Zladdi má eiga það... hann er skítsæmilegur í fótbolta. Hrokafullur eins og Faxi í handboltanum. Mörkin verða ekki mikið magnaðari en þetta. Tveir varnarmenn Englendinga hlaupa strax aftur fyrir markmannin.... en það dugar ekki til.
![]() |
Stórfenglegt mark hjá Zlatan (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 14.11.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaupmenn, heildsalar, útgerðarmenn og allir sem sýsla með neysluvörur í fyrirtækjum sínum, s.s. matvæli, þrifnaðarvörur o.s.f.v., "stela" frá sjálfum sér til einkanota og færa inn bókhaldsliðinn "vörurýrnun".
Árleg rýrnun í verslunum vegna hnupls er áætluð um sex milljarðar króna. Hversu stóran hlut eiga búðareigendur?
![]() |
Hnuplað fyrir sex milljarða á ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 12.11.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ragnar Önundarson mætti kokhraustur í prófkjörið og vildi sæti Bjarna formanns í fyrsta sæti listans. Hann hjólaði í formanninn í blaðagrein og sú atlaga hefur greinilega geigað. Hann gerði fortíð Bjarna úr viðskiptalífinu að umtalsefni, sem var mjög einkennilegt í ljósi hans eigin fortíðar.
Mér finnst ólíklegt að Ragnar reyni fyrir sér aftur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Honum var hafnað með afgerandi hætti.
![]() |
Bjarni með 54% atkvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.11.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Spaugilegt | 9.11.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mörg ár eru síðan Fagridalur hefur verið svona lengi lokaður og ófær, eða í 3 sólarhringa. Fyrir ókunnuga þá er Fagridalur leiðin frá Reyðarfirði til Egilsstaða. Vegurinn var loks opnaður í dag í fallegu veðri. Ég fór til Egilsstaða í dag og tók nokkrar myndir.
Vegurinn frá Reyðarfirði upp á Fagradal liggur fram hjá Grænafelli. Í miklum rigningum verður oft grjóthrun úr fellinu og einstaka sinnum liggja mörg hundruð kílóa grjóthnullungar á veginum. Í miklum snjóum verða þarna snjóflóð. Þau koma flest í "Skápinn", en geil var grafin inn í fellið til þess að taka við lítilsháttar grjóthruni svo það bærist síður út á veginn. Snjóflóðin eru einnig algengust á þessum stað og oftast eru þau lítil en þau fylla skápinn auðveldlega.
Myndin er tekin við Skápinn í dag og sýnir snjóflóðið sem féll í norðan áhlaupinu. Þykktin er ríflega 3 metrar og breiddin ca. 20 metrar. Fyrir nokkrum árum hreif snjóflóð á þessum stað veghefil með sér fram af vegbrúninni. Ökumaður veghefilsins slapp ómeiddur úr þeim hildarleik.
Gilið fyrir ofan skápinn og upptök snjóflóðsins
Rétt fyrir ofan Skápinn í Grænafelli er útsýnis og áningarstaðurinn Hryggsel. Þar var snjóblásaranum lagt eftir gott dagsverk.
Á Egilsstöðum. Þar líkt og á Reyðarfirði snjóaði mikið og skefldi.
Á fimmtudaginn var útlitið úr stofuglugganum hjá mér á Reyðarfirði svona. Á föstudaginn rigndi heil ósköp ofan í þetta.
Bloggar | 4.11.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikil ofankoma fylgdi þessu norðan áhlaupi í nótt. Mörg ár eru síðan skólahaldi var síðast aflýst á Reyðarfirði.
Séð út um stofugluggann hjá mér kl. 08.30
Stórir skaflar út um allt
![]() |
Víða röskun á skólahaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.11.2012 (breytt kl. 09:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi grein í Geopolitical Monitor er tóm vitleysa og bara það að vitnað sé í Stefán Ólafsson, gerir hana strax ótrúverðuga. Haft er eftir honum pólitískt kosningaslagorð Samfylkingarinnar frá 2003 og 2007 um "turnana tvo" í íslenskri pólitík. Ef þeir hafa einhvern tíma verið tveir, þá er a.m.k. turn Samfylkingarinnar hruninn. Þar sem hann stóð er nú "Ground Zero".
Í greininni er einnig sagt að Íslendingar hafi ekki slitið sig að fullu frá Dönum fyrr en á 21. öldinni. Við gefum okkur auðvitað að þarna sé um innsláttarvillu að ræða, en samt sem áður er þetta sterk vísbending um hroðvirknisleg vinnubrögð.
Íslenskt velferðarkerfi er heilt yfir fyllilega sambærilegt við það skandinavíska. Það koma hæðir og lægðir hér eins og annars staðar. Svíar hafa verið í afar erfiðum málum framan af þessari öld og svo var komið að þeir voru farnir að leita sér hjálpar í Finnlandi. Velferðartúristar streymdu yfir Helsingjabotn með ferjum frá Svíþjóð í stórum stíl.
![]() |
Veikara velferðarkerfi á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.11.2012 (breytt kl. 08:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinstri flokkarnir eru í nokkrum vanda. Þeim gengur ekki vel, nema þjóðinni gangi illa. Og þjóðinni gengur ekki illa, nema vinstri flokkarnir séu við völd! - Davíð Oddsson 1999.
Það þarf engin að vera hissa á að vinstrimenn óttuðust Davíð...... og gera enn
Til að gæta sanngirni þá voru vinstriflokkarnir ekki öfundsverðir að taka við stjórnartaumunum eftir bankahrunið. Ég er þó ekki í nokkrum vafa að Ísland væri ofar á þessum velmegunarlista ef þeir héldu ekki um stjórnartaumana. Sýn þeirra á atvinnu og skattamál hefur dregið allan þrótt úr þjóðinni og valdið miklum skaða.
![]() |
Ísland í 15. sæti velmegunarlista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.11.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Líknarfélög og góðgerðarsamtök eru vinsælar "peningaþvottastöðvar" fyrir glæpamenn. Þetta er sorglegt mál og vonandi skaðast björgunarsveitirnar ekki vegna þessa.
Myndband/hljóðupptakan er hér:
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=jLOfjm1fN1o
![]() |
Óskar eftir leyfi vegna umfjöllunar DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 31.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrirsögnin er fengin af vef RUV.is, HÉR.
Ég er málkunnugur nokkrum Pólverjum hér í Fjarðabyggð og margir þeirra voru fullvissir, strax og fréttist af "slysinu", að flugvélinni hefði verið grandað af pólitískum andstæðingum ríkisstjórnarinnar. Um borð í flugvélinni voru um 80 af helstu ráðamönnum þjóðarinnar.
Ég skynjaði að Pólverjarnir hér eystra voru verulega slegnir.
"Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt verður í dag sýna að leifar af sprengiefni er að finna í flaki pólskrar farþegaþotu sem hrapaði í lendingu í Smolensk í Rússlandi árið 2010", segir á RUV.is.
Bloggar | 30.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 946853
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Páfinn fordæmdi vaxandi gyðingaandúð og biskupinn talaði um að mótmæla.
- Fúsk og sleifarlag gagnvart atvinnuvegum
- Hvað jók fylgið?
- Spilið "Trash" með spilastokk(52 spilum)
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Lekavandamál í sex ára gömlu húsi
- Allt að 13 stiga hiti á sumardaginn fyrsta
- Við erum bara hálflömuð
- Ásthildur Lóa vill fá 174,9 milljónir fyrir húsið
- Norðurgarðurinn endurbyggður
- Halla forseti mun setja Stóra plokkdaginn
- Maðurinn laus úr haldi: Konan með meðvitund
- Íbúðir leyfðar við Austurvöll?
- Konan með höfuðáverka: Einn handtekinn
- Lítum upp úr símunum og sýnum meiri kærleika
Erlent
- Rússar brotið páskavopnahlé ítrekað
- Mistök leiddu til þess að 15 bráðaliðar voru drepnir
- Skemmdarverk unnin á styttu af Mandela
- Ljón drap 14 ára stúlku
- Flokkur Farage stærstur í Bretlandi
- Maður fannst látinn í brennandi bifreið
- Fordæmdi gyðingaandúð og ástandið á Gasa
- Ásakanir um árásir ganga á víxl í vopnahléi
- Tveir skotnir til bana í Þýskalandi
- 19 árásir Rússa fyrstu sex tíma vopnahlés
Fólk
- Allt í tónleikahaldi fyrir norðan
- Aron Can skemmti í Hlíðarfjalli (myndir)
- Vitur, skemmtileg og hæfileikarík
- Þetta er einstakt tækifæri
- Veikindafríi Palla formlega lokið
- Ég hafði uppi mjög sterkar varnir
- Katrín á Aldrei fór ég suður
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar