Get varla beðið

Ég fór á Evrópumótið í Sviss og það var mjög skemmtilegt þar til hægri vængurinn hrundi í meiðsli. Alex spilaði kjálkabrotinn hálfan leik en hann hefur lengi verið uppáhaldsleikmaður minn í liðinu... ásamt Guðjóni Val, Óla, Snorra, Róbert....æ, þeir eru allir æðislegir. Leikurinn á móti Noregi voru mikil vonbrigði og ég ætlaði varla að trúa því þegar ég heyrði eftirá að einhver úr norska liðinu skoraði 13 mörk í leiknum. En við unnum Rússa í mótinu og ég held að það hafi verið í fyrsta sinn á stórmóti sem það hafði gerst.

Ég spái íslenska liðinu silfri á mótinu. Frakkar taka þetta.

 


mbl.is Spila ekki bara handbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta eru miklar kempur og nú þekkjast þeir vel. Nýir menn virðast falla vel inn í liðið og á góðum degi vinna þeir hverja sem er. Það vekur mér óróa að Björgvin virðist mistækur í markinu og það er óviðunandi en auðvitað eigum við annan traustan og reyndan til að skipta inn á.

Þeir geta unnið mótið en þeir geta líka hrokkið út fyrr en nokkurn okkar varir.

Reyndar er þeim það greinilega sjálfum ljóst.

Árni Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 18:41

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála hverju orði, Árni

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 19:34

3 identicon

Sæll Gunni. Mig vantar netfangið þitt, ég er með danielarason@gmail.com (Annars hefði lagið verið komið til þín áður en þú komst heim)

Daníel Arason (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband