Bloggar | 29.10.2015 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að flagga í hálfa stöng við andlát þorpsbúa á Reyðarfirði hefur tíðkast alla flöggunartíð. Allir sem flaggi geta valdið og eiga flaggstöng í garðinum sínum, flagga. Þegar fólk sér flöggunina, spyr það: "Hver var að deyja?"
Samfélagið á Reyðarfirði er sennilega enn breyttara en á Húsavík, eftir að álver Alcoa hóf starfsemi sína í firðinum 2007. Íbúum hefur fjölgað um helming, úr 600 í 1200 og þar af góður partur af fólki sem átti ekki tengingu við staðinn fyrir. En ferðamenn eru örugglega fleiri á Húsavík. Enginn skaði er af því þó ferðamenn eða aðrir verði hissa á að sjá flaggað í hálfa stöng.
Í sjálfu sér breytir engu hvort opinberir aðilar flaggi í hálfa stöng eða ekki, því þorpsbúar sjálfir á Reyðarfirði sem og í öðrum bæjarkjörnum í Fjarðabyggð munu vonandi halda áfram í siðinn.
Hætt að flagga í hálfa stöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.10.2015 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Kostnaðurinn við refsistefnuna á sér margar birtingarmyndir.
Gríðarlegur beinn kostnaður við dóms og fangelsiskerfið sem auk þess virðist ekki skila neinu. Þungar refsingar ávísun á meira ofbeldi, t.d. gegn uppljóstrurum og lögreglu.
Á meðan fókusinn er á refsingum er minna fé veitt í fræðslu og forvarnarstarf. Brot af refsikostnaðinum myndi fullnægja þörf á raunverulegu hjálparstarfi.
Ungt fólk sem fær á sig dóma fyrir minniháttar fíkniefnamál, getur átt von á að sakaskrá þess svipti þau eðlilegum tækifærum í lífinu.
Núverandi stefna í þessum málum er skelfilegri harmleikur en fíkniefnadjöfullinn sjálfur.
Einblíni ekki á þyngri refsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.10.2015 (breytt kl. 20:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir ekki svo löngu síðan komst upp um Björn Óla Hauksson, forstjóra ISAVIA, en hann hafði á ólöglegan hátt orðið sér úti um ókeypis flugmiða í nafni ríkisfyrirtækisins, fyrir fjölskyldu sína. En reyndar voru flugmiðarnir auðvitað ekkert ókeypis, nema bara fyrir hann persónulega. Hann lét ríkið borga fyrir miðana.
Þegar upp um hann komst, þökk sé Helga Seljan í Kastljósi, flýtti hann sér að borga fyrir flugmiðina og afsakaði sig með því að segja að hann hefði gleymt að borga fyrir miðana. Ekkert var gert meira með það mál.
Sjá hér: http://www.ruv.is/frett/isavia-greiddi-fjolskylduferdir-forstjora
Nú bíðum við úrskurðar dómstóla um hvort forstjóranum verði gert skylt láti af hendi gögn um útboðsmál sem lúta að viðskiptum fyrirtækisins.
Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því máli.
Isavia mun ekki afhenta gögnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2015 (breytt kl. 14:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir allmörgum árum var mikil hystería í gangi meðal loftslags-alarmista að kóralrifin miklu við Ástralíu væru nánast við dauðans dyr vegna hlýnunar jarðar og hækkunar sjávarborðs.
Í dag eru þessi mögnuðu kóralrif við hestaheilsu og raunar hafa þau ekki verið jafn lífleg lengi og fara stækkandi.
Þessa dagana hellist yfir almenning allskyns dóms og dauðadagsspár. Lífríki sjávar í heild sinni er í hættu... að sögn.
Vísindamenn á spenanum hjá opinberum aðilum dæla þessu til fjölmiðla,- til að tryggja sér fjármagn frá skattgreiðendum. Þeir þurfa jú vinnu, blessaðir. Ofgnógt vísindamanna er að sliga nútíma samfélög, á meðan víða er skortur á iðnaðarmönnum. Þetta er vandamál sem lengi hefur verið varað við, að of margir velja langskólanám en of fáir iðnnám.
Fjölmiðlar gleypa við áróðrinum án gagnrýni, enda selja hryllingsfréttir betur en góðar fréttir. Almenningur kaupir áróðurinn og stjórnmálamenn dansa eftir því hvernig vindar almenningsálitisins blása hverju sinni.
Kóralar fölna sem sjaldan fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.10.2015 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt er í kaldakoli hjá Reykjavíkurborg og borgarstjórinn Dagur, er til lítils megnugur sem rekstrarstjóri hennar.
Hann fær algjöran frið fyrir gjörspilltum fjölmiðlum landsins, ekki síst ríkisfjölmiðlinum RUV, sem er ekkert annað en málpípa Samfylkingarinnar.
Fáheyrt dómgreindarleysi hans í Ísraels-málinu hefur ekki gefið margverðlaunuðum rannsóknarblaðamönnum undanfarinna missera, tilefni til að atast í honum. Hvers vegna heyrist ekkert í rannóknarblaðamönnunum um málefni Reykjavíkurborgar? Þeim sömu og gerðu að markmiði sínu að bola Hönnu Birnu úr ráðherrastóli? Hvers vegna er ekki hamrað á skuldastöðu borgarinnar?
Ég segi "gerðu að markmiði sínu" vegna þess að það sögðu þeir sjálfir. Þeir opinberuðu nálgun sína á málinu á þann veg þegar Hanna Birna sagði af sér. Takmarkinu var náð og það segir allt um hverra erinda þeir gengu.
Dagur er mest áberandi við ýmis dægurmál og skemmtiefni. Hann nýtur friðhelgi í erfiðu málunum.
Berlínarmúrinn afhjúpaður við Höfða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.10.2015 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er með ólíkindum að löglærður maður skuli telja að fjölbreytni eigi að vera aðalsmerki dómara.
Eiga dómsniðurstöður að vera fjölbreyttar? Eiga dómarar að dæma eftir lögum eða eiga þeir að dæma eftir því úr hvaða umhverfi þeir sjálfir eru sprottnir? Á dómari sem eru afkomandi verkafólks að dæma öðruvísi en dómari sem er afkomandi menntafólks? Á kvendómari að dæma öðruvísi en karldómari?
Hverslags vitleysa er þetta!
Mæli með þessari grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Jon_Steinar/veljum-thau-haefustu
Fjölbreytni í dómstólum! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.10.2015 (breytt kl. 14:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Engin gögn sýna að aukning hafi orðið í heiminum á þurrkum, flóðum, fellibyljum eða stormsveipum (tornadoes) á undanförnum árum. samt sjáum við stöðugt í fréttamiðlum fullyrðingar um annað. Hvernig ætli standi á því?
Wikipedia segir: "Throughout much of 2015, tornado activity has been near record low"
Yfirgripsmiklar lofthitamælingar hafa verið gerðar á jörðinni frá því seint á 19. öld (ca 1880). Frá þeim tíma hefur hitastig hækkað að meðaltali á jarðkringlunni um 0.8 gráður. Á sama tíma hefur magn koltvísýrings (co2) í andrúmsloftinu aukist um 40%, úr ca 280 ppm í 400 ppm (ppm= parts per miljón).
Ekki er deilt um að þessi aukning er tilkomin vegna brennslu manna á jarðefnaeldsneyti. Það er heldur ekki deilt um að aukin koltvísýringur hefur áhrif á hitastig jarðar til aukningar. Menn deila hins vegar um aðallega tvennt; annað er hversu mikið af hitaaukningunni má alfarið skrifa á aukningu co2 og hitt er hversu slæmt (eða gott) er það. ( Reyndar má bæta við hinu þriðja, en það er um áreiðanleika og spá loftslagslíkana um framhaldið).
Fram kemur í máli Freeman Dyson í viðtalinu hér að neðan að á sama tíma og aukning á co2 er 40%, hefur jörðin grænkað um 20%. Flestir vita að gróðurinn bindur koltvísýring og það er einmitt forn rotnandi jarðlög gróðurs sem mynda olíulindir og kolajarðlög og við brennslu þessara efna fer co2 aftur út í andrúmsloftið.
Co2 er ekki eitur eða mengun eins og sumt fólk virðist halda, heldur lífsnauðsynlegt efni í andrúmsloftinu og því meira sem er af því, því hraðar og betur vex gróður. T.d. er co2 dælt inn í sum gróðurhús þannig að hlutfall co2 hækkar úr núverandi 400 ppm utandyra, í 1200 ppm innandyra.
Freeman Dyson er heimsþekktur vísindamaður og orðinn háaldraður. Hann segir í viðtalinu að það sé gott að vera í minnihlutahópi varðandi skoðanir á loftslagsmálum. Honum finnst skoðanir margra loftslagsvísindamanna minna fremur á trúarbrögð en vísindi. Hann segir ennfremur að það sé gott að vera orðinn þetta gamall og kominn á eftirlaun, því ekki sé hægt að reka hann úr vinnu fyrir skoðanir sínar.
Æ fleiri vísindamenn sem komnir eru á eftirlaun eru farnir að tala í sömu veru og Freeman Dyson. Þeir þorðu ekki að efast um loftslagstrúarbrögðin af ótta við útskúfun og atvinnumissi.
Endilega kíkið á þetta skemmtilega viðtal við Freeman Dyson.
Þurrkurinn verri vegna loftslagsbreytinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.8.2015 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hugtakið "reiðhjólarein" er ekki til í íslenskum lögum eða reglugerðum og þ.a.l. getur það skapað óvissu. Þessu þarf að breyta.
Möguleiki er að skipta göngustígum í tvennt með miðlínu, öðrum megin fyrir reiðhjól og hinum megin fyrir gangandi. Vissulega yrði þetta þröngt fyrir báða aðila, en þó skárra en ekkert.
Hollendingar hafa yfirleitt sérstaka hjólastíga við hlið göngustíga, enda mesta "reiðhjólaþjóð" Evrópu. Ég bloggaði árið 2011 um hjólreiðamenningu í Groningen, með slatta af myndum:
Kalla á fleiri hjólreiðastíga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.7.2015 (breytt kl. 12:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í nýlegu fréttabréfi Ökukennarafélags Íslands segir að blindir megi keyra í Hollandi. Ekki er þó verið að tala um sjálfkeyrandi bíla og þ.a.l. ekki verið að tala um staurblinda heldur lögblinda.
Í fréttabréfi Ökukennarafélagsins segir:
"Í Hollandi hafa nú um 100 manns sem eru gott sem blindir, eða með 5% sjón fengið bílpróf og geta ekið með sérstökum búnaði sem er eins konar stækkunargler . Þessir einstaklingar geta ekið hvar sem er í heiminum en áhugavert verður að fylgjast með hvernig íslensk stjórnvöld bregðast við"
Tákntölur í ökuskírteinum eru nokkrar, t.d. er talan 400 hjá þeim sem hafa leigubílaréttindi, 450 hjá rútubílstjórum, 500 hjá ökukennurum, 100 fyrir réttindi á fólksbifreið þyngri en 3.500 að leyfðri heildarþyngd t.d. húsbíl o.s.f.v.
Evrópusambandið er búið að gefa út nýja tákntölu, 69, fyrir þá sem ekki mega aka nema að vera með áfengislás í bílnum hjá sér, en í nokkrum löndum s.s. Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi, Belgíu og Hollandi er þessari tákntölu beitt til að stemma stigum við akstri undir áhrifum áfengis.
Nýlega kom tákntalan 900 í ökuskírteini á Íslandi, en það þýðir að viðkomandi ökumaður er líffæragjafi.
Mestu breytingarnar frá upphafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.7.2015 (breytt kl. 10:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
- Leggja niður þá starfsemi sem hefur ekki brýn verkefni með höndum
- Snobbað lúsmý, glaður intróvert og hnausþykk ferilskrá
- Prósent eða prósentustig, þar er efinn
- Eyðilagt bankakerfi
- Krónan er ekki vandi
- Vestfirðingar í orkusvelti