Þrír birnir voru skotnir í haust

Flestir muna eftir hvítabjörnunum tveimur sem skotnir voru fyrir norðan í haust og þau mósursýkislegu viðbrögð sem það olli hjá sumum, m.a. hjá ákveðnum þingmönnum V-grænna. Á þessum tíma bloggaði ég um að hvítabirnir væru langt í frá í útrýmingarhættu og í raun hafði þeim fjölgað hratt úr um 5.000 björnum frá því semma á sjöunda áratugnum og í um 25.000 til dagsins í dag og hefur sú tala verið stöðug nú í nokkur ár.

Kostnaðurinn við þann björgunarsirkus sem settur var í gang í haust var heilmikill og til einskis þegar upp var staðið. Þegar fréttist af þriðja birninum fyrir Vestan að mig minnir, þá var það afgreitt í fjölmiðlum stuttu síðar að líklega hefði konan sem sá björninn, einungis séð stóran og stæðilegan hrút. Annað heyrði ég um daginn, nefnilega að um hvítabjörn var að ræða og hann var skotinn í kyrrþey skömmu síðar. Yfirvöld vildu ekki ganga í gegnum sama sirkusinn á ný og því var sú ákvörðun tekin. Lái þeim hver sem vill. 

Eins og fram kemur í fréttinni, þá eru tæplega þúsund dýr veidd árlega í heimskynnum sínum og þar af nokkrir tugir af sportveiðimönnum. Umræðan um hvítabirni var tóm vitleysa sem V-grænir jörmuðu undir í sínum fræga vandlætingartóni. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart.

playful-polar-bear-001

Þessa mynd tók ég af vef náttúruverndarsamtaka sem kalla sig "treehuggers". þarna sýna þeir grænlenska sleðahunda í vinalegum leik við viltan ísbjörn. Mjög sérstök og skemmtileg mynd en raunveruleikinn er allt annar. Þó þessi mynd sé ekki fölsuð,þá er þarna um að ræða eitthvað sem aldrei sést. Hundarnir eru grimmir við birnina og ráðast óhikað á þá þegar þeir eru með húsbændum sínum á veiðum. Margir hundar láta lífið í slíkum átökum.

skrif_82_clubbing

Grin

mbl.is Óhætt að skjóta hvítabirni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég tek undir með þér að það væri með ólíkindum að þetta læki ekki út með afgerandi hætti en þetta sagði mér maður sem sagðist hafa þokkalega öruggar heimildir fyrir þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála.... nema þetta með almannaróminn. Hann hefur oft verið staðinn að lygi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband