Nú má blogga

Nú er banni við fréttatengdu bloggi um þennan hörmulega atburð lokið.

Nú geta spekúlasjónir bloggara blómstrað. Forvitnin kviknar um fólkið; 33 ára kona, 43 ára kona og 55 ára karlmaður,.... tilkynna sig í neyð skömmu eftir miðnætti en afboða svo neyðina í birtingu með morgni.

Hver verður saga yngsta einstaklingsins, hinnar 33 ára gömlu konu?


mbl.is Rannsókn að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

REYNSLAN ER DÝR.

1.Hefðu yfirvöld ekki átt að vera búin að loka sem flestum vegum í kringum gosið?

2.Gera örugga útsýnisstaði sýnilegri?

3.Fyrir utan það að vera vanbúið til vetrarferða.

4.Stærstu mistökin voru sennilega að yfirgera bílinn.

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þetta er einkennileg færsla.

Mér virðist höfundur hennar ekki gera sér grein fyrir því að um raunverulegan harmleik er að ræða þar sem tveir einstaklingar létust og aðstandendur eiga um sárt að binda. Vangaveltur eins og um væri að ræða framvindu söguþráðar í sápuóperu eru ekki við hæfi.

Sigurður Ingi Jónsson, 7.4.2010 kl. 14:13

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég geri mér einmitt grein fyrir harmleiknum. Þú misskilur færsluna, Sigurður

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2010 kl. 15:15

4 Smámynd: Rannveig Guðmundsdóttir

Ég misskil þá þessa færslu líka og finnst hún með öllu óviðeigandi. 

Rannveig Guðmundsdóttir, 7.4.2010 kl. 21:45

5 Smámynd: HP Foss

Sammála Sigurði og Rannveigu.

HP Foss, 7.4.2010 kl. 22:03

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Skelfing getur þú verið taktlaus Gunnar. Flest óhöpp verða vegna mannlegra mistaka, hvort sem það er í lofti, láði eða legi.  Þau eru jafn átakanleg fyrir það og óþarfi að vera með þessa kaldhæðni.

Benedikt V. Warén, 7.4.2010 kl. 23:32

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jahérna!... segi ég nú bara.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 08:03

8 identicon

Ég verð að taka undir orð þeirra sem hafa skrifað hér athugasemdir.  Hví í ósköpum er einhver ástæða til að skrifa blogg um þennan harmleik?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 11:26

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað er það nákvæmlega við þessa færslu sem verður þess valdandi að sjálfskipaðir siðferðisgammar sjá ástæðu til að gera athugasemdir hér?

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 11:38

10 Smámynd: Sigurjón

Ég átta mig ekki á hvað er svona óviðeigandi við þessa færzlu höfundar.

Það er gild ástæða til að rannsaka í þaula þennan hörmulega atburð, komast að niðurstöðu hvað fór úrskeiðis, ef nokkuð og svo sjá til þess að svona lagað komi ekki fyrir aftur.  Með fullri virðingu fyrir þeim látnu og aðstandendum þeirra.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 8.4.2010 kl. 17:02

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli misvitrir bloggarar séu líklegir til að komast að einhverri niðurstöðu sem gæti orðið til gagns í þessu máli.

Ég efast.

Man reyndar ekki dæmi um gagnlega umræðu í vondu máli á þessum vettvangi þótt margir hafi nú lagt sig fram.

Árni Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 19:55

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir það, Árni

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 07:21

13 Smámynd: Magnús Jónsson

Gunnar: Mér dettur í hug að bæta mæti verulega allar merkingar vega og slóða þarna í Þórsmörkinni, það að geta farið svona langt í öfuga átt er sorglegt, skilti með korti og merktir slóðar hefðu getað skipt sköpum, því þá hefði fólkið geta gefið upp rétta staðsetningu, þegar fyrst var beðið um aðstoð, og ef svo hefði verið hefðu men kunnugir staðháttum geta sagt fólkinu hvar það var og leiðbeint um framhaldið. Gott framtak hjá þér að opna smá umræðu um þennan annars hörmulega atburð, haf þökk fyrir.

Magnús Jónsson, 9.4.2010 kl. 23:02

14 Smámynd: Sigurjón

Takk fyrir það Magnús.

Sigurjón, 10.4.2010 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband