Arnór og Sturla

Guðmundur Guðmundsson leyndi ekki ánægju sinni eftir... Snorri átti stórleik og var besti maður vallarins en mestu ánægju mína vakti frammistaða Arnórs Atlasonar og Sturlu Ásgeirssonar. Ólafur Stefánsson var óvenju slappur í þessum leik en það kom ekki að sök, ekki frekar en að liðið væri án Guðjóns Vals. Frábær vörn, liðsheild og barátta skóp sigurinn og betra liðið vann. Við meigum þó hrósa happi að markvarslan var engin hjá Rússum í fyrri hálfleik.

  Mér leist ekki á blikuna þegar Logi Geirsson kom inn á og svo virtist sem leikur íslenska liðsins hikstaði alvarlega um tíma í kjölfar tveggja hörmulegra skota hans, fljótlega eftir að hann kom inná. Þegar hann var settur í vinstra í hornið átti hann erfiðara um vik að gera axarsköft og ég vil hrósa Guðmundi Þjálfara fyrir að kippa honum ekki útaf fyrir mistök sín. Logi er leikmaður á heimsmælikvarða þegar sjálfstraust hans er í lagi og hann öðlast það ekki í þessu móti með því að senda hann í skammakrókin fyrir mistök sem hann gerir. Við eigum hann inni síðar í mótinu, ásamt Óla og Guðjón val.

Ég ætla að leyfa mér að spá því að við töpum fyrir Þjóðverjum í næsta leik en vinnum svo rest í riðlinum. Það gæti hugsanlega fært okkur fyrsta sætið en a.m.k. annað sætið í riðlinum og þar með spilum við um verðlaun á þessum Ólympíuleikum. Ég vona að íslensku landsliðsmennirnir hugsa þetta ekki svona eins og ég, þá er voðinn vís. Einn leik í einu strákar, ekki gleyma því! Cool

Snorri og Arnór voru góðir í viðtalinu hjá Dolla litla. Þeir eru greinilega með hausinn í lagi.


mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Og þeir eiga eftir að leggja fleiri lið ...Ég er búin að snúa sólarhringnum við til þess eins að geta fylgst með íþróttarafrekum okkar manna á Ólympíuleikunum í Peking 2008, þá sérstaklega vakta ég ,,strákana okkar". Flottir strákar...Alltaf.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.8.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.8.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband