National geographic

Paul Watson er ekkert annað glæpamaður sem hefur fjárhagslegan ávinning af hvalahysteríunni. Þetta sjá allir sem vilja sjá, svo það er nokkuð ljóst að "National geographic", fyrirtækið sem framleiðir m.a. vísinda og fræðsluþætti fyrir sjónvarp, snýr blinda auganu að því atriði.

Fyrir nokkrum mánuðum sá ég röð þátta frá National geographic, um Paul Watson og baráttu Sea Shepard gegn hvalveiðum Japana í Suðurhöfum. Áróðurinn og staðreyndabullið sem fram kom í þættinum, gerði mig agndofa. Ég, sem alltaf hef haft ómælt gaman af vísinda og dýralífsþáttum og hef alltaf borið mikla virðingu fyrir framleiðendum eins og National geographic og fleiri slíkum, varð eiginlega fyrir áfalli.

Það er nú fyrst á seinni árum sem það hefur hvarflað að mér að draga trúverðugleika svona sjónvarpsþátta í efa. David Attenborrow var lengi vel átrúnaðargoð í mínum augum. Það álit flaug út um gluggann þegar ég sá hann vera með ýkjukenndan bull-áróður í þætti sínum fyrir nokkrum árum síðan. Ég man reyndar ekki lengur umfjöllunarefni Attenborrow í þættinum, en man þó að hvað tölulegar staðreyndir varðaði, fór hann með fleipur, í þeim tilgangi að gera þátt sinn dramatískari og söluvænni.

Það er vandlifað í þessum heimi. Það er alltaf verið að ljúga að manni. Errm


mbl.is Sökkt til að afla samúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Og Stephen Fry var líka með þetta í annars flottum þáttum.  Málstaður hvalveiðiþjóða hefur alveg lent undir, því miður.

Gísli Gíslason, 7.10.2010 kl. 09:49

2 Smámynd: Vendetta

Nafnið er stafað Attenborough.

Vendetta, 7.10.2010 kl. 16:25

3 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Hvar er sanleikurinn spyr ég,eins og þú horfi ég á Nazional Geograþhic og auðvita eru pólitisk áhrif því miður.En við erum með gáfur og notum okkar heilafrumur og tökum allt með klemmum.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 7.10.2010 kl. 16:25

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

"David Attenborrow var lengi vel átrúnaðargoð í mínum augum. Það álit flaug út um gluggann þegar ég sá hann vera með ýkjukenndan bull-áróður í þætti sínum fyrir nokkrum árum síðan. Ég man reyndar ekki lengur umfjöllunarefni Attenborrow í þættinum, en man þó að hvað tölulegar staðreyndir varðaði, fór hann með fleipur, í þeim tilgangi að gera þátt sinn dramatískari og söluvænni."

 Náttúruvísindi eru skammt á veg kominn og eflaust hægt að vera með aðrar skoðanir en þær sem koma frá Attenborough. En hver ert þú að fullyrða að hann sé að leggja orðspor sitt að veði fyrir dramatík og peninga? það virðist oft vera að ef að eitthvað úr náttúruvísindaheimum fellur ekki að kapitalistaskoðunum þínum að þá séu þær bara skrum og vitleysa að þínu mati. Afar þröngur stakkur sem þú sníður þér til skoðana.

Pétur Kristinsson, 11.10.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband