Ég fór með bílinn á verkstæði í dag til að skipta um bremsuklossa að aftan. Í leiðinni lét ég athuga bilanameldingu sem kemur þegar ég set lykilinn í svissinn, segir eitthvað um "steering wheel lock" og mælaborðið pípir á mig. Ég starta og bíllinn fer í gang en drepur svo strax á sér. Ég tek svisslykilinn úr og set hann í aftur, set í gang og þá er allt í lagi. Þetta gerist bara einstöku sinnum, helst þegar bíllinn er kaldur.
Það þarf að tengja bílinn við sérstakan bilanagreini (tölvu) sem les úr svona skilaboðum á örskömmum tíma. Niðurstaðan var sú að stýrislæsingin var ekki biluð, heldur skynjari sem segir til um hvort hún sé ekki örugglega í lagi. Skynjarinn kostar 50 þúsund krónur og svo kostar einhverja formúgu að taka gamla skynjarann úr og setja þann nýja í.
Verkstæðismaðurinn sagði að það borgaði sig að panta nýjan skynjara fljótlega því hann gæti farið alveg og þá væri ég í töluverðum vandræðum því ekki yrði hægt að draga bílinn á verkstæði vegna þess að þegar skynjarinn gæfi endanlega upp öndina, þá myndi stýrið læsast og ég yrði að fá kranabíl til að flytja bílinn.
Bilanagreiningin kostaði mig 7.212 krónur.
Bloggar | 11.10.2012 (breytt kl. 02:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég nota ekki áfengi eða aðra vímugjafa, það er mitt val. Ég er hlynntur forvarnarstarfi í áfengis og vímuefnamálum, líkt og ég er hlynntur forvörnum í umferðarmálum, eineltismálum og mörgu fleiru.
Ég sé hins vegar ekkert forvarnargildi í því að banna auglýsingar á löglega framleiddum vörum. Fyrir mörgum er léttvín og bjór hluti matarmenningar og framleiðendur vörunnar eiga auðvitað að fá að auglýsa kosti vöru sinnar.
10-15% mannfólksins kunna eða geta ekki umgengist vín sér og sínum að meinalausu. Einhverjir viskubrunnar telja að lækka megi þetta hlutfall með því að banna að auglýsa áfenga drykki og Maltið, sem gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna er þar meðtalið.
Mér finnst öðru máli gegna um auglýsingar á tóbaki. Ég sé engan menningarauka í tóbaksreyk og varla heldur nokkur maður því fram sem reykt hefur reglulega í langan tíma að tóbakið hafi ekki haft skaðleg áhrif á sig og ALLIR sem reykja reglulega eru háðir tóbaksfíkn. Það á ekki við um áfengið.
Ég get vel séð fyrir mér, í ekki svo fjarlægri framtíð að heimsbyggðin sameinist um að útrýma tóbaksfíkn. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér að reynt verði að taka áfengi slíkum tökum. Það var reynt á bannárunum með skelfilegum afleiðingum.
![]() |
Bjór verður malt með lagabreytingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dræm sala DV hlýtur að helgast af því að þetta er svokallaður sorpmiðill. Í athugasemdarkerfi netmiðils DV safnast gjarna mestu netbullur samfélagsins. Þessar netbullur/sóðar finna einhvern samhljóm með ritstjórnarstefnu DV.
Ég hef ekki keypt DV í mörg herrans ár og það er ekki útlit fyrir að það breytist.
![]() |
Okkar vandi var talsverður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | 3.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á vef Austurgluggans, http://agl.is/ má sjá þetta kort af því hvar hreindýrin veiðast eystra. 13 dýr náðust ekki af úthlutuðum kvóta.
Bloggar | 3.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"...the attempt to criminalise Mr Haarde had clearly backfired against Icelands political class and had left a bad aftertaste."
Kjósendur refsa stjórnmálamönnum ef þeir gera pólitísk mistök og það gerðu þeir svikalaust í síðustu kosningum.
Tilraun vinstrimanna að gera glæpamann úr Geir Haarde er eitt mesta hneyksli íslenskrar stjórnmálasögu og mun verða óafmáanlegur blettur á ferilskrá Samfylkingar og Vinstri Grænna.
Refsing kjósenda vofir yfir þessum flokkum eftir ítrekuð axarsköft á kjörtímabilinu.
![]() |
Málið gegn Geir misheppnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
![]() |
Bleikjan krullast bara á pönnunni! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | 2.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spaugilegt | 1.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

![]() |
Stefnir á 2. sætið í NA-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.9.2012 (breytt kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ríkisendurskoðandi og fjársýslustjóri hafa komið afar illa út í viðtölum í þessu hneiksli um kaup á hugbúnaði fyrir bókhald ríkisins. Nú er ég enginn æskudýrkandi varðandi fólk á vinnumarkaði, en þessir kallar eru rykfallin möppudýr og greinilega of gamlir fyrir störf sín.
Það þarf að "upgrade-a" þessar stöður og fá fríska menn sem hafa getu til að takast á við verkefni 21. aldar. Ef þeir segja ekki upp sjálfviljugir, þá á að reka þá eða a.m.k. lækka þá í tign og setja þá í verkefni sem þeir ráða sæmilega við.
![]() |
Ríkisendurskoðandi: Dylgjum vísað á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.9.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
..... fyrir andstæðinga Samfylkingarinnar.
Þó er aldrei að vita... hvað þeim tekst að draga upp úr hatti sínum sem skrautfjöður flokksins. Það er úr mörgum tætingslegum fjöðrum að velja.
![]() |
Jóhanna ætlar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.9.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Páfinn fordæmdi vaxandi gyðingaandúð og biskupinn talaði um að mótmæla.
- Fúsk og sleifarlag gagnvart atvinnuvegum
- Hvað jók fylgið?
- Spilið "Trash" með spilastokk(52 spilum)
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"