Atvinnurekandi hér á Austurlandi spurði mig fyrir nokkru síðan hvort ég væri eitthvað með Pólverja í ökunámi. Ég sagði honum að ég hefði haft fáeina. Þá sagði hann mér að hann hefði heyrt á tal Pólverja sem voru í vinnu hjá honum að þeir keyptu fölsuð ökuskírteini í Póllandi.
Miklu ódýrara fyrir þá og lítil fyrirhöfn.
![]() |
Keyptu vegabréfin í Póllandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 25.10.2012 (breytt kl. 16:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér að neðan er þrennt sem ég keypti úr grænmetisdeild Krónunnar í dag. Melóna, ananas og íslensk rófa.
Melónan kostaði 201 kr. (218 kr. per. kíló). Ananasinn kostaði 313 kr. (199 kr. kg.). Rófan kostaði 316 kr. (280 kr. kg.) Suðrænu ávextirnir koma til Reykjavíkur yfir hálfan hnöttin og svo með flutningabíl austur á Reyðarfjörð. Ég veit ekki hvaðan rófan kemur en hún gæti verið ræktuð í næsta nágrenni, t.d. á Fljótsdalshéraði
Ég klóra mér í kollinum og hugsa... einhver er tekin í ósmurt....
Bændurnir sem rækta suðrænu ávextina eða ég, nema hvortveggja sé
Bloggar | 25.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég heimsótti Akranes um liðna helgi og tók þessar myndir við það tækifæri.
Akranes, Skipaskagi, Skaginn, dregur nafn sitt af jörðinni Skaga.
Stækka má myndirnar með því að smella á þær þrisvar.
Listaverk til minningar um sjóslysið mikla árið 1905 sem lesa má um á efstu myndinni. Keilir á Reykjanesi og varðskipið Þór í bakgrunni.
Gamli vitinn var byggður 1918 og var í notkun til 1946
Nýi vitinn (1946) 24 m. hár. Myndin er tekin úr gamla vitanum
Ferðalög | 24.10.2012 (breytt kl. 14:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rottan og minkurinn eru einu dýrin sem mér er illa við í íslenskri náttúru. Rottum var útrýmt á Reyðarfirði fyrir rúmum 20 árum og hafa ekki sést síðan.
Dúfum var einnig útrýmt rétt fyrir aldamótin og sáust ekki hér í rúm 10 ár. Þær voru ágengar í loðnumjölsskemmunum. Nú er engin loðnubræðsla á Reyðarfirði og 10-15 skræpur er nú búsettar í bænum og það finnst mér skemmtilegt.
Sjálfsagt eu ekki margir þéttbýlisstaðir sem geta státað af rottuleysi
![]() |
Tilkynnt reglulega um rottur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.10.2012 (breytt kl. 10:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

![]() |
73,7% sögðu já í Reykjavík norður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
"Rannveig þú hefur ekki efni á að skrifa svona, það er sorglegt að lesa þennan texta þinn. ´Ég hef fundið til með þér í mörg ár", segir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands í athugasemdarkerfi á smugan.is, málgagni Vinstri Grænna.
Vinstri Grænir virðast óttast samkeppni frá Hægri Grænum í næstu kosningum, því hver níðpistillinn rekur annan á síðum vefmiðils þeirra um þá Hægri og sérstaklega formanninn, Guðmund Franklín Jónsson.
Ofangreind ummæli við frétt miðilsins, sjá HÉR , frá formanni fjölskylduhjálpar Íslands, Valgerði Jónu Flosadóttur, finnst mér athyglisverð. Formaðurinn er í samneyti við fólk sem er illa statt í lífinu og þekkir eflaust margar harmsögur úr samfélagi okkar.
Mér finnst liggja beint við að margir tengi samúð Valgerðar Jónu með Rannveigu þessari, við Fjölskylduhjálpina. Hvort sem um slík tengsl sé að ræða eða ekki, þá hljóta svona opinber ummæli formanns Fjölskylduhjálparinnar að vera ósmekkleg, svo ekki sé meira sagt.
Bloggar | 18.10.2012 (breytt kl. 18:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ók frá Reyðarfirði til Reykjavíkur í gærkvöldi og hef sjaldan séð eins stórkostlega fallegan stjörnuhiminn. Við Vík í Mýrdal var mikið norðurljósahaf í norðri og þegar ég kom vestur fyrir Vík og upp veginn yfir Reynisfjall, birtust skyndilega 4 gangandi vegfarendur við veginn. Mér brá mjög því fólkið var ósýnilegt þar til rétt áður en ég kom að því.
Ég er nokkuð viss um að þetta voru erlendir ferðamenn í norðurljósaskoðun. Endurskinsmerki hefðu verið við hæfi og spurning hvort ferðamálayfirvöld þurfi ekki að kynna þau fyrir ferðamönnum sem koma til landsins í svartasta skammdeginu.
![]() |
Slysahætta í Norðurljósaskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 18.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að Lars Lagerbeck tók við íslenska liðinu er ég hættur að vera pirraður eftir leiki liðsins, jafnvel eftir tapleiki. Ástæðan er einföld; liðið spilar mun betri fótbolta en áður og þorir að halda boltanum og sækja fram. Leikmennirnir geisla af baráttu og áræðni.
Ég var að spila bridge á netinu í gærkvöldi á BBO.com og fékk makker frá Sviss. Við spjölluðum aðeins um leikinn og sá svissneski sagði að við yrðum með hörkugott lið eftir 2-3 ár. Leikmennirnir væru ungir og mjög efnilegir og það yrði gaman að sjá hverju fram vindur með liðið.
Ég er algjörlega sammála honum.... spennandi tímar framundan. Líkurnar á því að við komumst til Brasilíu eru reyndar sáralitlar eftir tapið gegn Sviss, en það verða fleiri undankeppnir á næstu árum.
![]() |
Vilja meira með þetta lið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 17.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta var ein af kröfum búsáhaldabyltingarinnar og vinstrimenn sem verið höfðu í stjórnarandstöðu svo lengi sem elstu menn mundu, tóku undir hugmyndina í aðdraganda síðustu kosninga. Allt átti að vera opið og gegnsætt og vinstrimenn sópuðu að sér fylgi. Hugmyndin var auðvitað óraunsæ eins og Sjálfstæðismenn bentu á.
"Allt opið og gegnsætt" var slagorð vinstrimanna fyrir síðustu kosningar. Slagorðið er í dag argasta öfugmæli, eins og mýmörg dæmi á kjörtímabilinu bera vitni um.
"Lygar og leynimakk" hefði verið heiðarlegra slagorð.
![]() |
Hætt verði við að hljóðrita fundina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.10.2012 (breytt kl. 11:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Veiða/sleppa æði greip um sig í laxveiðinni fyrir fáeinum árum. Ekki eru allir á eitt sáttir við þetta "cult". Fylgjendur þessa veiðiskapar, ef veiði skal kalla, segja að þetta muni fjölga laxinum en aðrir telja að náttúran sjái um þetta að mestu.
... og svo hrundi laxveiðin
![]() |
Niðursveiflan í laxveiðinni var 39% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Páfinn fordæmdi vaxandi gyðingaandúð og biskupinn talaði um að mótmæla.
- Fúsk og sleifarlag gagnvart atvinnuvegum
- Hvað jók fylgið?
- Spilið "Trash" með spilastokk(52 spilum)
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"