Nú má blogga

Nú er banni við fréttatengdu bloggi um þennan hörmulega atburð lokið.

Nú geta spekúlasjónir bloggara blómstrað. Forvitnin kviknar um fólkið; 33 ára kona, 43 ára kona og 55 ára karlmaður,.... tilkynna sig í neyð skömmu eftir miðnætti en afboða svo neyðina í birtingu með morgni.

Hver verður saga yngsta einstaklingsins, hinnar 33 ára gömlu konu?


mbl.is Rannsókn að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talar hann of mikið?

Það hefur ekki þótt vænlegt til vinsælda hjá stjórum liða, þegar starfsmenn á plani eru að tjá sig mikið um leikstíl, þjálfunaraðferðir, kaup og sölur á leikmönnum o.s.f.v.

rafa_benitez_1558960cAllt sem við kemur stjórnun liðsins, kemur leikmönnum ekki við og allra síst eiga þeir að fara með hugleiðingar sínar í fjölmiðla. Þetta er liður í því að halda "húsaga".

Ég held að staða Benites sé afar veik og ummæli Torres sé vottur um að það styttist í annan endan á veru þjálfarans á Anfield. Stuðningsmönnum hans fækkar óðum og sennilega vill meirihluti "Púlara" að hann yfirgefi svæðið. Þeir eru búnir að fá nóg.

jose-mourinho_1_Ps. Er ekki Jose Morhino búinn að gefa það í skyn að hann sé hálfpartinn á lausu? Hann hefur áhuga á að snúa aftur til Englands. Hann fær mín bestu meðmæli Cool


mbl.is Torres: Sölurnar síðasta sumar skemmdu liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki fræðslumynda

Fræðslu og heimildamyndir hafi verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég var krakki. En þegar vit og þroski hefur færst yfir mig með árunum, hef ég komist að því að allar fræðslu og heimildamyndir hafa sinn söluvinkil og má segja að framleiðendur myndanna láti ekki sannleikan yfirskyggja dramatíska og góða sögu.

Discovery_Channel_logoOft er heimildagildi sumra kvikmynda ekki annað en það að vera ágæt heimild um tiltekna skoðun kvikmyndagerðarmannsins. Dæmi um það eru ýkju og bull myndir þeirra Al Gores og Andra Snæs Magnasonar.

Óvönduð vinnubrögð "Discovery Channel" (og fleiri aðilum úr þessum geira) í dýra og náttúrulífsmyndum sínum, hafa valdið mér miklum vonbrigðum. Mér finnst ég hafa verið svikinn af nákomnum ættingja eða vini.


mbl.is Gaf björnunum kökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútíma þrælahald

"Allt gert fyrir hagnaðinn"

Andstætt trú margra, þá gerir frjálshyggjan ekki ráð fyrir því að "grætt" sé án takmarkana. Réttlæti er hornsteinn mannlegs samfélags. Frjáls viðskipti eru sjálfsögð og eðlileg og hagnaður eins, er ekki tap annars, eins og margir ferkantaðir vinstrimenn halda. Viðskiptin ganga, þegar til lengri tíma er litið, út á það að báðir hafi eitthvað fyrir sinn snúð.

0607slavery1

Það verða alltaf til "kapitalistar" sem misnota sér aðstöðu sína. Nýta sér sára neyð fólks og græða á tá og fingri. Þessir aðilar eru ekki fulltrúar "kapilismans", heldur fulltrúar lítils minnihluta meðal mannfólksins, minnihluta sem Kaninn myndi kalla af sinni alkunnu hæversku: "Scum of the earth".

Samkvæmt skiltinu hér að ofan, koma að meðaltali 20 börn á hverjum einasta degi ársins með ólöglegum hætti inn í Bandaríkin.

Ég hef áhyggjur af þessum börnum, ég verð að segja það.... Undecided


mbl.is Sjálfsvíg starfsmanna Disneyland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alls ekki

110 km. hraði á klukkustund er allt of mikið á íslenskum vegum, við misjöfn íslensk skilyrði. Það má halda því opnu að hækka hámarkshraða í 100 km. t.d. á Keflavíkurveginum (Reykjanesbrautinni) en hafa jafnframt tilkynningaskilti á nokkrum stöðum sem sýnir lækkaðan hámarkshraða, ef þurfa þykir vegna aðstæðna.

ljós

Betra að vera með athyglina í lagi á þessum gatnamótum


mbl.is 110 km hraði leyfður á ákveðnum vegum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írak - myndir

Þegar maður hlustar á hvað fer fram á milli manna í aðdraganda árásarinnar, þá virðist sem þetta hafi verið tilviljanakennd aðgerð. Þyrlumönnunum "sýndist" mennirnir á jörðu niðri vera vopnaðir.

Það hefði e.t.v. verið smá réttlæting í þessu ef leyniþjónusta hersins hefði bent á mennina í þeirri fullvissu að þetta væru vopnaðir og hættulegir menn. En hvað eru þá börn og fréttamenn að gera með þeim? Eru "hryðjuverkamennirnir" kannski að nota þau sem mannlega skyldi?.... nema bara leyniþjónusta hersins vissi ekkert á hverja var verið að ráðast.... Shocking og því voru skyldirnir gagnslausir.

Ég rakst á Facebook síðu sem Íraki, Nour Aldin , búsettur í Reykjavík heldur úti. Þar eru nokkrar myndir frá Írak. Slóðin er: HÉR 

Ég sýni hér nokkrar myndir úr ljósmyndasafni hans. Ég spurði reyndar ekki leyfis... Errm Jæja, ég tek þær þá niður ef ég má þetta ekki.

írak2

Margar fagrar byggingar eru í Írak, flestar tengdar Múhameðstrú.

írak3

"Beloved Baghdad" segir í texta við myndina. Ekki alveg að heilla mig.

írak4

Þetta er fallegra, fjallaþorp í Írak. Ég myndi ekki vilja að krakkarnir mínir væru að leika sér á bjargbrúninni Crying

írak7

"Þar sem fjöllin sökkva í sæ", orti Megas um austjarðafjöllin, þar sem jarðlagastaflarnir halla óvíða meir á Íslandi. Þessir jarlagastaflar í Írak, halla reyndar töluvert meir.

írak5

Ævagamlar menningarmynjar og listaverk eru í Írak. Á þessu svæði má segja að "nútíminn" hafi orðið til í þróunarsögu mannsins.

írak

En í Írak eru einnig nútímalegri listaverk. Þetta er magnað.

írak8

Við þessa mynd segir í texta: "They destroyed everything beautiful in my beloved country...." en ekki er farið nánar út í hverjir "They" eru en hef þó grun um að átt sé við Bandaríkjamenn. Það kann að vera ósanngjarnt.

Mörgum Írökum er þetta minnismerki hjartfólgið en það er friðartákn, staðsett í miðju Baghdad og tengir nokkur borgarhverfi saman.

Nú er þetta minnismerki um stríð.


mbl.is Bandaríski herinn tjáir sig um myndbandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðisspurningar

Stríð er vettvangur mestu hörmunga sem mannkynið þekkir. Engin plága er meiri plága en stríðshörmungar. Ekki er nóg með að flest er eyðilagt, sært eða drepið, heldur eru sálarleg áföll eftirlifendum til tjóns, sumum til æviloka. Og stríðsástand getur varað í fjölda ára en það gera "náttúrulegar" plágur sjaldnast.

child_of_war_life_in_death_053005Þetta atvik með afgönsku konurnar er auðvitað skelfilegt en mannlegir harmleikir eiga sér stað þarna á hverjum degi. Sorglegast er þegar börn eiga í hlut. 

Þeir sem réttlæta innrás bandamanna í Írak, segja gjarnan að dauði þessa fólks hafi ekki verið til einskis. En hversu lengi er hægt að segja það? Hvenær er jafnvæginu náð.... hvenær deyja og þjást jafnmargir og verið er að bjarga frá dauða og þjáningum?

Ég held reyndar að bandamenn eigi enn nokkur fórnarlömb upp á að hlaupa, en það gengur á jafvægið.


mbl.is Bera ábyrgð á dauða kvennanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég þegi ekki neitt"

bubbiuntitled___bmp_550x400_q95Bubbi Morthens.... hvað getur maður sagt?...  Brynja, ég elska þig?

Skoðanir  Bubba eru eins og vindurinn.

Það glittir aðeins í gegn hjá Bubba, hans eigið svekkelsi vegna viðskipta sinna við Mammon. Hann lét taka sig "Big Time" í rassgatið og hann vælir eins og krakki yfir því.

Svo hallar hann sér að Jóni Ásgeiri og félögum og fær útskýringar hjá þeim, hverjum þetta sé allt saman að kenna.

Það er ekki verið að þagga niður í Bubba Morthens á pólitískum vettvangi. 

Hins vegar finnst þeim sem gaman hafa af flutningi hans á eigin ljóðum og lögum, að þeir eigi að fá fyrir peninginn það sem greitt var fyirr, þ.e. tónlistarflutninginn, en ekki fyrirlestur um illa ígrunduð hugðarefni söngvaskáldsins


Skoðanakönnunin

Skoðanakönnunin sem ég er með hér til hliðar; "Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu í sumar?", sýnir í dag Spánverja leiða í könnuninni sem líklegasta liðið til að hampa bikarnum. Skammt undan eru þó Argentína, Brasilía og England.

Sjálfur hakaði ég við Englendinga, kannski frekar af óskhyggju en raunsæi. Ég held með þeim, .... yfirleitt, utan ég hélt með Hollendingum árið 1974 og Brössunum árið 1982. Paolo Rossi, framherji Ítala sá um að rjúfa heimsmeistaradraum Brasilíumanna, en keppnin var haldin á Spáni ´82.

Mörg lið koma til greina sem handhafi heimsbikarsins í keppninni sem haldin verður í Suður Afríku í sumar. Ég hefði sennilega átt að hafa Portúgal sem valmöguleika í könnuninni.... en þá kemur líka spurning um Króata, Serba, Rússa.... Errm

Ég held að Serbía verði sputniklið mótsins með varnarjaxlinn Vidic í fararbroddi. Nöfn eins og Ivanovic, Stankovic, Krasic, Jovanovic og Pantelic, eru þess virði að leggja á minnið, lesendur góðir. Sérstaklega Krasic. Hann er ljóshærður kantmaður og ekki ósvipaður á velli og Pavel Nedved, hinn tékkneski.

Sömuleiðis er Jovanovic athyglisverður framherji, leikmaður sem Liverpool hefur verið að bera í víjurnar við ásamt fleiri stórliðum. Þessi 28 ára gamli leikmaður er samningslaus í sumar við hið belgíska lið Ásgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege.

Gott mót hjá honum, ásamt restinni í serbneska liðinu, myndu tryggja þeim flestum risasamninga við stærstu klúbba Evrópu.


Bestu myndir National Geographic

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

Magnaðir skuggar í þessari neðstu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband