Góður íþróttamaður

Gunnar Nelson er mesti íþróttamaður þjóðarinnar í dag. Synd að hann skuli ekki vera kjörgengur í vali á Íþróttamanni ársins á Íslandi. Þar yrði hann öruggur sigurvegari árið 2010.

MMA-PHYSIQUE-JUNE-2010-web-1-226x300

Hér er Gunnar á forsíðu þekkts bandarísks tímarits um bardagaíþróttir. "Gunnar Nelson: FIGHTER BORN TO WIN" er aðalgrein blaðsins.


mbl.is Gunnar Nelson á heimslistann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Vissulega er hann ekki gjaldgengur sem íþróttamaður ársins. En hvers vegna ekki? Eru það ekki íþróttafréttamenn sem velja hann? Eru þeir bundnir af ÍSÍ? Ég hefði haldið ekki. Þeir eru ekki meðlimir í ÍSÍ, heldur eru þeir í sínu félagi og sem slíkir hafa þeir valið íþróttamann ársins um áratugaskeið, man ekki hversu oft í augnablikinu. Ég sé ekki alveg rökin fyrir því að þeir megi ekki stíga út fyrir boxið og velja þann sem sannanlega er bestur hverju sinni.

Gísli Sigurðsson, 29.9.2010 kl. 17:49

2 identicon

Líklega er nú best að hafa einhvern ákveðinn ramma utan um þetta. Það væri t.d. Skrítið að menn væru gjaldgengir innan sérsambanda sem eru ekki með lyfjapróf á meðan aðrir eru skyldugir til að fara eftir ströngum reglum. Mjölnismenn og aðrir verða bara að skottast til að koma þessu í lag svo að Gunnar fái þá viðurkenningu se hann á skilið.

Ragnar (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 19:18

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, snýst þetta ekki að hluta til um lyfjaprófin, en svo er íþrótt Gunnars einnig ólögleg hér á landi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband