Færsluflokkur: Bloggar
Fékk þetta í tölvupósti í dag:
Smá dæmisaga vegna hinnar svokölluðu "kreppu"
Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem "óvænt varð á
vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni
einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að
hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var
nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn að því
að hann fengi áframhaldandi styrk.
En allt er breytingum undirorpið í henni veröld og ýmislegt getur
vissulega haft áhrif á afkomu Frónbúans og getu hans til að láta gott af
sér leiða. Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að
segja honum frá gangi mála hér á landi, þ.e. kreppunni og öllu því. Og það
gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna
hins breytta ástands hérna megin. Það eru nefnilega tiltölulega litlar
líkur á því að fréttir af Íslenska skipbrotinu hafi borist alla leið til
hans þarna í Entebbe. Og svo er alls ekki víst að hann skilji alvöru
málsins á sama hátt og við hér heima. En ef reynt væri að útskýra hið
Íslenska kreppuástand fyrir honum sem virðist ætla að fara langt með að
sliga þjóðina einhver þó nokkur ár inn í framtíðina, gæti það samtal orðið
á eftirfarandi nótum.
*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er gjaldþrota!
Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og
maís?
*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.
Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þiðþá ekki þak yfir
höfuðið lengur!
*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir heimilislausir
á Íslandi.
En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og
heilbrigðiskerfið lamað?
*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með
ágætt heilbrigðiskerfi.
Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá kannski
ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá ekki
konur.
*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með
háskólagráður og konur ekki síður en karlar.
Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við
nágrannaþjóðir ykkar.
*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð. En
við þurfum bara að hlusta á bullið og stríðsyfirlýsingarnar í fíflinu
honum Gordon Brown. Það er það sem við munum líklega komst næst því að
fara í stríð.
Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.
*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.
Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og
stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru alltaf
yfirfullir.
Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?
*Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að
vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru á
nýlegum bílum.
Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú
sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.
*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum
eða hluta hans síðustu daga. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri
flatskjái og utanlandsferðunum verður að fækka.
Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú líka
frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að betla?
*Neiiij...! Atvinnuleysið er um 2% en við verðum að flytja Pólverjana
aftur heim og fara sjálf að vinna vinnuna sem þeir unnu.
Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi,
menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru góðar.
Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?
Eftir þessar vangaveltur um aðstæður okkar hérna uppi á skerinu og þetta
ímyndaða samtal, ákvað hún að vera ekki að íþyngja honum með ræfilslegum
áhyggjum sínum af "gjaldþrota" eyríki norður í ballarhafi. Námsgjöld hans
skulu greidd hér eftir sem hingað til og kannski fær hann líka smá
vasapening með. Hann getur þá kannski tekið strætó í skólann endrum og
sinnum í stað þess að þurfa ganga í marga klukkutíma eins og venjulega. Fé
hins meinta íslenska terrorista yrði þá líklega bara vel varið.
![]() |
Hjálp, ég er Íslendingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.11.2008 (breytt kl. 21:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðmenn ríða á vaðið með því að lána okkur sem svarar 1/3 af þeirri upphæð sem IMF lánar okkur. Þeir ganga fram með góðu fordæmi og þeim ber að þakka fyrir það.
Heija Norge!
![]() |
Norðmenn lána Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Björgunarsveitirnar og SÁÁ er eitt af því sem ég styrki á hverju ári og yfirleitt oftar en einu sinni á hverju ári. Ég tók ákvörðun um þetta fyrir nokkrum árum og hef haldið mig við það, burt séð frá eigin fjárhag hverju sinni. Stundum er bankað upp á heima hjá mér og ég beðinn um að styrkja hitt og þetta og yfirleitt leggst það frekar illa í mig að fá svoleiðis heimsóknir, nema eitthvað sérstakt sé í gangi. Einhversstaðar verður maður að draga mörkin og það er ekkert sérlega skemmtilegt að segja nei við bón um fjárframlag til góðra málefna.
Í þessari Mbl. frétt sem þessi færsla er við, er sagt frá tveimur slysum. Fyrri og aðal-fréttin er um fullorðinn einstakling sem fótbrotnar og seinni um 10 ára gamlann dreng sem varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum eftir 8-10 m. fall niður í grjóturð. Slys drengsins átti sér stað í Svínadal. Veit einhver hvar Svínadalur er? Ég held að þeir séu ekki margir lesendurnir á Mbl. sem vita það, en hann er beint upp af og norðan við kauptúnið Reyðarfjörð og Björgunarsveitin Ársól er frá Reyðarfirði.
Ég sendi fjölskyldu drengsins sem slasaðist alvarlega, innilegar óskir um bata.
![]() |
Þyrla sótti rjúpnaskyttuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég sá þessa mynd á blogg-síðu JensGuð , gervigrasalækni. Merkilegt að maður skuli ekki hafa séð svona áður. Snilldar nýting á dauðu plássi. Ég er að hugsa um að kaupa mér svona stiga þó ég hafi ekkert við hann að gera og búi bara á einni hæð
Bloggar | 27.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðjón Þórðarson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari, hefur stundum slegið um sig með orðatiltækjum og málsháttum. Einhverntíma átti hann að hafa sagt, þegar hann var þjálfari hjá Stoke; "They fish who row", og leikmennirnir urðu stóreygir og skilningsvana greyin
Ég var sjómaður á frystitogara í 9 ár, frá 1989-1998 og er búinn að skila mínu í þeim geiranum. Þegar ég byrjaði, hafði ég lítið verið til sjós, en hafði þó farið tvær vertíðar á síldveiðar þegar ég var 17 og 18 ára og svo í fraktsiglingar í 3 mánuði þegar ég var 21 árs. Þetta var auðvitað lærdómsríkur tími, eins og öll lífsreynsla, en ég óska samt engum svona frystitogaralíf. Fjarverurnar frá konu og börnum alveg skelfilega langar og börnin voru feimin við mig þegar ég kom í land eins og ég væri gestur á heimilinu. Fyrst þegar ég byrjaði voru túrarnir 17-21 dagur, en svo fóru túrarnir að lengjast smátt og smátt og um það leiti sem ég hætti voru þeir aldrei færri en 30 dagar. Lengstu túrarnir urðu um 60 dagar þegar við vorum í "Smugunni" í Barensthafi. Þá fengum við olíu og matarkost frá norskum skipum sem komu gagngert þarna út í ballarhaf til að þjónusta okkur.
Þarna norðurfrá eru gjarnan háþrýstisvæði viðvarandi og oft stafalogn og spegilsléttur sjór og þá var gaman að sjá hvali, stóra og smáa leika sér í kringum skipið. En svo komu auðvitað líka óveður og þá var siglt aðeins í norður til þess að komast í norðurpólsísinn. Þar var hægt að bíða af sér óveðrið í kyrrum sjó vegna íssins. Eitt sinn kom ísbjörn að skipinu þegar við vorum í ísnum og það náðist á videoupptöku. Það hefði ekki verið skemmtilegt ef hann hefði labbað upp skutrennuna til okkar Á videóinu mátti sjá greinilega hvernig hann rak trýnið í átt til skipsins og sennilega hefur hann fundið matrlyktina úr eldhúsinu hjá Svenna kokki.
Það er talað um sjóveiki í Mbl. fréttinni. Þegar nýliðar slæddust um borð, var þeim lítil miskun sýnd ef þeir voru sjóveikir. Ég man eftir einum sem var búinn að vera grænn í framan í einhvern tíma og af kvikindisskap sínum gekk einn af gömlu sjóhundunum reglulega til hans, horfði á hann rannsakandi augum og kúgaðist svo fyrir framan hann. Okkur fannst þetta drepfyndið.
![]() |
Þeir fiska sem róa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.10.2008 (breytt kl. 21:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Reglulega heyrast fréttir af því að rauðvín sé gott fyrir hjartað. Sumir segja að niðurstöður rannsóknanna sem sýni það, séu keyptar af hagsmunaaðilum. Tóbaksiðnaðurinn er nokkuð öflugur líka.
![]() |
Ýtir andróðurinn undir tóbaksfíkn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.10.2008 (breytt kl. 21:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Engin þarf að velkjast í vafa um að OPEC ríkjunum muni takast að hækka olíuverðið aftur, þeir hafa tæki til þess, nefnilega olíuna. Þeir draga úr framleiðslunni til að mæta minnkandi eftirspurn.
Mats Wibe Lund sendi mér þessa mynd sem tekin er í Noregi árið 1974. Þarna er eldsneytið; brennt "kno", sem er fínhogginn viður, helst birki og gasið frá viðnum er leitt í vél bílsins. Slíkur útbúnaður er nefndur "generator" í Noregi. Þessi tækni var fyrst notuð á stríðsárunum en var svo tekin í gagnið aftur í kreppunni 1974 - af sumum
![]() |
Olíuverð lækkar og lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.10.2008 (breytt kl. 16:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10 menn fóru á bar og fengu sér bjór og reikningurinn hljóðaði samtals upp á 10.000 kr. Þeir ákváðu að skipta reikningnum á milli sín í samræmi við tekjur þeirra. Útkoman varð svona:
- Fjórir fyrstu (þeir tekjuminnstu) borguðu ekkert.
- Sá 5. borgaði 100 kr.
- Sá 6. borgaði 300 kr.
- 7. borgaði 700 kr.
- 8. borgaði 1.200 kr.
- 9. borgaði 1.800 kr.
- Og 10. (sá tekjuhæsti) borgaði 5.900 kr
Allir voru sáttir við þetta fyrirkomulag og þeir hittust á barnum á hverju kvöldi alla vikuna. Barþjónninn var ánægður með viðskiptin og ákvað að gefa þeim 2.000 kr. afslátt, þannig að heildar reikningurinn hljóðaði upp á 8.000 kr. Hópurinn vildi halda borgunarsysteminu áfram, þannig að afslátturinn hafði engin áhrif á fyrstu fjóra. Þeir drukku áfram frítt. En hvað með hina sex - þá sem borguðu? Hvernig áttu þeir að skipta á milli sín 2.000 kr. afslætti, þannig að allir fengju réttlátan hlut?
Þeir áttuðu sig á því að 2.000 deilt með 6 var 333 kr. á mann, en ef þeir drægju þá upphæð frá, þá myndu fimmti og sjötti maðurinn fá borgað fyrir að drekka bjór!
Barþjónninn hlustaði á mennina rökræða þetta og kom þá með hugmynd, að réttlátast væri að draga frá reikningi hvers og eins sem borgaði, í svipuðu hlutfalli og í upphaflega samkomulaginu.
Þannig að:
- 5. maðurinn, eins og fyrstu fjórir, borgaði ekkert (100% sparnaður)
- 6. maðurinn borgar 200 kr.í stað 300 (33% sparnaður)
- 7. maðurinn 500 í stað 700 (28% sparnaður)
- 8. maðurinn 900 í stað 1.200 (25% sparnaður)
- 9. maðurinn 1.400 í stað 1.800 (22% sparnaður)
- 10. maðurinn 4.900 í stað 5.900 (16% sparnaður)
Allir sex græddu á þessari tilhögun og fyrstu fjórir héldu áfram að drekka frítt. En þegar þeir komu út af barnum eftir bjórinn, fóru mennirnir að bera saman sparnað sinn.
"Ég fékk bara 100 kr. af þessum 2.000 kr.", sagði 6. maðurinn. Hann benti á 10. manninn og sagði "En hann fékk 1000 kr.!"
"Já, það er rétt!", sagði 5. maðurinn, "Ég fékk líka bara 100 kall! Það er ósanngjarnt að hann fái 10 sinnum meira en ég.
"Þetta er rétt!", segir þá 7. maðurinn, "Hví ætti hann að fá 1.000 kr. til baka þegar ég fæ bara 200 kall!? Þessir ríku hirða alltaf gróðan!".
"Hei, bíðið nú rólegir", sögðu þá fyrstu fjórir. "Við fengum ekki krónu. Þetta kerfi er að sniðganga þá fátæku!".
Níu menn umkringdu nú þann tíunda og börðu hann til óbóta.
Kvöldið eftir mættu allir á barinn, nema sá tíundi, hann sást hvergi svo hinir níu settust niður og fengu sér bjór. En þegar borga átti reikninginn, uppgötvuðu þeir mikilvægt atriði. Þeir áttu ekki fyrir reikningnum.
Og þessi dæmisaga, herrar mínir og frúr, er nákvæmlega eins og skattkerfið okkar virkar. Þeir sem borga hæstu skattana, fá mest út úr skattalækkunum. Ef við skattleggjum hina tekjuháu of mikið, er hættan sú að þeir drekki bara erlendis, þar sem andrúmsloftið er vinalegra í þeirra garð.
Þeir sem skilja þessa dæmisögu, þurfa ekki frekari útskýringar.
Þeir sem ekki skilja hana, fá ekki frekari útskýringar.
![]() |
Jói pípari heitir Samuel og skuldar skattinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.10.2008 (breytt kl. 22:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)


![]() |
Geir eða Ólafur Ragnar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.10.2008 (breytt kl. 17:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 10.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 947661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisn, byltingin í Kiev og ófriður á Íslandi
- Samfylkingn er bara sósíalstaflokkur fyrir aðra.
- Öldruðum í bið eftir hjúkrunarrými fjölgar um 63%
- Viðreisn á fullu inn í sambandsríkið
- Misráðin viðurkenning
- Þrengt að almenningi
- Bæn dagsins...
- Enn um kærleika, frið og sameiningu Viðreisnar
- ÞESSI UMMÆLI UTANRÍKISRÁÐHERRA SEGJA MEIRA UM HANA EN HJÖRT.........
- Bóluefni og parasetamól valda einhverfu