Við tökum Spánverja

Það hefði verið auðveldari leið að gullinu að fá S-Kóreumenn, þeir eru sprungnir en Spánverjarnir eru líkamlega sterkari og þola svona leikjaálag betur. Ef Guðmundur Þ. og félagar hans í  landsliðsteyminu vinnu heimavinnu sína eins vel og í undanförnum leikjum og liðið heldur stemningunni og sjálfstraustinu, þá tökum við Spánverjana.

Ég vil Króata í næsta leik, sama hvort það verður leikur um gullið eða bronsið. Íbúafjöldi Króatíu er svipaður og í Danmörku og mentalitet þjóðanna í boltaíþróttum er svipað, þ.e. kokhraustir í meira lagi sem stundum fleytir þeim langt, sérstaklega gegn stórþjóðum en þegar þeir lenda á móti örþjóð eins og Íslendingum sem hafa hjartað og hausinn í lagi, þá mæta þeir einfaldlega ofjörlum sínum.

gth0369l


mbl.is Spánverjar hafa bætt sig jafnt og þétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband