Franskir dagar

Margar skemmtilegar sjóbleikjuár eru á austfjörðum, t.d. Sléttuá í botni Reyðarfjarðar. Þar hef ég stundum fengið afar góðan afla. Svo virðist sem fiskgengdin komi í sveiflum á nokkurra ára fresti, ýmist mokveiði, eða lítið sem ekkert.

Hátíðin FRANSKIR DAGAR  verður haldin um næstu helgi. Mikið af ferðamönnum er nú á Austurlandi og því tilvalið fyrir þá að upplifa skemmtilega stemningu á Fáskrúðsfirði. Áhugavert safn er í bænum um veru franskra sjómanna í bænum og vinabæjarsamband er milli Fáskrúðsfjarðar og franska hafnarbæjarins Graveline.

003

Bóndinn á innsta bænum í Fáskrúðsfirði, rétt við Fáskrúðsfjarðargöngin, hefur áletrað heyrúllurnar á túninu við þjóðveginn, til að vekja athygli á væntanlegri hátíð.


mbl.is Dalsá í Fáskrúðsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband