Bara eitthvað annað

„Ég tel að það gæti hvaða atvinnuuppbygging og hvaða innspýting inn í hagkerfið sem er önnur, gert sama gagn ....", segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, þegar hún talar um álverið í Helguvík.

Auðvitað nefnir Svandís ekkert hvaða atvinnuuppbyggingu, eða hvaða innspýtingu hún er að tala um, enda hefur það alltaf verið aukaatriði í málflutningi álversandstæðinga.

Ég virði fullkomlega það sjónarmið að það sé gagnrýnivert að tiltölulega mikil orka veiti tiltölulega fáum atvinnu. En það er ekki eins og orkan sé bundin álfyrirtækjunum um aldur og ævi. Þangað til við finnum eitthvað annað arðbærara fyrir orkuna okkar, þá er fásinna að nýta hana ekki eftir bestu getu, á sem arðbærastan og sjálfbærastan hátt.

Fólk má heldur ekki gleyma byggðasjónarmiðum varðandi orkusölu. Viljum við ekki að ein þjóð búi í öllu landinu, við sambærileg kjör, réttindi og skyldur? Að sjálfsögðu svörum við þeirri spurningu játandi. Þetta er ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig þjóðfélagslegt hagkvæmnismál.

Ég held að óhætt sé að segja að álver Alcoa á Reyðarfirði, hafi verið sú "atvinnuuppbygging og sú innspýting inn í hagkerfið" sem til þurfti fyrir stóran hluta Mið-Austurlands. Flestar væntingar og spár hafa gengið eftir og yfirgnæfandi meirihluta íbúa á svæðinu er ánægðari með tilveruna í dag en þeir voru fyrir framkvæmdirnar hér eystra.


mbl.is Styður frumvarpið en hefur ekki áhuga á álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

National geographic

Paul Watson er ekkert annað glæpamaður sem hefur fjárhagslegan ávinning af hvalahysteríunni. Þetta sjá allir sem vilja sjá, svo það er nokkuð ljóst að "National geographic", fyrirtækið sem framleiðir m.a. vísinda og fræðsluþætti fyrir sjónvarp, snýr blinda auganu að því atriði.

Fyrir nokkrum mánuðum sá ég röð þátta frá National geographic, um Paul Watson og baráttu Sea Shepard gegn hvalveiðum Japana í Suðurhöfum. Áróðurinn og staðreyndabullið sem fram kom í þættinum, gerði mig agndofa. Ég, sem alltaf hef haft ómælt gaman af vísinda og dýralífsþáttum og hef alltaf borið mikla virðingu fyrir framleiðendum eins og National geographic og fleiri slíkum, varð eiginlega fyrir áfalli.

Það er nú fyrst á seinni árum sem það hefur hvarflað að mér að draga trúverðugleika svona sjónvarpsþátta í efa. David Attenborrow var lengi vel átrúnaðargoð í mínum augum. Það álit flaug út um gluggann þegar ég sá hann vera með ýkjukenndan bull-áróður í þætti sínum fyrir nokkrum árum síðan. Ég man reyndar ekki lengur umfjöllunarefni Attenborrow í þættinum, en man þó að hvað tölulegar staðreyndir varðaði, fór hann með fleipur, í þeim tilgangi að gera þátt sinn dramatískari og söluvænni.

Það er vandlifað í þessum heimi. Það er alltaf verið að ljúga að manni. Errm


mbl.is Sökkt til að afla samúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapað mál en skítt með það

Svandís hvorki vinnur né tapar málinu í Hæstarétti, að eigin sögn. Hún er bara að skjóta því þangað af því henni finnst þær leiðbeiningar sem frá héraðsdómi komu, of óljósar.

Það sjá allir hvaða taktík Svandís er að nota. Hún veit að hún tapar málinu í Hæstarétti en allt skal gert til að tefja mál og gera þau óaðlaðandi á allan hátt fyrir erlenda fjárfesta, sama hvað það kostar. Skilaboð umhverfisráðherra til erlendra fjárfesta og orkukaupenda eru skýr: "Þið eruð óvelkomin hér".

Ég vil að Svandís Svavarsdóttir verði dregin fyrir landsdóm vegna alvarlegra embætisafglapa, eftir að Hæstiréttur hefur fellt úrskurð sinn. Hún sóar almannafé í eigin pólitíska þágu og tefur um leið fyrir þjóðþrifa verkefnum.

Þessi ríkisstjórn þarf að fara frá, eigi síðar en nú þegar.


mbl.is Svandís áfrýjar dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami skríllinn?

Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé sami skríllinn og var með ofbeldi í "Búsáhaldabyltingunni". Ég held þó ekki.... ekki nema að litlum hluta. Svokallaðir anarkistar, stjórnleysingjar og aðgerðasinnar, geta auðvitað sprottið upp hvar sem er og nánast af hvaða tilefni sem er.

"Níumenningarnir" sem ákærðir eru fyrir að ráðast á Alþingi með tilheyrandi eignaspjöllum og örkumlun eins starfsmanns þinghússins, eru nú skyndilega orðnir grímulausir í fjölmiðlum. Þetta fólk vildi ekki láta þekkja sig og huldi andlit sín á meðan þau frömdu ódæðisverk sín.

niumenningarnir

Nú er þetta skyndilega orðið fólk með auðkenni. "Í hópnum eru listamenn, leiðbeinandi í leikskóla, leiðsögumaður, gæðastjóri, bréfberi, grafískur hönnuður og nemi í læknisfræði. " segir í frétt DV um mál níumenninganna. Þarna er einnig fremst til hægri á þessari mynd DV, nýkjörin formaður VG í Reykjavík, en eins og margir vita er hún dóttir Jóns Múla Árnasonar, útvarps og tónlistarmanns. Hún tilheyrir "kattadeildinni" svokölluðu, í VG.

"„Þetta er töluvert álag á alla fjölskylduna. Ég á tvö börn og velti því oft fyrir mér hvaða áhrif þetta muni hafa á líf þeirra,“ segir einn árásarmannanna. Hópurinn er prúður og snyrtilegur. Verður næsta "holl" sem réttað verður yfir vegna árása á Alþingi, af svipuðu tagi og þetta fólk? Það má búast við því. Errm

Það á auðvitað að dæma þetta fólk samkvæmt lögum. Skilorðsbundið fangelsi er hæfilegt. Þetta prúða fólk fer varla að brjóta af sér aftur... eða hvað?


mbl.is Ófriðarbál á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samglaðningur frá Reyðarfirði

Góðar samgöngur eru kannski ekki allra meina bót... en þær fara ansi langt með það.

Fáskrúðsfjarðargöngin hér á Mið-Austurlandi var frábær framkvæmd og ég veit að hún er það ekki síður fyrir norðan. Það er nánast alltaf arðsem af jarðgöngum því vegi þarf alltaf að stagbæta og hver kílómeter í styttingu leiða er dýrmætur.

Umferðaröryggi er einnig dýrmætt og tryggingafélögin geta meira að segja sett líf og heilsu fólks undir mæliker. Mig minnir að eitt stykki líf manneskju, sé á ca. 50-70 miljónir. Fer sennilega eftir aldri, menntun og fyrri störfum Errm

Ég óska íbúum á Tröllaskaga og landsmönnum öllum, innilega til hamingju með þessi stórkostlegu samgöngumannvirki.


mbl.is Eins og á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki nóg vandræði heimafyrir?

priest-love-th-wHvað eru Guðsmennirnir að skifta sér af pólitík? Ég hélt að það væri nóg að gera hjá þeim við að lofta út ólyktinni á Biskupsstofu Woundering

Ég er á móti því að Guðsmenn á launum hjá ríkinu, séu að skifta sér af pólitík og dægurþrasi. Ég hefði haldi að þeir þyrftu á öllu sínu að halda til að sundrungin innan söfnuða þeirra héldist í lágmarki.


mbl.is Prestar furða sig á niðurstöðu um landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann spilaði ekki leikinn á móti Þór

kff 

Síðasti leikur Fjarðabyggðar í næst efstu deild sumarið 2010, var leikur upp á líf og dauða fyrir þetta efnilega lið. Leikurinn var einnig gríðarlega mikilvægur fyrir Þór, því þeir áttu möguleika á úrvalsdeildarsæti ef Leiknismenn misstigu sig.

Fjarðabyggð var jaftn að stigum og Grótta fyrir síðustu umferðina, en með mun betra markahlutfall og sat því í 10. sæti deildarinnar. Grótta atti kappi lang við neðsta lið deildarinnar og hina þegar föllnu Njarðvíkinga. Sá leikur fór reyndar jafntefli og því hefði Fjaraðabyggð dugað jafntefli í leiknum á móti Þór.

Í stuttu máli varð leikurinn við Þórsara að martröð strax á 9. mínústu leiksins, þegar öflugum manni úr Fjarðabyggðarliðinu var vísað af velli og vítaspyrna dæmd. Þórsarar unnu svo leikinn 9-1.

kff-logoSrdjan Rajkovic, markvörður Fjarðabyggðar, spilaði ekki leikinn á móti Þór. Ég man ekki hver skýringin var, en ég tók því eins og hverju öðru hundsbiti, en ég vissi að möguleikar minna manna minnkuðu töluvert við brotthvarf hans.

Það er eðlilegt að hinn 34 ára gamli og stórgóði markvörður, langi til að spreyta sig í efstu deild, eftir dygga þjónustu hér eystra. En þessi atburðarrás verður tortryggileg, nú þegar Rajko er genginn til liðs við Þórsara. Hvað er langt síðan þreifingar byrjuðu milli Knattspyrnudeildar Þórs og Srdjan Rajkovic?

Annað vil ég minnast á, sem svertir minningu þessa knattspyrnusumars fyrir leikmenn Fjarðabyggðar. Oft fannst leikmönnum og áhangendum Fjarðabyggðar, á liðið hallað hvað dómgæsluna varðaði, sérstaklega í útileikjunum. Það er auðvitað þekkt að "minna" liðið verði fyrir því að vafaatrið falla þeim sjaldnar í skaut, en maður vill samt ekki trúa því að dómarar ákveði fyrirfram að dæma þannig.

Framkoma eins dómar eftir tapleik Fjarðabyggðar snemma í sumar, bendir þó til annars, þegar hann sagði í hæðnis tón þegar hann rölti af velli með leikmönnum: "Gangi ykkur vel í 2. deildinni næsta sumar".

Getur verið að það spili inn í að Austfirðir þyki langt í burtu? Frá höfuðborginni er fyrst klukkutíma flug og svo rútuferð í 45 mínútur. Fyrir Akureyringa og nágranna er þetta 8 tíma rútuferð, fram og til baka. Er gott að vera laus við að þurfa að fara austur?

Lið Fjarðabyggðar er kornungt og efnilegt en breiddin er lítil og það kostaði sitt þegar meiðsli hrjáðu leikmenn. Liðið spilaði á köflum skemmtilega knattspyrnu í sumar og ef vel tekst til við að halda utan um þennan mannskap, þá fer liðið strax upp aftur. Það er auðvitað skarð fyrir skyldi að missa Rajkovic og hugsanlega verður liðið að líta út fyrir heimabyggðina varðandi markmannsstöðuna.

Áfram Fjarðabyggð!


mbl.is Srdjan Rajkovic í mark Þórsara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8,5 cm. er nóg til að fullnægja konu

8,5cmÞað er vísindalega sannað að það er hægt að fullnægja konu með 8,5 cm.... og það breytir engu hvort það er Visa eða Mastercard


mbl.is Segir konur þurfa að hætta í mömmuleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fríi á vertíð?

Menn taka ekki frí á miðri vertíð. Ég hefði haldið að VG þyrfti á öllu sínu að halda í þeim erfiðu málum sem eru framundan.

Ég hélt að Atli Gíslason, formaður hinnar pólitísku aftökunefndar Alþingis, væri þungavigtarmaður í flokki sínum. Errm

Jórunn Einarsdóttir, kennari í Eyjum! Hver er það?


mbl.is Atli tekur sér frí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærir listamenn

klövnÉg hefði viljað sitja á fremsta bekk í Háskólabíói í uppistandinu. Vonandi verður "showið" sýnt í heild sinni.

Ég elska Frank Hvam og Casper Christiansen InLove..... ég fíla húmor þeirra í botn. Frímann Gunnarsson er vaxandi karakter í höndum Gunnars Hansen. Jón Gnarr er ávalt óborganlegur og svo eru þarna einhverjir góðir sem maður hefur ekki heyrt í áður.

Ég hlakka mikið til að sjá þetta.


mbl.is Spéfuglar slógu upp veislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband