Færsluflokkur: Bloggar
Það sem Reynir Traustason segir í símtalinu er ekki aðal atriðið í málinu, heldur staðfestir bara grun margra á fjölmiðlaumhverfinu til margra ára. Innihald þess sem Reynir segir í símtalinu, mun þó að öllum líkindum verða langlífara og frægara en Jón Bjarki verður nokkurn tíma. En það sem er hið alvarlega að mínu mati er það, að Reynir reyndi að eyðileggja mannorð blaðamannsins unga með afar rætnum og ósmekklegum hætti. Reynir lýgur óhikað upp á hann og svo talar hann um "einhvern strákpjakk", þegar hann vísar í hann. Persónu Jóns Bjarka kýs Reynir enn og aftur að sverta á opinberum vettvangi sem segir mér, í ljósi þess að Reynir er með allt niðrum sig í málinu, að hann kann ekki að skammast sín. Hann virðist haldin einhverskonar "Árna Johnsen-syndrómi".
Látið er að því liggja að Jón Bjarki hafi ekki hagað sér með sæmilegum hætti, við mótmælin við ráðherrabústaðinn um daginn. Ég fæ ómögulega séð að það komi þessu máli nokkurn skapaðan hlut við. Blaðamaðurinn ungi mætti vera þjófóttur lygari mín vegna, það gerir ekki ásjónu Reynis fegurri í þessu máli. Fólk á algjörlega að ignora allt tal um persónu Jóns Bjarka, það er einungis til þess að leiða athyglina frá soraritstjóranum sjálfum.
P.s. Hér má lesa yfirlýsingu Reynis Traustasonar vegna málsins frá því í dag, fyrir Kastljósþáttinn. Ég eins og fleiri, hef átt erfitt með að komast inn á dv.is , en þegar ég komst loks inn eftir langa mæðu, þá sá ég hvergi yfirlýsingu Reynis, aðeins blaðamannanna.
![]() |
Íhugar málsókn gegn Kastljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.12.2008 (breytt kl. 00:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef alltaf haft illan bifur á Reyni Traustasyni og hreinlega haft það á tilfinningunni að hann sé rotin manneskja. Þarna opinberaði hann sig loks fyrir alþjóð. Hann hikaði ekki við að reyna að rústa mannorði blaðamannsins unga og það hefði honum tekist auðveldlega, ef drengurinn hefði ekki vitað hvaða mann ritstjórinn hafði að geyma.
Nú er það spurningin: Eru mótmælendur tilbúnir að kasta eggjum í ritstjórnarskrifstofu DV?
![]() |
Upptaka af útskýringum ritstjóra DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Starfsmaður Eimskips á Austurlandi sagði mér á dögunum frá því að allir starfsmenn fyrirtækisins sem hefðu 300 þús. í laun og þar yfir, þyrftu að sætta sig við 10% lækkun á launum sínum. Honum fannst þetta afar óréttlátt í ljósi þess að mikil aukning hefði orðið á umsvifum Eimskips á Austurlandi undanfarna mánuði í tengslum við álverið á Reyðarfirði og fyrirséð er enn meiri aukning á næstu mánuðum.
Eimskip á Austurlandi er því greinilega ekki rekin sem sjálfstæð eining, heldur eru starfsmennirnir þar, látnir taka á sig launalækkun til þess að standa straum af afleitum rekstri annarsstaðar. Ég skl það vel að manninum skuli finnast þetta grautfúlt.
![]() |
Afkomuviðvörun frá Eimskip |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

![]() |
Blaðamenn DV búa ekki við ritskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reynir Traustason... úff. Það hlýtur að vera leitun að öðrum eins hræsnara. Jón Bjarki Magnússon, sá er skrifaði þessa grein fyrir DV, titlar sig nú fyrrverandi blaðamann á DV. Í athugasemdarkerfinu á síðunni sem Mbl. greinin krækir í; http://this.is/nei/?p=1416&cpage=1#comment-434 keppist fólk við að hrósa blaðamanninum fyrir meinta hetjudáð sína. Ég setti inn athugasemd og sagði eftirfarandi:
"Jón Bjarki, þú titlar þig fyrrverandi blaðamann á DV. Hver er skýringin á því? Var þér sagt upp? Ég er ekki tilbúinn að kvitta fyrir það, að þessi birting núna sé einhver sérstök hetjudáð. Það er allt eins hægt að túlka þetta sem gunguskap, að birta þetta ekki fyrr en þú ert hættur á blaðinu. Er þetta kannski hefnd fyrir uppsögnina? Sá spyr sem ekki veit".
Klárlega hefði þetta verið flott hjá blaðamanninum ef hann hefði verið enn starfandi á blaðinu, en heldur finnst mér hetjudáðin rýrna við það að hann bíði með að birta þetta þar til hann er hættur hjá blaðinu. En gott framtak engu að síður.
Hr. Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímson, passaði upp á vald auðmannanna eins og sannur varðhundur, með því að neita að skrifa upp á fjölmiðlalögin. Fyrir það munu fjárglæframennirnir vera honum ævinlega þakklátir. En þeir áttu auðvitað hönk í baki hans. Eftir forsetaframboðið 1996, dró Hr. Ólafur digran skuldahala á eftir sér. Baugsveldið mun hafa létt þann drátt fyrir hann. Þessir aðilar passa upp á hvern annan.
![]() |
Frétt DV stöðvuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.12.2008 (breytt kl. 16:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jennifer Aniston kæmist sennilega aldrei í úrslit í fegurðarsamkeppni, en það er eitthvað voðalega mikið við stelpuskjátuna. Og svo hefur hún einn flottasta rassinn í Hollywood.
Ok.... ég viðurkenni það, ég er rass-maður. Skoðanakönnunin er hér til hliðar.
![]() |
Aniston á Evuklæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.12.2008 (breytt kl. 23:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggar | 10.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ætlun mín er hvorki að móðga Seyðfirðinga, né hönnuð merkis skíðafélags þeirra, en félagið fékk nýtt lógó nýlega. Hugmyndin með snjókornið er góð en umgjörðin er subbuleg og liturinn á stöfunum er afleitur. Að hrúga utanum þetta ágæta snjókorn þessari stafasubbu eru sorgleg mistök að mínu mati. SKÍS er alveg nóg, eins og KR í merki knattspyrnufélagsins. Hér að neðan, vinstramegin er nýja merkið og mín tillaga hægramegin.
Bloggar | 8.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Og svo trana þau sér fram í nafni almennings og ætlast sjálfsagt til að múgurinn fylgi þeim í blindni. Ég er að tala um Saving Iceland - samtökin. Almenningur er reiður og ráðvilltur í dag, en það er skelfilegt til þess að vita að á meðal almennings finnist ekki aðilar sem vilja ljá nafn sitt og atorku til mótmæla, nema einhverjir öfgasinnaðir og út úr kú einstaklingar á vegum Saving Iceland.
![]() |
Vargastefna við Stjórnarráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Sumir hafa persónulegar skoðanir á ýmsum málum, án þess að finna sig knúna til þess að fara í krossferð til þess að koma öðrum á sömu skoðun. Ef einhver vill ekki nota feldi af dýrum fyrir klæðnað, þá notar hann ekki feldi af dýrum fyrir klæðnað. Sumar grænmetisætur eru einnig í krossferðum fyrir skoðunum sínum. Þá er ástæðan gjarnan sú, að fólkið finnst það grimmúðlegt og jafnvel villimannslegt að leggja sér dýr til munns.
PETA eru sýrð samtök sem eru fjárhagslega studd af veruleikafirrtu Hollywoodliði og fáfróðum almenningi. Samtökin mega þó eiga það að þau hafa komið upp um hroðalega illa meðferð á dýrum sem alin eru til slátrunar og það er vel.
![]() |
Ætla að mótmæla á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Enn um kærleika, frið og sameiningu Viðreisnar
- ÞESSI UMMÆLI UTANRÍKISRÁÐHERRA SEGJA MEIRA UM HANA EN HJÖRT.........
- Bóluefni og parasetamól valda einhverfu
- Haustmánuður
- Geimverur
- Stjarnfræðilegar upphæðir
- Þegar ASÍ smækkaði sig
- Er hægt að vera lögblindur á lög?
- Duolingo
- Austurland þrælanýlenda Íslands