Færsluflokkur: Bloggar

Freddie Ljungberg

Því var lengi haldið fram að hinn sænski Freddie Ljungberg, miðvallarleikmaður Arsenal, væri samkynhneigður. Svo mun ekki vera. Hann hefur þó verið einskonar "Gay-Icon", sennilega vegna áhuga hans á fötum, e.t.v. svipað og David Beckham, en hommar lyfta víst brúnum þegar þeir bera hann augum.

Samkynhneigð er víst nokkuð algeng meðal knattspyrnukvenna. Vinkona mín hér að austan æfði fótbolta á árum áður þegar hún var við nám í höfuðborginni. Eftir nokkrar æfingar komst hún að því að næstum allar stelpurnar í liðinu voru samkynhneigðar. Hún skipti um lið. Ekki vegna þess að hún hafði fordóma gagnvart samkynhneigðum, heldur einfaldlega vegna þess að henni fannst hún ekki passa inn í hópinn.


mbl.is Ekki hægt að vera hommi í fótbolta í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifleg ökulpróf varla bara á ensku

Á Íslandi getur fólk tekið skriflegt ökupróf á öllum helstu tungumálunum, meira að segja á tælensku. Mér finnst afar ólíklegt að málum sé ekki eins háttað í Bretlandi.
mbl.is Tévez í akstursbann - Skildi ekki bréf lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með sameiginlega ábyrgð, lánveitenda og skuldara?

Um leið og nýju bankarnir risu upp af rústum þeirra gömlu, snerust gróðahjól þeirra á fullu að nýju. Lánveitendur úr einkageiranum eru ekki í neinni kreppu, aðeins skuldarar.

Í "gróðærinu" gátu allir fengið lán, nánast engum var neitað. Jafnvel þeir sem stóðust ekki greiðslumat, stóðust það samt, ef bankastarfsmaðurinn sleppti bara nógu mörgum útgjaldaliðum. 90-100% lán fyrir íbúðakaupum var ekkert mál fyrir bankana.

Frelsi lánveitenda fylgir ábyrgð.... eða á það bara við um skuldarana?

"Gjör rétt, þol ei órétt"


mbl.is Jón Steinar: Lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vottorð

demotivational-votingÉg hefði vel trúað þessari forræðishyggju upp á vinstri menn Errm

Eftirlit og innheimta yrði kostnaðarsöm og svo eiga ekki allir heimangengt.... veikir o.s.f.v. Þá þarf væntanlega að skila inn vottorði og fara yfir þau. Ég held að hægrimenn í Frakklandi hafi ekki hugsað málið alveg til enda.

 

Munið að "kjósa" í skoðanakönnuninni hér til hliðar Happy


mbl.is Vill knýja Frakka til að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfði dáleiddur á snjókornin falla - Ný skoðanakönnun

Í gær ók ég manni frá Filippseyjum. Stór snjókorn féllu, svokölluð "hundslappadrífa", þegar hann settist inn í bílinn hjá mér. Ég tók eftir að hann horfði á þetta í forundran og svo sagði hann að hann væri að sjá snjó í fyrsta sinn á ævinni. Ekki einu sinni í hæstu fjöllum á Filippseyjum er snjór, sagði hann mér.

Hér til hægri hef ég sett inn nýja skoðanakönnun. Endilega takið þátt til gamans.


Það gerist ekkert fyrr en eftir kosningar

Bæði innlendir og erlendir greiningaraðilar og sérfræðingar segja ítrekað að hér sé allt í frosti. Hin hreina og tæra vinstri stjórn hefur búið svo um hnútana að fjárfestar og frumkvöðlar halda að sér höndum. Engin þorir að hætta fé sínu í umhverfi óvissu, hafta og skattpíningar.

Þetta breytist vonandi strax eftir kosningar í vor.


mbl.is Svartsýn spá Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðra leiðina?

"The eagle... eh "Evel"  has landed!

Mahmoud

Shit... nú er ég á einhverjum dauðalista Crying


mbl.is Forsetinn vill fyrstur út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að þakka "forsetabjánanum"?

isaveÉg man eins og gerst hafi í gær... hvernig Jóhanna og hennar lið fordæmdi synjun forsetans á síðasta Icesave-samningnum. Þá voru nöturleg orð látinn falla í garð Ólafs.

En nú eigum við bara öll að vera vinir og gleyma þessu... og fagna Woundering


mbl.is Eigum ekki að leita sökudólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugeldasýning - myndband

Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði sér um áramótabrennu Reyðfirðinga og er jafnframt með flugeldasýningu. Brennan er fyrir sunnan fjörð og sést vel frá þorpinu. Í ár var ég í fyrsta skipti ekki við brennuna sjálfa, heldur fór niður á bryggju og fylgdist með yfir fjörðinn fagra og tók myndband af atburðinum.


Gleðileg hvít jól frá Reyðarfirði

Eftir miklar rigningar og hlýindi undanfarna daga, byrjaði að snjóa í nótt og í dag hefur gengið á með töluverðri snjókomu í logni og vægu frosti. Það er því virkilega jólalegt um að litast hér á Reyðarfirði.

Jólaskreytingin hjá Halla Jónasar á Reyðarfirði er fyrir löngu orðin ómissandi hefð hér í þorpinu og öllum yndisauki. Ég tók þetta myndband af húsinu hans í rigningunni á föstudagskvöldið. "I´m Dreaming of A White Christmas" hljómar undir og óhætt er að segja að draumurinn hafi ræst. Happy

Gleðileg jól kæru bloggvinir Wizard


mbl.is Jólasnjór á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband