Allt rétt hjá Davíð

Það þarf ekki langan bloggpistil um þessa frétt. Allt sem haft er eftir Davíð á þessum ríkisstjórnarfundi, var hárrétt hjá honum.

En Samfylkingarráðherrarnir með fulltyngi Þorgerðar menntamálaráðherra, fóru í fýlu.... fengu áfall og gerðu athugasemd Davíðs um þjóðstjórn að aðal máli dagsins.

Hvílíkir viðvaningar!


mbl.is Uppnám vegna orða um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of margir sökudólgar?

Ég held að margir verði fyrir vonbrigðum með það hversu sökudólgarnir eru margir.

Í múgæsningnum sem stjórnað var af V-grænum á upphafsmánuðum hrunsins og í "búsáhaldabyltingunni", var því haldið fram að þetta væri allt saman Davíð Oddssyni að kenna og ef hann yrði krossfestur, þá yrði allt í fína lagi.... réttlætinu fullnægt. Errm

Þeir verða nokkrir óbótamennirnir sem hengdir verða honum til samlætis. Það er nokkuð ljóst.


mbl.is Skýrslan kom þjóðinni á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útaf með dómarann!

Markið sem Crouch skoraði var fullkomlega löglegt. Ef eitthvað var þá braut David James á Kranjar og það hefði  verið hægt að dæma víti. Kranjar stökk beint upp í boltan en James kom flúgandi á hann.

Ég tel að þetta hafi ráðið úrslitum í leiknum en ég óska Hemma og félögum til hamingju með þetta.

Létt var yfir leikmönnum Tottenham á æfingu fyrir leikinn við Portsmouth í gær.

4

3

Modric og Eiður ná vel saman á vellinum

2


mbl.is Frækinn sigur hjá Portsmouth (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Les skýrslu rannsóknarnefndar. Ekkert í þessu"

helgi_seljan_jpg_550x400_q95Á facebook-síðu Helga Seljan, segir hann:

 "Les skýrslu rannsóknarnefndar. Ekkert í þessu".

Ég held að það sem muni koma mest á óvart í skýrslunni, verði hversu lítið kemur á óvart í henni Errm


mbl.is Skýrslan slær glæpasögunum út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smekksatriði

Margir eru hrifnir af sigurlaginu í söngkeppni frahaldsskólanna. Ég er ekki einn af þeim, en það er ekki að marka. Ég þoli ekki rapp GetLost

Það sem fólk dásamar mest er texti sigurlagsins. Hann er einlægur og hittir fólk í hjartastað. Miklar tilfinningar þar á ferð.

Hann er hins vegar eins og flestir rapptextar, skelfilega illa saminn. Það er fátt óþægilegra fyrir mín eyru en þegar eitthvað sem á að ríma, gerir það alls ekki og orðaflaumurinn er jafnvel hrynjandilaus.

Sigurlagið er á myndbandinu hér að neðan. Hvað finnst ykkur?


mbl.is Borgarholtsskóli sigraði í söngkeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæriskenning

Ég talaði við pólska konu í gær, sem búsett er hér eystra og hún sagði að margir Pólverjar haldi því fram að flugvélinni hafi verið grandað. Að um einhverskonar hryðjuverk sé að ræða, því um borð í vélinni var rjóminn af pólskum ráðamönnum.

Það er reyndar með ólíkindum að svo margir háttsettir menn séu saman komnir í einni og sömu vélinni. Mér skilst að slíkt sé ekki venja hjá nokkru ríki, ekki einu sinni á Íslandi. Reglur kveða á um hér að ef mikið stendur til, hvort sem það er innanlands eða utan, þá er ráðamönnum dreift á fleiri flugvélar af öryggisástæðum.

Ps. Athyglisverð samsæriskenning HÉR


mbl.is Flugmenn hunsuðu fyrirmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki stríðsglæpur, segja Rússar

Rússar neituðu alfarið að hafa komið nálægt fjöldamorðunum í Katyn- skógi árið 1940. Það var ekki fyrr en við fall kommúnismans 1989, sem þeir viðurkenndu að bera ábyrgð á þeim, en viðurkenndu þó ekki að um stríðsglæpi hafi verið að ræða.

420px-Katyn_movie_poster

Árið 2007 var gerð pólsk heimildarmynd um fjöldamorðin í Katyn skógi. Hún fékk tilnefningu sem Best Foreign Language Film . Sjá HÉR   


mbl.is Jaroslaw niðurbrotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki sama hver "Lordinn" er

Einhvern tíma hefur svona lagað verið túlkað sem hernaðarbrölt, því hernaðarbrölt er þetta og ekkert annað. Í þetta sinn erum við málaliðar hjá ESB. Við vorum lítið annað en flugvöllur í N-Atlantshafi, þegar við vorum í hermanginu við Kanann í Keflavík.

ESB þykir "fínna" hjá sumum vinstrimönnum.... fínna en NATO

ESB vs NATO

Við ættu kannski að halla okkur frekar að Evrópu? Errm


mbl.is Ægir í verkefni við Senegal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool aðdáendur

nevilleAI0104_468x443

Ég vil byrja á því að óska "Púlurum" til hamingju með sigurinn. Þetta var flott hjá ykkur. 

Þeir hafa ekki borið höfuðið sérlega hátt, Liverpool aðdáendur þetta tímabilið. Þeir byrjuðu að vísu með látum í haust og ég sagði við einn gallharðann Man Utd. aðdáenda, að kannski væri Liverpool tími að renna upp. Sóknarleikur liðsins var ferskur og skemmtilegur og leikgleðin skein úr hverju andliti.

En svar Utd. aðdáandans í haust hefur reynst kollgátan, þ.e. að þeir myndu springa á limminu fljótlega, því þeir hefðu ekki nógu mikla breidd. Það hefur hallað undan fæti hjá liðinu, utan þessar örfáu vikur í byrjun tímabils.

Það hefur varla verið gaman að vera "Púlari" í vetur en kannski fá þeir þessa plastdollu í sárabætur. Joyful


mbl.is Liverpool skellti Benfica - Góður sigur hjá Fulham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AA - maður

RedNeck8Aðfluttur andskoti.

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint


mbl.is Aðkomumaður uppi í rúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband