Færsluflokkur: Bloggar

Faxmikil hryssa - mynd

Þessa hryssu sá ég úti í haga nýlega við bæinn Sléttu í Reyðarfirði. Ansi "hárprúð" Happy

hippi


Óþægilegum spurningum ekki svarað

Ég mæli eindregið með að fólk lesi þennan pistil Hannesar Hólmsteins um greinaskrif tvíeykisins Dr. Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur og Roberts Wades.

Í skrifum þeirra eru ekki einungis rangfærslur um Hannes, heldur um ótal margt fleira sem Hannes tíundar í pistlinum og leggur fram í spurningum til þeirra. Spurningarnar lagði Hannes fram fyrir tæpum mánuði síðan og svar þeirra er vandræðaleg þögn.

Þetta þokkapar hefur haft undarlega greiðan aðgang að ýmsum fjölmiðlum með skoðanir sínar en sömu fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á að ganga á eftir þeim skötuhjúum með svör við þessum spurningum


mbl.is Sigurbjörg ósátt við Hannes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STOP

stop

"Íslensk málnefnd gerir alvarlegar athugasemdir...."

Þeim þykir væntanlega að "CLOSED" sé stórhættulegt íslenskri tungu en þeim hefur þá alveg yfirsést alþjóðlega umferðarmerkið "STOP"

Þeir hljóta að vilja banna það FootinMouth


mbl.is Bannað að birta „CLOSED“ á ljósaskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíku saman að jafna, eystra og vestra

Austfirðir og Vestfirðir áttu við nákvæmlega sama byggðavanda að etja fyrir um áratug síðan. Stöðug fólksfækkun með tilheyrandi keðjuverkun, þ.e. minnkandi þjónustu á flestum sviðum.

Þeir sem gagnrýnt hafa mest virkjun og álver á Austurlandi, hafa sagt að stórar "patentlausnir" virki ekki. Það er dálítið skrítið því patentlausn þýðir einmitt að málið sé leyst. Engin hefur samt sagt að framkvæmdirnar eystra hafi átt að vera patentlausn, nema andstæðingar framkvæmdanna. FootinMouth

Virkjun og álver á Austurlandi virkuðu nákvæmlega eins og til var ætlast. Örugg heils árs atvinna fyrir um 1000 manns á áhrifasvæði álversins, sem er fyrst og fremst í Fjarðabyggð en teygir sig einnig í nágrannasveitarfélögin. Á Reyðarfirði fjölgaði íbúum um nær helming, úr rúmlega 600 í  tæplega 1200.

Þegar Náttúruverndarsamtök Íslands, í samvinnu við NAUST (Náttúruverndarsamtök Austurlands) létu gera skýrslu árið 2001 um fyrirhugaðar framkvæmdir eystra, var það niðurstaða "sérfræðinga" sem samtökin fengu til liðs við sig, að ferðamönnum myndi fækka á Austurlandi um 50% og um 20% á landinu öllu, vegna skaðaðrar ímyndar landsins. Allir vita hvernig sú spá gekk eftir.

Álverið í Reyðarfirði hefur rennt styrkum stoðum undir ferðamannaþjónustu, eins og lesa má um í bloggfærslunni hér á undan.


mbl.is Nýr tónn hjá Vestfirðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð hliðaráhrif stóriðju á Austurlandi

Um miðjan ágúst kom fyrsta "alvöru" skemmtiferðaskipið í Fjarðabyggð. Þetta er bara byrjunin því skipulagðar hafa verið komur fleiri skipa á næstu sumrum. Skipakomurnar er liður í að auka enn frekar fjölbreytni í atvinnusköpun á svæðinu, en eins og flestir vita hefur álver Alcoa í Reyðarfirði verið gríðarleg lyftistöng fyrir sveitarfélagið.

Sú uppbygging sem fylgt hefur starfsemi álversins teygir sig í flestar greinar atvinnulífsins, m.a.s. í ferðaþjónustuna. Tvö öflug rútufyrirtæki starfa í fjarðabyggð og þjónusta álverið en allir starfsmenn þess fá fríar ferðir til og frá vinnu. Auk þess hefur orðið umtalsverð uppbygging í hótelgistirými fyrir ferðamenn en álverið hefur lagt góðan grundvöll undir það og nota þá þjónustu töluvert, bæði fyrir heimsóknir erlendra starfsmanna Alcoa og/eða verktaka sem koma reglulega til Reyðarfjarðar í allskyns verkefni. Auk þess eru hótel og gistiheimili vel nýtt þegar ófærð hamlar för starfsfólks á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu.

 025

Bretar voru uppistaðan í farþegum þessa skips sem kom í ágúst. Tveir leigubílar, einn á Eskifirði og annar á Reyðarfirði halda uppi þjónustu í sveitarfélaginu alla daga, en slík þjónusta væri örugglega ekki fyrir hendi ef ekki væri fyrir álverið. Alcoa notar leigubíla reglulega til að keyra starfsmenn sem einhverra hluta vegna eru á ferðinni utan áætlana rútubílanna, t.d. vegna veikinda eða óvæntra útkalla.

Rúturnar og leigubílarnir fengu ágæt viðskipti við farþega skipsins þegar það hafði viðdvöl á Eskifirði.

027

Farþegarnir voru himinlifandi með heimsóknina á Eskifjörð, þrátt fyrir votviðrið. Náttúrusafnið á Norðfirði og Stríðsárasafnið á Reyðarfirði voru m.a. viðkomustaðir ferðamannanna. Auk þess keyptu þeir minjagripi og ullarvörur í verslunum. Á myndinni sjáum við nokkra ferðamenn á gangi á aðalgötu Eskifjarðar í rigningunni.


Austfjarðaþokan - myndir

Júlí hefur verið ljómandi góður á austurlandi. Síðustu daga hefur þó þokan læðst inn firðina og jafnvel upp á Hérað, á kvöldin og nóttunni. Yfirleitt hverfur hún þó um hádegisbilið.

002

Reyðarfjörður, Eskifjörður hægra megin.

003

006

Norðfjörður

016

Séð niður að Reyðarfirði frá Fagradal

007

Séð frá Fagradal niður að Eyvindarárdal í átt að Egilsstöðum. 

 024

Seyðisfjörður, þokan veður inn fjörðinn

032

Á Fjarðarheiðinni er Heiðarvatnið enn ísilagt að hluta, þrátt fyrir óvenjuleg hlýindi að undanförnu. Myndina tók ég í gær í 18 stiga hita um kvöldmatarleytið. Vatnið er í um 600 m. hæð.

 035

Þokan á hraðferð frá Héraðsflóa til Egilsstaða. Myndin tekin af Fjarðarheiði.


mbl.is Sólarflug á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskir dagar

Margar skemmtilegar sjóbleikjuár eru á austfjörðum, t.d. Sléttuá í botni Reyðarfjarðar. Þar hef ég stundum fengið afar góðan afla. Svo virðist sem fiskgengdin komi í sveiflum á nokkurra ára fresti, ýmist mokveiði, eða lítið sem ekkert.

Hátíðin FRANSKIR DAGAR  verður haldin um næstu helgi. Mikið af ferðamönnum er nú á Austurlandi og því tilvalið fyrir þá að upplifa skemmtilega stemningu á Fáskrúðsfirði. Áhugavert safn er í bænum um veru franskra sjómanna í bænum og vinabæjarsamband er milli Fáskrúðsfjarðar og franska hafnarbæjarins Graveline.

003

Bóndinn á innsta bænum í Fáskrúðsfirði, rétt við Fáskrúðsfjarðargöngin, hefur áletrað heyrúllurnar á túninu við þjóðveginn, til að vekja athygli á væntanlegri hátíð.


mbl.is Dalsá í Fáskrúðsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næturljómi

Í vor keyptum við skemmtilegt sumarblóm í Blómahorninu, lítilli garðyrkjustöð hér á Reyðarfirði í eigu Önnu Heiðu Gunnarsdóttur, garðyrkjufræðings. Mig minnir að Anna Heiða hafi kallað blómið Næturljóma (eða kvöldljóma).

Það blómstrar á kvöldin og nóttunni en lokast og "sefur" á daginn.

012

 Hvít blómin eru lítil, fingerð og falleg. Blá lóbelia í baksýn.

014

Á morgnanna hverfa blómin í ofurlitla knúbba.


Af hverju ekki "fjallkall"

Hvar er jafnréttið?

Sigurður Þór Guðjónsson, bloggari og fésbókarvinur benti á þetta í dag.

Feministum er eitthvað illa við fjallkonuna og segja hana "staðlaða ofurþjóðlega ímynd" og spyrja; "Er þetta eitthvað sem við eigum að viðhalda, er þörf á þessum fígúrum í upplýstu 21. aldar samhengi?" Sjá HÉR 

Ég held að það sé leiðinlegt að vera feministi Woundering


mbl.is Selma Björnsdóttir fjallkonan í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augljós skýring á þessu

Jæja... nú hef ég ekkert bloggað í um 10 vikur. Ágætt að hvíla sig á þessu öðru hvoru, en ég hef nú bloggað reglulega í rúm 6 ár. Ég fékk eiginlega samviskubit þegar ég sá að 20-30 manns kíkja daglega að jafnaði á síðuna mina.... og ekkert nýtt blogg!

Feisbúkkið hefur komið dálítið í staðinn þessar vikurnar og reyndar nota ég það að hluta til í samskiptum við ökunema mína. Brandarann hér að neðan sá ég einmitt á facebook í gær og fannst tilvalið að hnýta hann við þessa frétt um að konum sé að fjölga í áfengismeðferð.

Ástæðan er auðvitað sú að í seinni tíð hefur framleiðendum dömubinda tekist að gera þau svo rakadræg, að konurnar þorna í kverkunum.


mbl.is Konum fjölgar í áfengismeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband