Færsluflokkur: Íþróttir
Kjartann Sturluson hefur oft sýnt frábær tilþrif á milli stanganna en hans helsti veikleiki eru úthlaupin en þar sýnir hann stundum skelfilegt dómgreindarleysi. Annað mark Norðmanna átti aldrei að verða. Kjartan var á leið út úr markinu en átti aldrei séns í boltan. Ef hann hefði verið rólegur á línunni þá hefði verið vandræðalaust fyrir hann að verja þetta lausa "skalla-flick" hjá Iversen. Ég trúi varla að hann verði í byrjunarliðinu í næsta leik.
Norðmenn voru lengstum arfaslakir og sendingar þeirra minntu stundum á slakt félagslið á Íslandi. Leikur íslenska liðsins var ekki góður en þó hélt liðið oft á tíðum boltanum ágætlega innan liðsins, betur en norska liðið a.m.k. Mörk íslenska liðsins voru bæði stórglæsileg og liðið má vera þakklátt fyrir 1 stig úr leiknum. Skotarnir verða grimmir á miðvikudaginn, þá er eins gott að vera á tánum.
Frábær úrslit í Osló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 6.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hef ekkert sérlega góða tilfinningu fyrir þessum leik. 0-0 jafntefli er ánægjuefni fyri íslenska landsliðsþjálfarann, er haft eftir honum. Æ.... má þá ég þá frekar biðja um handbolta!
Við munum aldrei ná neinum árangri af viti með þeim hugsunarhætti við séum eitthvað minnimáttar. Ég þoli ekki svoleiðis viðhorf í keppnisíþrótt. Við höfum jafnmarga leikmenn inni á vellinum og andstæðingarnir og minni breidd og færri stórstjörnur bætum við upp með meiri baráttu.
Einbeitingarleysi hjá Norðmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 6.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Karabatic vill fækka leikjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 4.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Leikur Blika og KR-inga var dæmi um bráðfjörugan og skemmtilegan 0-0 leik. Síðastu 20 mínúturnar í venjulegum leiktíma, yfirspiluðu Blikar Vesturbæingana og mér er til efs að íslenskt félagslið hafi spilað betur úti á vellinum síðan Valur 1976-78.
KR-ingar eiga bikarinn vísan á móti Fjölni í úrslitum.
KR-ingar í úrslit bikarkeppninnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 1.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigfús Sigurðsson er einn vinsælasti leikmaður handboltalandsliðsins meðal kvenþjóðarinnar. Danska pressan talaði um hann sem tvöfaldan Boldsen (Joachim) en Boldsen er samanrekinn kubbur og nautsterkur. Sigfús hefur hjarta úr gulli og það er meira virði en silfrið sem hann fékk á ÓL.
Stelpur, hann er á lausu! Koma so!
Allir fái tækifæri til að spila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 31.8.2008 (breytt 1.9.2008 kl. 00:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítil stemning hefur mér fundist fyrir Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar þetta sumarið. Ófáir leikir hafa farið fram hjá mér hér eystra, einfaldlega vegna þess að mér finnst þeir auglýsa leikina illa. Víða má sjá hvernig knattspyrnufélög auglýsa heimaleikina með stórum spjöldum á búkka við fjölfarna vegi en ekkert slíkt hef ég enn séð hér ,þó ég sé búinn að minnast á slíkar auglýsingaaðferðir við menn sem viðriðnir eru liðið.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Frammara var hér þjálfari í fyrra og gerði mjög góða hluti með liðið en þegar hann fór þá tók hann einhverja góða leikmenn með sér. Lítil landsbyggðarlið meiga illa við slíku.
Fallhættan er kannski ekkert yfirþyrmandi en er þó vissulega fyrir hendi. Staðan í deildinni:
1. ÍBV 19 15 1 3 39:12 46
2. Selfoss 19 12 4 3 47:32 40
3. Stjarnan 19 11 5 3 39:20 38
4. Haukar 19 8 3 8 34:35 27
5. KA 18 7 5 6 26:21 26
6. Víkingur 19 6 5 8 27:27 23
7. Víkingur Ó. 19 5 8 6 18:26 23
8. Þór 19 6 3 10 26:37 21
9. Fjarðabyggð 19 4 8 7 29:34 20
10. Leiknir R. 18 4 5 9 22:35 17
11. Njarðvík 18 3 5 10 20:37 14
12. KS/Leiftur 18 1 8 9 15:26 11
Hannah hættur með lið Fjarðabyggðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.8.2008 (breytt kl. 16:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mikið rosalega er ég ánægður með fólkið sem heiðraði "strákana okkar" í miðbænum í kvöld. Óli Stef klikkaði ekki frekar en fyrri daginn í viðtölum og kom með nokkur gullkorn..... eða ætti maður kannski frekar að segja "silfurkorn"
"Gott silfur er gulli betra" sagð Valgeir Guðjónsson . Logi Geirsson kom líka með ágætan vinkil í viðtali þegar hann sagði að nú yrði pressa á landsliðinu í framhaldinu. Vonandi þurfa þeir ekki að skila orðunum ef illa gengur
Orðuveiting á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 27.8.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þessi mynd hlýtur að koma til greina sem fréttaljósmynd ársins. Algjör snilld!
HSÍ fær 50 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 26.8.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég rakst á þessar myndir í danska blaðinu B.T.
Joachim Boldsen og Ólafur Stefánsson. "Hvað vilt þú hér?", gæti Óli verið að segja
"Til stor ærgelse for det danske hold fik Island straffekast i de sidste sekunder. Kampen blev derfor uafgjort - 32-32".
"Ulrik Wilbek var rasende på de to svenske dommere".
"Efter kampen kom Ulrik Wilbek og den islandske spiller Gudjon Valur Sigurdsson op at toppes".
"Den islandske landstræner Gudmundur Gudmundsson måtte gå imellem de to".
Íþróttir | 25.8.2008 (breytt kl. 17:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 25.8.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd