Tapað mál en skítt með það

Svandís hvorki vinnur né tapar málinu í Hæstarétti, að eigin sögn. Hún er bara að skjóta því þangað af því henni finnst þær leiðbeiningar sem frá héraðsdómi komu, of óljósar.

Það sjá allir hvaða taktík Svandís er að nota. Hún veit að hún tapar málinu í Hæstarétti en allt skal gert til að tefja mál og gera þau óaðlaðandi á allan hátt fyrir erlenda fjárfesta, sama hvað það kostar. Skilaboð umhverfisráðherra til erlendra fjárfesta og orkukaupenda eru skýr: "Þið eruð óvelkomin hér".

Ég vil að Svandís Svavarsdóttir verði dregin fyrir landsdóm vegna alvarlegra embætisafglapa, eftir að Hæstiréttur hefur fellt úrskurð sinn. Hún sóar almannafé í eigin pólitíska þágu og tefur um leið fyrir þjóðþrifa verkefnum.

Þessi ríkisstjórn þarf að fara frá, eigi síðar en nú þegar.


mbl.is Svandís áfrýjar dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Svandís Svavarsdóttir og VG virðast hafa það að einhverju markmiði að nýðast á íbúum Suðurnesja og koma í veg fyrir hagvöxt af stóriðju.

Engu er líkara en að þau haldi að Suðurnesjamenn hafi farið á brott með hernum. Svo lýsa þau stöðugt yfir undrun yfir að Suðurnesjamenn skuli ekki kjósa flokkinn heldur Sjálfstæðisflokkinn. Veruleikafirrt lið.Stórhættulegt lið.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 6.10.2010 kl. 07:20

2 identicon

Sniðugt að afgreiða þá sem eru manni ekki sammála sem "veruleikafirrt lið  ,stórhættulegt lið"...afar málefnalegt eða þannig..!

HStef (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 09:06

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, svo sannarlega

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2010 kl. 09:07

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

HStef: það vill svo til að með þessari hugsjón sinni eru þau að leggja lifibrauð tuttugu þúsund Suðurnesjamanna undir fyrir sína sérhagsmunabaráttu. Svo ekki sé talað um að dýpka kreppuna, lengja hana og stuðla að auknum brottflutningi. Í því ljósi endurtek ég: Stórhættulegt fólk.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 6.10.2010 kl. 10:27

5 identicon

Bíddu nú við, eigum við bara rjúka til og virkja hægri vinstri til að útvega vinnu...hva munu tuttugu þúsund vinna við stóriðjuna ? Heldur þú virkilega að t.d konur á miðjum aldri fari að vinna við að reisa stóriðu, kanski fáeinar en ekki þær menntuðu .  Hér á Austurlandi átti stóriðjan að bjarga öllu en hvernig er staðan ? Hér fækkar enn og unga fólkið hefur minna en engan áhuga á að vinna við álbræðslu nema fáeinir sem hafa ekkert annað. Drífum í að virkja allt ,þar með talið Gullfoss og lifum í "vellystingum" þar til að landið verður óbyggilegt öllum nema verktökum...þangað til að þeir hafa klárað að fullvirkja landið ,þá er það búið... Þetta er HÆTTULEG stefna. Ég er á því vandi Suðurnesja verði ekki leystur með þessum hætti nema þá í besta falli tímabundið.

HStef (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:38

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hjalti, segðu nú satt frá.

  1. Segðu okkur hvar nákvæmlega fækkunin er á Austurlandi
  2. Segðu okkur hver íbúaþróunin hefur verið á Mið-Austurlandi.
  3. Sýndu okkur tölur frá áratugnum fyrir framkvæmdir og berðu þær saman við tölur eftir að framkvæmdir hófust.
  4. Hver sagði að stóriðjan ætti að "bjarga öllu" á Austurlandi? (og hvað var átt við?)
  5. Hver talar um að "rjúka til og virkja hægri vinstri "?
  6. Hvers vegna ætti vandi Suðurnesja að leysast tímabundið þar við stóriðju, en varanlega, eins langt og það nær, eins og gerst hefur hér eystra?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2010 kl. 13:39

7 identicon

Er ég kominn fyrir stóriðurétt eða hvað ? Það hefur til að mynda fækkað á Seyðis-Vopna og Borgarfirði. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni fækkaði mest á Austurlandi,390 manns eða 3.0% frá 1. jan 2009. Sveitastjórnarmenn og Sjálfstæðis-og Framsóknarfólk hélt því fram að það hér yrði að virkja, ella dauði. Þetta hlýtur þú að muna. Sjáfstæðis-og Framsóknarflokkarnir virðast vilja virkja út í eitt, það hefur margsinnis komið fram, kanski lifum við ekki í sama sólkerfi, hver veit...Vandi Austurlands er enn til staðar, þó svo þið í Reyðarfirði skynjið það ekki. Unga fólkið flyst enn í lange bane í burtu  enda vilja fæstir enda í álbræðslu þó að það henti sumum. Annar er ég náttúruverndarsinni, ekki pólitíkus eða hagfræðingur. Það mætti virkja allt í tætlur fyrir mér ef það kostaði ekki þvílíkar náttúrufórnir eins og til að mynda Kárahnjúkavirkjun, þá stæði ég með ykkur stóriðjufíklunum heils hugar.Annars þýðir ekkert að reyna að opna augu sjáandi blindra, það er bara tímasóun, en ég stendst ekki mátið er ég les margt sem stóriðudýrkendur skrifa. Það er allt í góðu að virkja fyrir okkur Íslendinga og okkar iðnað  og er langt síðan að innanlandsþörfinni var fullnægt. Ég er hins vegar engan veginn tilbúinn að fórna náttúruperlum ( eins og því svæðið sem fór undir álbræðslu Alkóa) fyrir erlenda ál-auðhringi sem hugsa einungis um eigin skinn og hagnaðurinn fer að mestu úr landi, kv Hjalti, 701 Egs.

_

HStef (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 15:08

8 identicon

Nú þegja menn bara eða hvað???

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:30

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Blessaður Æja, ég hef bara ekki mátt vera að því að svara þessu, en geri það núna á handahlaupum. 

-

Hjalti, þú finnur ekki stafkrók um það að álverinu á Reyðarfirði hafi verið ætlað að "bjarga öllu" á Austurlandi. Reyndar voru einhverjar væntingar um að jákvæð áhrif álversins næðu til Seyðisfjarðar, en þau áhrif eru mjög lítil, þó fáeinir Seyðfirðingar hafi vinnu af álverinu.

Og eflaust er hægt að finna í ræðum þeirra alþingismanna sem studdu framkvæmdirnar á sínum tíma, orð eins og: "Gott fyrir Austurland".... "Til hamingju, Austurland", o.s.f.v.

-

Í umhverfismatsskýrslunni fyrir álverið var reiknað með að áhrifasvæði álversins yrði á Mið-Austurlandi, og Seyðisfirði að nokkri leyti meðtöldum. Það var þó tekið sérstaklega fram að fyrst og fremst yrði það

  1. Reyðarfjörður,
  2. Egilsstaðir
  3. Eskifjörður
  4. Fáskrúðsfjörður
  5. Neskaupsstaður
  6. Seyðisfjörður, Stöðvarfjörður

 Engin "náttúruperla" fór undir álver í Reyðarfirði.

-

Nú er að koma út "Lokaskýrsla" um heildar efnahags og samfélagsleg áhrif álvers og virkjunarframkvæmda á Austurlandi, og raunar á landsvísu einnig. Ég mæli með að Hjalti Stefánsson gluggi í þá skýrslu á næstunni. Mér skilst að hún sé aðgengileg á vef Atvinnuþróunarsjóðs... eða félags Austurlands.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.10.2010 kl. 16:13

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þess má geta að framtíðarspár hafa allar ræst varðandi álverið í Reyðarfirði og sýnir að vandað hefur verið til verks frá upphafi. En margt mátti samt betur fara og það er eitthvað til að læra af.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.10.2010 kl. 16:21

11 identicon

Það er ekki tekið út með sældinni  að þrátta við þverhaus eins og þig. Það er alveg sama hvaða rök menn koma með.  Eins og t.d þegar þú segir að engin náttúruperla fari undir álverið, þá ættir þú, þar að segja ef dómgreind þín er einhver, að skilja hvað ég á við ! Auðvitað svæðið sem fór undir lónið, það væri ekkert álver án lónsins, ert þú blábjáni eða hvað ? Útúrsnúnigskúnstir,  og að sitja sem fastast við inn keyp er íslenska leiðin og skilað okkur m.a einu stk bankahruni. Og ég sé sjálfur um að velja mér lesefni, hjálparlaust .

HStef (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband