Færsluflokkur: Íþróttir
Það er engin ástæða til að láta þessa hluti pirra sig, Óli. Margir segja að liðið hafi leikið skelfilega illa en samt erum við taplausir eftir tvo leiki í erfiðustu handboltakeppni veraldar!
Aðeins meiri geðveiki og þá kemur þetta, strákar! Það eru litlar líkur á svona leikjum þrisvar í röð.
Koma so!
Ólafur Stefánsson: Pirraður, sár og svekktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 22.1.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eini skandallinn í þessum leik, fyrir utan nýju (gömlu) reglurnar hjá dómurunum, var lýsing Adolfs Inga á leiknum. Það á að gefa Dolla litla rauða spjaldið fyrir svona skammarlega frammistöðu.
"Hvað ætlar Óli að gera núna!", sagði hann í gremjulegum tón, eftir að Ólafur Stefánsson hafði gert tvenn mistök í leiknum með stuttu millibili. Í viðtalinu eftir leik spurði hann Ólaf hvers vegna hann næði sér ekki á strik. Hverslags spurning er þetta eiginlega! Óli svarði snilldarlega og sagði að hann þyrfti að horfa á leikinn aftur, "Ég skoraði 7 mörk í leiknum, auk stoðsendinga. Hvað viltu eiginlega að ég geri? Skori 10 mörk í 9 skotum?!"
Adolf Ingi hefur ekkert vit á handbolta og hefur aldrei haft. Hann á að einbeita sér að samkvæmisdönsum eða sundballett, líkt og fyrrum kollegi hans, Ingólfur Hannesson gerði. þar er hann á heimavelli..... þessi kelling
Þessi leikur skiptir sennilega engu máli í sambandi við milliriðlana. Yfirgnævandi lýkur eru á því að þetta jafntefli dugi okkur áfram. Til að svo verði ekki, þurfa Austurríkismenn og Serbar að gera jafntefli og við að tapa fyrir Dönum með sex mörkum eða meira.
Það er hins vegar bráðnauðsynlegt að vinna Dani á laugardaginn, ef við ætlum okkur í krossspilið í fjórðungsúrslitunum.
Klúðruðu stigi í lokin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 21.1.2010 (breytt kl. 22:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
.... að því gefnu að við vinnum Dani á laugardaginn.
Serbarnir eru með mjög gott lið og þeir geta vel unnið Dani. Ísland átti góðan leik í 45 mínútur, en það er ekki nóg á svona móti.
Þetta er enginn heimsendir en vissulega sárt að glutra niður unnum leik.
Ps. Ég er dálítið hissa á Guðmundi að prófa ekki Loga í leikstjórnandann. Það var ekki mikil ógnun í Snorra í leiknum.
Jafntefli gegn Serbum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 19.1.2010 (breytt kl. 21:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er partur af stradegíunni hjá Gumma þjálfara. Hann gaf ungu mönnunum tækifæri í þessum leik og hvíldi að mestu byrjunarliðið.
Ólafur Guðmundsson skoraði 6 mörk í leiknum utan af velli. Það er virkilega gott að fá smá sjálfstraust í strákinn. Það er enginn "farþegi" í liðinu... allir verða að skila sínu þegar á þarf að halda.
Ísland átti aldrei von gegn Frökkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 17.1.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef verið á póstlista EHF- frétta síðan á Evrópumótinu í Sviss 2006. Fréttabréfið er í skrá tengdri þessari bloggfærslu. HÉR er heimasíða mótsins.
"Screenshot" af fréttabréfinu sem er í skránni hér að neðan. Þarna segir að Íslendingar vænti mikils af liði sínu. Í fréttabréfinu má einnig finna leiðbeiningar um hvernig kaupa má beina útsendingu af einstökum leikjum í kepnninni. Hver leikur kostar 3 evrur.
Guðmundur Þórður: Framfarir í varnarleiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 16.1.2010 (breytt kl. 17:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér líst vel á dreifinguna í markaskoruninni, það sýnir ákveðinn styrk.
Einhverjir hafa áhyggjur af þessu góða gengi landsliðsins rétt fyrir Evrópumót. Tala jafnvel um að liðið sé að toppa á röngum tíma. Ég er ekki sammála því. Undirbúningurinn er stuttur og snarpur og atvinnumenn okkar koma í toppþjálfun til leiks. Þegar Svíar og Rússar voru upp á sitt besta á tíunda áratug síðustu aldar, þá var stefna þeirra einföld: Vinna alla leiki.
Það eina sem liðið þarf að passa sig á er að glata ekki geðveikinni. Hún er mikilvæg.
Öruggur íslenskur sigur á Spánverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 16.1.2010 (breytt kl. 15:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta var nokkuð sveiflukenndur leikur hjá íslenska liðinu. Þegar staðan var orðin 12-7 fyrir Ísland, var eins og leikmennirnir ætluðu sér að klára leikinn án fyrirhafnar. Slíkt hugarfar gengur auðvitað ekki. Portúgal hefur á að skipa liprum handboltamönnum. Þeir eru bæði snöggir og sterkir en ógnun frá þeim utan af velli var af skornum skammti. Það þarf ekki að búist við svoleiðis lúxus í Austurríki.
Línuspil og hraðaupphlaup virðist aðalvopn Portúgala og handbragð Mats Olsson, þjálfara þeirra leyndi sér ekki á markverði þeirra. Hörku markmaður þar á ferð.
Leikur íslenska liðsins heldur áfram að lofa góðu en þessi 10 marka sigur hefur lítið að segja þegar í alvöruna er komið.
Það var gaman að sjá ungu leikmennina spreyta sig á lokakaflanum og framtíðin er björt í handboltanum hjá okkur. Ég spái þó að Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason verði ekki með að þessu sinni. Það er eifaldlega ekki pláss fyrir þá í þessu frábæra liði.
Ísland sigraði Portúgal með 10 marka mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 13.1.2010 (breytt kl. 22:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór á Evrópumótið í Sviss og það var mjög skemmtilegt þar til hægri vængurinn hrundi í meiðsli. Alex spilaði kjálkabrotinn hálfan leik en hann hefur lengi verið uppáhaldsleikmaður minn í liðinu... ásamt Guðjóni Val, Óla, Snorra, Róbert....æ, þeir eru allir æðislegir. Leikurinn á móti Noregi voru mikil vonbrigði og ég ætlaði varla að trúa því þegar ég heyrði eftirá að einhver úr norska liðinu skoraði 13 mörk í leiknum. En við unnum Rússa í mótinu og ég held að það hafi verið í fyrsta sinn á stórmóti sem það hafði gerst.
Ég spái íslenska liðinu silfri á mótinu. Frakkar taka þetta.
Spila ekki bara handbolta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 12.1.2010 (breytt kl. 17:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þjóðverjar voru langt í frá sannfærandi og íslenska liðið skyldi ekki ofmetnast við þennan sigur, þó vissulega væri hann góður á heimavelli þeirra. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá liðið koma til baka eftir að hafa lent 5 mörkum undir í fyrri hálfleik.
Sóknarleikur Þjóðverjanna var skelfilegur, nema hraðaupphlaupin. Þess ber þó að geta að tvær þeirra bestu skyttur voru frá.... en samt.
Óli Stef. var frábær í leiknum, sem og Björgvin Páll í markinu en Guðjón Valur olli vonbrigðum. Ekkert gekk upp hjá honum í sókninni, þrátt fyrir fjölda færa.
Þessi leikur lofar góðu fyrir framhaldið.
Myndin er úr Kicker-online og sýnir Róbert Gunnarsson í harðri báráttu.
Góður sigur á Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 9.1.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arnór: Eiður hefur ekki uppi nein áform að fara frá Mónakó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 17.12.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Í Loku launum, ljóð frá 23. nóvember 2018.
- Ísland og Grænlandsmálið
- Það skemmtilega við "ráðgefandi kosningar"
- OU Definition | Investopedia
- WOCU skoða
- TÍSKA : DIOR Men forsýnir haustið 2025
- x
- Trump er bóndi, skapari, hann horfir fram á við, gera meira, með minni tilkostnaði, samanber Buckminster Fuller. Viss hugsun í okkur horfir til baka, og vill leysa málefnin með skortin að leiðarljósi, ekki nóg til handa öllum, rangt Buckminster Fuller.
- n
- Einhver reikni út, hvað marga verðtryggða dollara mælt í nú dollurum, er búið að setja í þá ca. 700 þúsund Palentíska flóttamenn frá 1948, og hvað það hefur kostað á mann. Það að skilja vandamálið er forsenda fyrir lausn á því.