

Á annari síðu sem kom upp var talað um hve airbrush-ið væri handhægt fyrir þá sem "selja" þessar fyrirsætudömur. Á síðunni var talað um þessi "skelfilegu læri" sem aldrei sjást í undirfataauglýsingum hennar. Þökk sé airbrush-inu.

Þá vitum við það. (Fínt að dunda sér við svona rannsóknarvinnu fyrir bloggið þegar maður kemur heim af vaktinni úr helgarkeyrslunni) Joyful


mbl.is Slær öllum við í kynþokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðrandi þróun

Ísland var best í heimi.... líka dýrast, en nú erum við að missa þann titil líka. Það þótti og þykir enn, lélegt að selja sig ódýrt. Jæja, við erum hvort eð er lélegir pappírar.

funny-pictures168


mbl.is Ísland ódýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og krónan flýtur eins og kúkur í lauginni

waiting!
mbl.is Ónýtur banki bjargar ónýtri krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki langrækinn?

Ég heyrði í útvarpinu áðan, viðtal við Guðjón Friðriksson í tilefni útkomu Forsetabókarinnar. Þar talar hann um að bæði Ólafur Ragnar og Davíð séu óhemju frekir menn en munurinn á þeim hafi þó verið sá að Davíð er langrækinn en Ólafur sáttfús.

Ja hérna! Mér hefur skilist á Guðjóni að hann þekkti Ólaf eittvhað persónulega, en því virðist vera víðs fjarri. Allir sem átt hafa einhver samskipti við Ólaf Ragnar vita að hann hefur minni fílsins, hann gleymir ekki. Margir hafa óþægilega orðið fyrir barðinu á fílsminninu hans, en auðvitað ekki þeir sem jarmað hafa í sömu tóntegund og hann. Sei sei nei.


mbl.is Afhending bóka dróst af gildri ástæðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír birnir voru skotnir í haust

Flestir muna eftir hvítabjörnunum tveimur sem skotnir voru fyrir norðan í haust og þau mósursýkislegu viðbrögð sem það olli hjá sumum, m.a. hjá ákveðnum þingmönnum V-grænna. Á þessum tíma bloggaði ég um að hvítabirnir væru langt í frá í útrýmingarhættu og í raun hafði þeim fjölgað hratt úr um 5.000 björnum frá því semma á sjöunda áratugnum og í um 25.000 til dagsins í dag og hefur sú tala verið stöðug nú í nokkur ár.

Kostnaðurinn við þann björgunarsirkus sem settur var í gang í haust var heilmikill og til einskis þegar upp var staðið. Þegar fréttist af þriðja birninum fyrir Vestan að mig minnir, þá var það afgreitt í fjölmiðlum stuttu síðar að líklega hefði konan sem sá björninn, einungis séð stóran og stæðilegan hrút. Annað heyrði ég um daginn, nefnilega að um hvítabjörn var að ræða og hann var skotinn í kyrrþey skömmu síðar. Yfirvöld vildu ekki ganga í gegnum sama sirkusinn á ný og því var sú ákvörðun tekin. Lái þeim hver sem vill. 

Eins og fram kemur í fréttinni, þá eru tæplega þúsund dýr veidd árlega í heimskynnum sínum og þar af nokkrir tugir af sportveiðimönnum. Umræðan um hvítabirni var tóm vitleysa sem V-grænir jörmuðu undir í sínum fræga vandlætingartóni. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart.

playful-polar-bear-001

Þessa mynd tók ég af vef náttúruverndarsamtaka sem kalla sig "treehuggers". þarna sýna þeir grænlenska sleðahunda í vinalegum leik við viltan ísbjörn. Mjög sérstök og skemmtileg mynd en raunveruleikinn er allt annar. Þó þessi mynd sé ekki fölsuð,þá er þarna um að ræða eitthvað sem aldrei sést. Hundarnir eru grimmir við birnina og ráðast óhikað á þá þegar þeir eru með húsbændum sínum á veiðum. Margir hundar láta lífið í slíkum átökum.

skrif_82_clubbing

Grin

mbl.is Óhætt að skjóta hvítabirni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju á maður að trúa?

Æ.... ég held ég bíði bara með að trúa nokkrum manni um þessi bankamál þar til fyrsta bindið af heildarúttekt málsins kemur út..... árið 2025. Það er augljóst að annaðhvort er þetta bara allt mjög leiður misskilningur í öllum, eða einhver slatti af "málsmetandi mönnum" gengur um ljúgandi. Ég get ekki haft rangt fyrir mér haha.

Það er alltaf gaman að lesa blaðagreinar Hannesar Hólmsteins.  Hér er ein nýleg eftir hann og eftirfarandi er tilvitnun í hana:

"Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra, skynjaði hættuna og lagði fram fjölmiðlafrumvarp, þar sem stórfyrirtækjum var bannað að eiga fjölmiðla. Baugsfeðgar beittu sér af offorsi gegn honum. Forstjóri eins fjölmiðlafyrirtækis þeirra, Sigurður G. Guðjónsson, hafði verið kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakjöri 1996, og ein dóttir Ólafs Ragnars var í hálaunastarfi hjá Baugi. Eftir að Alþingi samþykkti fjölmiðlafrumvarpið, synjaði Ólafur Ragnar því staðfestingar. Í fyrsta skipti gekk forseti gegn þinginu.

 Jafnvægið raskaðist. Í kringum gullkálfinn hófst trylltur dans, sem Ólafur Ragnar steig harðast. HallgrÞegar Bandaríkjakonan Martha Stewart, sem setið hafði í fangelsi fyrir fjárglæfra, kom til Íslands, hélt forseti henni veislu á Bessastöðum, og sátu hana Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson, sem báðir höfðu fengið dóma fyrir efnahagsbrot. Tveir kunnir rithöfundar, Einar Kárason og Hallgrímur Helgason, gerðust hirðskáld auðmanna".

 


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmsaga

Ég hef auðvitað samúð með þeim sem lögðu sparifé sitt í hlutabréfakaup og töpuðu öllu á því, en við því er í sjálfu sér lítið að gera. Fólki hlýtur að vera ljóst að með slíku braski er það að taka áhættu. Fólkið fer með peninga sína á þau mið til þess að "græða" og stundum með þá von í brjósti að græða ógeðslega mikið á stuttum tíma.

Almennir sparifjáreigendur eru allt annað mál. Þessi þýski fjölskyldumaður sem er í viðtalinu í fréttinni, og aðrir aðilar í sömu sporum, íslenskir og erlendir, það er fólkið sem á að vera hvað reiðast við þessar aðstæður. Kannski er fólk feimið við að viðurkenna að það hafi tapað sparifé sínu á innlánsreikningum, ... að það skammist sín fyrir það, en málið er að ég þekki engan í þeim sporum sem Þjóðverjinn er í. Ég þekki hins vegar nokkra sem hafa tapað hlutafé sínu og ég þekki marga sem hafa tapað öllu sínu á myntkörfulánum.

Ein fjölskylda sem ég þekki ákvað að byggja sér parhús í Reykjavík og það fólk hefur ekki verið þekkt af því að "gambla" með peningana sína, heldur er það aðhaldssamt og varfærið fólk. Fjölskyldufaðirinn fór á 3 ráðstefnur til þess að afla sér sem bestra upplýsinga um það hvaða leið væri hagstæðust í lánaleiðum til byggingarinnar. Allir "sérfræðingar" sögðu að myntkörfulánaleiðin væri lang hagstæðust og þó gengið veiktist eitthvað lítilsháttar, þá væru vextirnir það lágir að þeir ynnu slíkt upp. Vegna hárra stýrivaxta á Íslandi, þá var fólkið beinlínis hrakið í myntkörfulánið. Það er varla hægt að segja að það hafi haft neitt val, nema að byggja bara ekki neitt. Þetta almúgafólk hefur nú tapað um 40 miljónum á nokkrum vikum, öllum sínum sparnaði og situr uppi með rúmlega hálfkláraða byggingu sem vonlaust er að selja og skuldir sem þeim endist ekki lífið til að borga.

Góðir Íslendingar, þetta er ekki hægt.


mbl.is Reiðir þýskum stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum "Hómerinn" á þetta

  • Við notfærum okkur þessa svínbeygingu IMF á okkur, við öll möguleg og ómöguleg opinber tækifæri erlendis og ráðum til þess færustu P.R. fræðinga.
  • Við lýsum því óréttlæti sem þessi alþjóðlegi hjálparsjóður beitir okkur og hvernig stór ESB-lönd reyna að nota sjóðinn til þess að þvinga okkur og kúga. 
  • Við förum með Icesave-málið fyrir dómstóla og svíðum Bretana til skaðabóta svo nemur hundruðum eða þúsundum miljarða króna.
  • Við einbeitum okkur að nýjum marköðum og jafnvel að öðrum bandalögum á sem flestum sviðum alþjóðlegrar samvinnu, þ.m.t. varnarmálum.
  •  Við sýnum samheldni sem þjóð og sniðgöngum eftir bestu getu allar innfluttar vörur og spörum með því gjaldeyri og eflum innlendan iðnað.

Æ.... ég er svo reiður.

  • Búum til nýjan málshátt: "Reiðin kennir naktri þjóð að spinna".

bart_homer_gif


Þökkum Færeyingum

Takk_Faroe_Islands_501x101px 

Margir Íslendingar veðrast upp ef útlendingur segir eitthvað um okkur, svona hálfgert "How do you like Iceland" syndrome. Allt sem neikvætt er sagt um okkur, grípa stjórnarandstæðinga og stjórnleysingjar, hátt á lofti. Allt verður að vopnum þeirra.... enda fljúga þau svo sem eins og skæðadrífa um allt. Þeir þurfa ekki annað en að rétta út hendurnar.

Ég mæli með því að við þökkum Færeyingum fyrir þann drengilega og móralska stuðning sem þeir hafa sýnt okkur á þessum erfiði tímum, þegar þeir ákváðu af rausnarskap sínum að gauka að okkur gjaldeyri. Vel var tekið í að bauna á Tjallan en nú  skal þakka fyrir það sem vel er gjört.

Undirskriftasíða, þar sem Íslendingar geta sýnt þakklæti sitt er HÉR


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband