Öfgafullir náttúruverndarsinnar grípa stundum til örþrifaráða og hika ekki við að brjóta lög, stundum með ofbeldi og eignaspjöllum. Stundum heyrir maður þetta fólk tala um að það sé að berjast fyrir ófæddar kynslóðir.
Það er einkennilegt að vita fyrirfram hvaða afstöðu ófæddar kynslóðir hafa til náttúruverndar. Að vísu vilja allir náttúruvernd af einhverju tagi, bara spurning um útfærslu.
Nú á að taka á móti nýfæddum kynslóðum... og væntanlega þeim ófæddu í framtíðinni, með uppeldisbókum sem segja að það sé allt í lagi að skemma eigur annara fyrir náttúruverndarmálstaðinn.
Þessu fólki er ekkert heilagt
![]() |
Náttúran vernduð með grjótkasti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 21.7.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)

![]() |
Rannsaka áhrif gossins á hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.7.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mikill munur á ferðatíma með ferjunni til Vestmannaeyja, eftir því hvort farið er frá Þorlákshöfn eða Landeyjum. Það munar rúmum tveimur klukkustundum, auk þess sem kostnaðurinn á mann og bíl hefur hrapað umtalsvert.
Líkurnar á því að ég og fjölskylda mín kíkjum við í Vestmannaeyjum á leið okkar um landið, hafa aukist verulega.
![]() |
Hreinasta listaverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 20.7.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Máltækið segir: "Margur verður af aurum api" en peningar gera fólki svo miklu verri grikk en það. Sumt fólk er ekki "köttað út" fyrir að eiga mikla peninga eða umgangast þá mikið. Það hefur ekki karakter í það, ... þegar til lengri tíma er litið
Í gegnum viðtöl í fjölmiðlum við Jón Ásgeir og umfjallanir um hann, fær maður einhverja innsýn inn í persónuleika hans. Af einhverjum ókunnum ástæðum hef ég samúð með Jóni Ásgeiri en ekki með föður hans, "Papa Bónus". Sá gamli er útsmoginn refur sem kallar ekki allt ömmu sína. Sonurinn hefur lært samviskusamlega af föður sínum en er ólíkur honum á einu sviði. Syninum er ekki eðlislægt að vera forhertur. Forhersla hans er lærð, á meðan faðirinn er einfaldlega þessi manngerð.
Jón Ásgeir virkar á mig tilfinninganæmari en faðir sinn. Hann hefur í gegnum tíðina reynt að fela tilfinningahlið sína fyrir öðrum með töffaraskap en það er merki um óöryggi. Slíkt geð telst sennilega veikleikamerki í hörðum heimi viðskipta. En hegðan sonarins í félagi við föður sinn í viðskiptalífinu, er auðvitað kveikjan að nafngift Davíðs Oddssonar á drengnum, en það var eins og margir muna: "Götustrákur" og fékk Davíð bágt fyrir frá Samfylkingunni.
En hvað um það.... ég skynja mannlegan harmleik og sorg í þessu máli. Systkini berast á banaspjótum... og allt út af hverju? Jú, ... peningum.
![]() |
Systkinin ósammála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 20.7.2010 (breytt kl. 04:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kylfingurinn Björgvin Þorsteinsson er greinilega búinn að ná þessu í eitt skipti fyrir öll. Fer holu í höggi tvo daga í röð! Hann getur nú snúið sér að öðru.
Læt fylgja með einn golfbrandara:
Fjórir vel stæðir eldri menn, spiluðu gjarnan golf saman, en þeir áttu allir ágætis hús á Flórída. Einn þeirra segir upp úr eins manns hljóði úti á golfvellinum:
"Hugsið ykkur hvað það væri yndislegt að vakna á jóladagsmorgunn, velta sér fram úr rúminu án nokkurra andmæla, fara beint út á golfvöll til félaga sinna og taka hring".
Félögum hans fannst þetta stórsnjöll hugmynd. "Gerum þetta!", sögðu þeir nánast allir í kór.
"Þetta verður forgangsatriði þessi jól, finnið út leið til þess að geta verið mættir hér snemma á jóladagsmorgunn", sagði sá sem átti uppástunguna.
Nokkrum vikum síðar rennur upp fyrirheitni dagurinn, bjartur og fagur að venju í sólskinsríkinu og þeir eru allir fjórir mættir á golfvöllinn.
Sá fyrsti segir: "Ó boy, þessi golfhringur er að kosta mig heila formúgu. Ég keypti handa frúnni þvílíkan demantshring, að hún getur ekki haft augun af honum.
Þá segir annar karl: "Þetta kostaði mig líka alveg helling. Konan er heima núna að plana siglingu sem ég gaf henni. Hún er að drukkna í bæklingum um karabíska hafið".
Sá þriðji segir: Já, mín kona er heima að dást að nýja bílnum sínum og að lesa bæklinga um hann.
Þeir snúa sér nú allir að fjórða gaurnum sem horfir á þá vorkunnar augum: "Ég trúi því ekki að þið séuð að eyða svona miklu fé í þetta! Ég bara vaknaði í morgunn, sló konuna létt á rassinn og sagði "Góðan daginn elskan mín og gleðileg jól. Þetta er frábær dagur fyrir annaðhvort kynlíf eða golf.
Konan syfjulega: "Taktu peysu".
![]() |
Björgvin fór holu í höggi tvo daga í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 18.7.2010 (breytt kl. 23:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ómar Ragnarsson er væntumþykjanleg manneskja en hann er "úti á túni" í umhverfisvernd.
Í október árið 2006 skrifaði ég grein í Morgunblaðið vegna fréttar um að Ómar væri "kominn út úr skápnum" varðandi skoðanir sínar í umhverfismálum. Ómar hafði verið gagnrýndur nokkuð harkalega (aðallega af Austfirðingum) fyrir að vera með áróður gegn framkvæmdunum við Kárahnjúka sem fréttamaður á RUV. Hlekkur á greinina fylgir með hér að neðan.
Á undanförnum árum hef ég átt ágætt skoðanaskipti við Ómar á blogginu hans. Hann hefur alla tíð neitað því að hafa verið með áróður gegn framkvæmdunum eystra þegar hann var fréttamaður og bendir á, því til staðfestingar, að hann hafi flutt álíka margar jákvæðar fréttir af málinu og neikvæðar.
Þetta er auðvitað rangt hjá Ómari, það vita flestir Austfirðingar sem drukku í sig allar fréttir af gangi mála á þessum árum. Í markaðsmálum er þekkt sú staðreynd að ef fyrirtæki fær eina neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum, þarf sjö jákvæðar fréttir til að jafna það út.
Ómar sagði í einni fréttinni að álverið við Reyðarfjörð myndi skapa tiltekinn fjölda af störfum, en sýndi svo í næstu frétt Dimmugljúfur í sinni hrikalegustu mynd (þann hluta sem ekki fór undir vatn) og talaði um eyðilegginguna sem framkvæmdunum fylgdu, og dramatísk tónlist var spiluð undir myndskeiðinu.
Var Ómar þar með búinn að jafna út umfjöllun sína? Nei, auðvitað ekki.
Það er leitt að vita af Ómari í fjárhagsvandræðum á gamals aldri og ég vona sannarlega að úr þessu rætist hjá honum. Ævistarf hans er ómetanlegt fyrir íslensku þjóðina og "Stikluþættir" hans eru mikil menningarverðmæti, ásamt mýmörgu öðru sem hann hefur afrekað. Umhverfisvernd er auðvitað meðal þess sem hann á heiður skilinn fyrir og sennilega eru ekki margir Íslendingar fróðari um landið okkar. Að mínu mati hefur hann þó misst fótanna í umhverfisverndinni, allt frá því að Karahnjúkaverkefnið fór af stað.
HÉR er greinin sem ég skrifaði árið 2006.
![]() |
Orðlaus, hrærður og þakklátur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 18.7.2010 (breytt 19.7.2010 kl. 01:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ef ég ætti að vinna mér til lífs, að segja hvort kærasta Casillas sé ástfangin af honum eða ekki, þá yrði ég að skjóta á að hún sé það ekki. Hún hafði greinilega áhyggjur af ímynd sinni í beinni útsendingu og varð vandræðaleg við kossinn. Ég hefði viljað sjá mína kærustu geisla af hamingju ..... no matter what!
![]() |
Casillas kyssti kærustuna (myndband) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 12.7.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Niðurstaða skoðanakönnunarinnar sem ég hef haft á blogginu undanfarnar vikur, varð ljós fljótlega.
Spánverjar hlutu flest atkvæði, eða tæp 19%. Þeir eru líklegri á morgun, en einhvern veginn er ég að vonast eftir hollenskum "Total" fótbolta, sem yfirspilar dúkkufótbolta Spánverjanna. Hér er röðin eftir atkvæðafjölda. Þrjú af þessum liðum fóru í undanúrslit.
- Spánn
- Argentína
- England
- Brasilía
- Þýskaland
- Holland
Bendi á nýja skoðanakönnun hér til hliðar. (Ég er ekki að biðja ykkur að kjósa uppáhalds liðið ykkar, heldur hverja þið teljið raunverulega líklegasta til að hampa titlinum í haust)
![]() |
Brons til Þýskalands í fjórða sinn eftir 3:2 sigur á Úrúgvæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 11.7.2010 (breytt kl. 01:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það hlýtur að vera krafa að blaða og fréttamenn hafi helstu staðreyndir á hreinu í fréttaflutningi sínum. Það lítur afar illa út þegar fréttamaðurinn/konan er algerlega úti á túni í umfjöllun sinni.
Fréttamiðlari sem skartar illa upplýstum rata sem er ekki einu sinni annt um sannleikann, hlýtur að falla í ruslflokk. Ég hélt að Mbl.is hefði meiri metnað en þetta.
Í viðtengdri frétt eru bull tölur um látna í Auschwitz. HÉR er nákvæmari frásögn um Auschwitz, en ég heimsótti búðirnar sumarið 2007.
![]() |
Ragna heimsótti Auschwitz |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | 4.7.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi 1974, spiluðu Hollendingar og Þjóðverjar til úrslita. Þá var Johan Cruyff á hátindi ferils síns. Ég var 14 ára gamall á þessum tíma og ég og félagar mínir í Skuggahverfinu í Reykjavík, fylgdumst grant með keppninni. Flestir okkar héldu með Hollendingum og okkur fannst Cruyff hrikalega flottur.
Það var unun að horfa á Cruyff splundra vörn andstæðinganna með hraða sínum og tækni. Hraðabreytingarnar í leik hollenska liðsins voru magnaðar. Þeir kannski löbbuðu nánast með boltan án þess að andstæðingurinn næði til hans og svo skyndileg var þotið af stað. Allir höfðu hlutverki að gegna í þessari sinfóníu og kóngurinn Cruyff stjórnaði.
Það er dálítið merkilegt hversu fáar þjóðir hafa spilað þessa 18 úrslitaleiki á HM, eða aðeins ellefu. Enn færri hafa svo orðið meistarar, eða sjö þjóðir. Hér að neðan er listi yfir þær þjóðir sem spilað hafa úrslitaleikinn. Í sviganum er fyrri talan leiknir úrslitaleikir og sú seinni er fjöldi heimsmeistaratitla.
- Brasilía - (7-5)
- Þýskaland - (7-3)
- Ítalía - (6-4)
- Argentína - (4-2)
- Úrugvæ - (2-2)
- Frakkland - (2-1)
- Holland - (2-0)
- Ungverjaland - (2-0)
- Tékkóslóvakía - (2-0)
- England - (1-1)
- Svíþjóð - (1-0)
Það vekur athygli að Spánverjar, stórþjóð í knattspyrnuheiminum með félagslið eins og Real Madrid og Barcelona, skuli aldrei hafa leikið úrslitaleik á HM. Kannski verður breyting þar á innan skamms.
![]() |
Cruyff segir brasilíska liðið leiðinlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.6.2010 (breytt kl. 16:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Frábært fannst mér að fá yfir 100 flettingar á síðasta ljóð sem ég birti á laugardaginn, oft eru þær ekki nema 10-30. Hér eru skýringar á efni þess og líkingamáli.
- Skipuleg glæpastarfsemi: Krabbamein á samfélaginu
- Hitaþankar (vegna hins óvenjuhlýja júlímánaðar)
- Inga sælent og Heimur smár ...
- Eftirbátur Bandaríkjanna
- Ál-í-bóluefnum og langvinnir sjúkdómar í bernsku
- Ráðherrar seilast langt
- Að gera ekkert - varla valkostur.
- Skólamál Einhverfra!!!
- Skólamál Einhverfra!!!!