Bæði dúer og þinker

Ég sá fyrri hálfleikinn að mestu í sjónvarpinu. Þegar staðan var orðin 1-6, hálf hrópaði ég í vælandi tón á stofugólfinu:  "Hvað er eiginlega að ske!?"

Svo tautaði ég við sjálfan mig eitthvað í þá veruna að þetta væri hrikalegt vanmat.

Upp úr miðjum hálfleiknum fannst mér ég sjá batamerki á íslenska liðinu. Það byrjaði með vörninni, sem nú kom framar og truflaði þó nokkuð öfluga hægri handar skyttu Lettanna. Íslendingar unnu seinni helming fyrri hálfleiks 13-7. Ég þurfti svo að bregða mér af bæ í hálfleik, en hafði ekki nokkrar áhyggjur af þessum leik. Ég vissi að þeir voru komnir með það sem til þurfti.

ólistefViðtalið við Óla í viðtengdri frétt er skemmtilegt. Ólafur Stefánsson hefur heila sigurvegara. Hann er heimspekilega þenkjandi og hann þekkir mannlega veikleika, ekki síst hjá sjálfum sér. Að þekkja veikleikana er einmitt lykillinn að lausn vandans. Óli er yndisleg blanda af "doer and thinker". Svona karakter er sjaldgæfur meðal okkar mannanna.

Þessi leikur er "Wakeup call" fyrir Guðmund þjálfara og strákana í liðinu. Ég vona að þeir setji ekki á "snooze" og gleymi sér. Crying


mbl.is Ólafur sagði Íslendinga hafa vanmetið Lettana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband