Á netmiðli DV í dag má sjá frétt sem ber fyrirsögnina "Sýning um hrunið ritskoðuð".
Safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði, Inga Jónsdóttir, ritskoðaði myndlistarsýningu og rifti samningum við sýningarstjórana. Meðal höfunda á sýningunni var Ólafur Elíasson og Ragnar Kjartansson.
Á mynd með fréttinni eru hins vegar ekki þessir þekktu aðilar, heldur aðrir þrír heldur minna þekktir, þau Hannes Lárusson, Ásmundur Ásmundsson og Tinna Grétarsdóttir, mannfræðingur, en þau munu vera sýningarstjórar "Koddu", en svo nefnist myndlistarsýningin.
Margir myndlistarmenn hafa verið "á jötunni" hjá banka og fjármálafyrirtækjum í góðærinu. Ég hygg að Ragnar Kjartansson og Ólafur Elíasson, eigi þeim einhverja mærðardaga að þakka. Sennilega hafa þeir Hannes og Ásmundur þó orðið útundan og ekki fengið "boðskort" frá Bjarna Ármannssyni, um að mála fyrir Glitni.
Ástæða ritskoðunarinnar mun vera sú fádæma smekkleysa, sem þetta fólk réttlætir sem list. Sýning hópsins átti öðrum þræði að fjalla um íslenska efnahagshrunið á gagnrýnin hátt og átti Bjarni Ármannsson að prýða boðskortið á sýninguna.
Nú er ég ekki hér til að verja Bjarna Ármannsson, eða nokkurn þann sem hugsanlega hefur brotið lög í þessu efnahagshruni. Ég vil að þeir verði allir með tölu sóttir til saka fyrir brot sín og taki út sína refsingu. Engin hefur þó verið sakfelldur enn.
"List" af þessu tagi er ævilangur refsidómur.... og það án þess að hafa verið dreginn fyrir rétt!
Sýningarstjórarnir sendu kvörtunarbréf til Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, og óskaði að félagið ályktaði um málið tafarlaust enda um að ræða alvarlegt og einstakt mál sem varðar starfsvettvang og starfsheiður listamanna.
Maður er bara sleginn
![]() |
Ólafur Elíasson fær fjórar stjörnur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 25.10.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er sagt að í stríði skrifi sigurvegarinn að lokum söguna. Unnur Birna Karlsdóttir gerir tilkall til að skrifa söguna um "stríðið" milli öfgakenndra náttúruverndarsjónarmiða og hófsamra nýtingar/verndarsjónarmiða? Ég vissi ekki að því stríði hefði lokið með sigri öfganna.
Unnur segir að "....stuðningur við virkjanir hafi stýrt auðlindastefnu ríkisstjórna á Íslandi alla 20. öld og fyrstu ár þessarar aldar, sem skýri um leið hversu veik staða náttúruverndar hafi verið á tímabilinu."
Það er rangt að mínu mati, að staða náttúruverndar hafi verið veik á Íslandi. Vissulega hafa öfgarnir ekki alfarið fengið að ráða för, en það þýðir ekki að staða náttúruverndar sé veik.
Það er auðvelt að skrifa einhverjar persónulegar hugleiðingar um þessi mál, en að stimpla þær hugleiðingar með sagfræðistimpli, sem faglegri og hlutlausri úttekt á þessum málum, er full bjartsýnt hjá Unni Birnu. A.m.k. miðað við ofangreinda tilvitnun, því þar er hún augljóslega að lýsa einstaklingsbundnu mati sínu og smekk á stöðu náttúruverndar á Íslandi.
Auk þess gerir hún virkjanir landsins að blóraböggli og kennir þeim beinlínis um veika stöðu náttúruverndar. Ég held að Unnur ætti að skoða þátt t.d. Landsvirkjunar í náttúruvernd á Íslandi. Þar er sagnfræði, sem kollvarpar þessum vangaveltum hennar.
![]() |
Fossarnir hafa alltaf verið í lykilhlutverki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 22.10.2010 (breytt kl. 18:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kallinn er eldri en tvævetur í boltanum og hann þekkir Rooney. Þegar Rooney kom til Man Utd frá Everton, var hann að mig minnir 17 eða 18 ára gamall. Þá þegar hafði hann sýnt af sér hegðun á vellinum sem olli honum vandræðum.
Undir föðurlegri handleiðslu Fergusons og með aðstoð bestu sérfræðinga, tókst að hemja og aga strákinn. Það var ekki sjálfgefið að það tækist og sennilega hefði það hvergi tekist nema hjá Ferguson. Sá gamli hefur höfðað til þessara þátta í spjalli sínu við Rooney. "Hvað yrði um Wayne Rooney, fjarri heimalandinu, þegar verulega á móti blési?"
Ef Rooney færi til stórliðs á borð við Barcelona, Real Madrid eða AC Milan, fengi hann lítinn tíma til að sanna sig. Þú er ekki keyptur fyrir stórfé til þessara liða til þess að aðlagast í rólegheitum. Það er ætlast til að þú sýnir strax eitthvað fyrir aurinn.
Fóstrarnir Ferguson og Rooney eru góðir saman. Ég held að strákurinn hafi áttað sig á því.
![]() |
Ferguson: Mun biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 22.10.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flokkur Stefáns Pálssonar, VG, er ekki beinlínis vinur hinna vinnandi stétta. Það er af sem áður var þegar vinstrimenn settu atvinnuöryggi, ekki síður en kjaramál, á oddinn.
Í dag eru vinstrimenn veruleikafirrtir umhverfisglópar. Við heyrum oft talað um "stofu komma". Það þarf að finna gott nýyrði yfir umhverfisfíflin, sem vita ekki hvað náttúra er... vita ekki hvað lífið er, en þykjast frelsarar mannkynsins. En það verður auðvitað með skelfilegum afleiðingum eins og fyrri daginn, þegar kommúnistar sýna umhyggju fyrir einhverju.
Nú er tækifæri fyrir Stefán Pálsson að finna "eitthvað annað" að gera fyrir sig og félaga sína og sýna okkur hinum það.... jafnvel.
![]() |
Erfið stund fyrir marga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 22.10.2010 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég held að Ferguson nái að mynda einstök tengsl við flesta leikmenn sína. Ef þau tengsl rofna og einhverskonar trúnaðarbrestur á sér stað, (sem yfirleitt er fólgin í því að leikmenn fara að gera einhverja "aukakröfur"), þá er eins og úlfahjörð í kringum gamla manninn þjappi sér saman.
"Engin er stærri en liðið",er mottó í huga Fergusons, en e.t.v. blundar líka örlítið: "Engin er stærri en ég", í honum. Hann er jú mannlegur eins og aðrir og einhverja hefur hann breyskleikana.
Eins og allir vita þá á hver úlfahjörð sér foringja; "leader of the pack". Paul Scholes leiðir hjörðina innan vallar. Úlfahjörð Fergusons samanstendur af nokkrum gömlum máttarstólpum í liðinu, s.s. Scholes, Giggs, annarri Neville systurinni, Rio Ferdinand, og e.t.v. fleirum. Svo bætast í varðhunda/úlfa hjörðina fjöldi áhrifamanna utan vallar.
Þannig að ef rekast saman stálin stinn, milli leikmanns og þjálfara Man Utd., er bara eitt að gera fyrir leikmanninn, en það er að láta sig hverfa á brott, helst þegjandi og hljóðalaust.
Wayne Rooney var undarbarn í enska boltanum, strax 16 ára gamall og hefur ekki gert annað en að vaxa síðan. Það var snemma ljóst að Rooney átti við nokkuð erfiða skapgerðarbresti að etja og hann gat ekki lent í betri höndum en á Sir Alex Fergusyni til meðhöndlunar. Sá gamli sá hvað til þurfti til að hjálpa stráknum og útvegaði bestu sérfræðinga til aðstoðar.
Ég hef áhyggjur af Rooney, ef hann yfirgefur Old Trafford. Í höndum misjafnra manna gæti farið illa fyrir stráknum. Það er ekki víst að hann hafi neinskonar hjörð sér til verndar, ef á hann er ráðist úr öllum áttum.
![]() |
Scholes afgreiddi Rooney á æfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 20.10.2010 (breytt kl. 17:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frank Rijkaard var í frábæru liði Hollendinga sem varð Evrópumeistari með þeim Van Basten og "svarta túlipananum"Ruud Gulllit, ásamt fleiri snillingum.
Rijkaard var hjá Barelona sem þjálfari í 5 ár. Mannskapurinn sem Barcelona hafði (og hefur) yfir að ráða, þarf ekki þjálfara, í eiginlegum skilningi þess orðs. Það þarf auðvitað verkstjóra á bekknum, bera í leikmenn vatn og teppi o.þ.h., en úti á vellinum taka leikmennirnir völdin.
Stundum er þetta svona eins og Arnór Gudjohnsen, faðir Eiðs Smára, getur staðfest. þegar hann var allt í öllu í gullaldarliði Anderlecht á sínum tíma, þá var einhver algjör blábjáni í stjórastöðunni, maður sem aldrei hafði sýnt eitt né neitt... og hefur ekki gert síðan.
Frank Rijkaard tók við frábærum mannskap hjá Barcelona og hann gat bætt við gæðin, nánast að vild. Hann keypti Eið Smára á sínum tíma frá Chelsea. Það var ómögulegt að sjá einhvern "Rijkaard stíl" á liðinu, nema helsta að liðið var ráðleysislegt og leiðinlegt þegar á móti blés.
Það er gaman að skoða breytingarnar á köppunum Rijkaard og Gullit, frá "lokkaprúðu árunum" til dagsins í dag.
Liverpool þarf þjálfara með mikla skipulagshæfileika, knattspyrnuþekkingu, er virtur og síðast en ekki síst, ... hann þarf að hafa Liverpoolhjarta. "This is Anfield" er ekki bara eitthvað skilti út í bæ. Klúbburinn á skilið að fá almennilegan þjálfara
Nokkur íslensk lið hefðu orðið meistarar með hvaða þjálfara sem er, vegna mannskapsins sem var til staðar. Ég nefni sem dæmi Skagamenn í kringum 1995 og KR-inga nokkrum árum síðar. Hugsanlega FH hin síðari ár, en það má þó ekki gleyma því að uppbyggingin tók töluverðan tíma í Hafnarfirðinum. FH-liðið var ekki hrist fram úr erminni einn,tveir og þrír.
Rijkaard er kannski ágætur í að taka við stjörnuliði, en þá á hann lítið erindi á Anfield. Þar stendur uppbyggingarstarf fyrir dyrum. Þeir þurfa Ferguson á svæðið.
Ps. Meðan ég man... íslenska A landsliðinu bráðvantar þjálfara. Einhverjar uppástungur?
![]() |
Rijkaard hættur hjá Galatasaray |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 20.10.2010 (breytt kl. 15:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
" [ fíkill frá Leicester gefur ]... þá skýringu að hann sé ekki hæfur til þess að verða faðir".
Hann er sjálfsagt ekki hæfur til eins né neins í dag, þessi breski fíkill, en allir eiga von og heilbrigðisyfirvöld eiga að hlúa að og næra þá von. Opinbert fé á ekki að fara í að elta þetta ógæfufólk uppi og fangelsa það og þaðan af síður í að gelda það.
Að gelda fíkla hljómar skelfilega miðaldalega. Það er einnig siðferðilega rangt að freista þeirra með peningum til þess að láta framkvæma á sér óafturkræft líffærainngrip. Langt leiddir fíklar eru þekktir fyrir að gera nánast hvað sem er fyrir "fixið". Framtíðarsýn þeirra er engin, enda litla hjálp og lítinn skilning að fá.
Ég held að ástandið sé ögn skárra hér á landi. Skilningurinn er til staðar hjá almenningi en stjórnmálamennirnir halda að sér fjárveitingahöndunum. Meðferðarstofnanir líkt og S.Á.Á. líða fyrir alvarlegan fjárskort. Því þarf að breyta.
Það er kannski ekki allir sem átta sig á því, en sá "kostnaður" sem fer í að aðstoða manneskju frá fíkninni, skilar sér margfalt til baka, jafnvel þó einhverjir þurfi oft á meðferð að halda og fáeinir nái aldrei bata. Að auki verður samfélagið heilbrigðara og öruggara fyrir alla.
"Geldingaleiðin" er leið uppgjafar. Hvað verður það næst?
![]() |
Fíklum borgað fyrir ófrjósemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 18.10.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er sagt að Kínverjar borði allt sem hefur vængi, nema flugvélar. Þeir borði einnig allt sem hefur fætur, nema stóla.
"En borð?", kynni þá einhver að spyrja.
Jú, þeir borða borð, því yfirleitt eru borð úr bambus, og þeir borða bambus.
Munnmakaglaðir vesturlandabúar skyldu varast "gloryholes", ef þeir eru á ferðalagi í Kína. Þeir sem ekki vita hvað "gloryhole" er, geta prófað að "gúggla" það.
![]() |
Tengsl munnmaka og krabbameins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | 17.10.2010 (breytt kl. 21:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frambjóðandi til forsetaembættis Frakklands, sem vakið hefur mikla athygli hérlendis fyrir störf sín í þágu sérstaks saksóknara, ákveður að blanda sér í ofurviðkvæm innanríkismál, alls óviðkomandi störfum sínum sem hún fékk ríflega borgað fyrir að sinna, nokkra daga í mánuði.
Þetta dómgreindarleysi Evu Joly, sannfærði mig í einu vetfangi að hún hefur lítið í forsetaframboðið að gera. Enda hvernig mætti það vera.... marxisti og græningi! En hver kannast svo sem ekki við það "combó"?
Mestu umhverfissóðar heimsins, marxistarnir í Austur- Evrópu og afsprengi þeirra í flokkum eins og VG á Íslandi, skreyttu sig með umhyggju fyrir verkalýðnum hér á árum áður og allir vita hvernig sú umhyggja lýsti sér. Í dag skreyta þessir flokkar sig með umhyggju fyrir umhverfinu.
![]() |
Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 17.10.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Einhver þarf að taka skömmina fyrir Landeyjarhöfn. Hver á það að vera? Sótt er um að eyða miljón á dag.... aukalega, til þess að "reyna" að halda höfninni opinni.
Það er greinilegt að eitthvað hefur verið skakkt reiknað, eða ekki reiknað... með. Til eru mörg dæmi um hönnunarfeila og oft eru þeir ansi skondnir eins og ég sýni á nokkrum myndum hér að neðan.
En það er ekkert fyndið við klúðrið við Landeyjarhöfn. Hvorki fyrir fólkið sem stólar á þessa samgönguæð né hálftómann vegasjóð. Klúður af þessari stærðargráðu hlýtur að komast í sögubækur, jafnvel á heimsvísu.
Renndu menn blint í sjóinn á Bakkafjöru? Var þetta tilraunaverkeni? Lágu hönnuðir undir pólitískum þrýstingi?
Svo er hér að lokum "Funky unconventional" (verður ekki flokkað sem slys )
![]() |
350 milljónir í Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.10.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 947277
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ýmslegt héðan og þaðan
- Karlmannatíska : PRADA í haustið 2025
- Hugsana lögregla Keir Starmers - frjáls umræða er hættuleg
- ESB-blöff Kristrúnar
- Besta ráðið: Leyfum þeim að bragða á sínu eigin "meðali"
- Kristrún vill ekki sökkva með Þorgerði Katrínu
- Hættum að stjórna líffræðinni og tungumálinu
- Trúnaður sýndur ESB, ekki Íslandi
- Fíflagangur ESB
- Bæn dagsins...