Færsluflokkur: Íþróttir

Hulduherinn lifir

albert-gudmundssonasgeir-sigurvinssonÞegar Albert var í pólitík þá var hann umdeildur. Sumir sögðu hann vin litla mannsins en aðrir að hann væri spilltur kapitalisti.

Á árinu 1997, þegar hugmyndin um styttuna fæddist, var sennilega of skammt liðið frá hans tíð í stjórnmálum, en hann lést 1994. Annars finnst mér að styttan af honum ætti frekar heima á Hlíðarenda en á Laugardalsvellinum. Stytta af Ásgeiri Sigurvinssyni ætti hins vegar heima við þjóðarleikvanginn. Hann var jú kjörinn besti knattspyrnumaður allra tíma á Íslandi fyrir skömmu og það kjör var óumdeilt að mestu held ég.

 


mbl.is Stytta af Alberti rís á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tenging rofin við frétt

  ashley01

Tenging þessa bloggpistils við féttina um stórsigur okkar manna gegn Angóla var rofin vegna fyrirsagnarinnar "Blökkumenn geta ekkert í skák" Fyrirsögnin hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum, sennilega einum þeirra sem gerði athugasemd við þá færslu (sjá  færsluna á undan)

Ég velti því fyrir mér hvort ekki megi segja á Moggablogginu: "Arabar geta ekkert í íshokkí", eða "Íslendingar kunna ekkert í bankarekstri".... "Bretar kunna ekkert í handbolta". Manni verður kannski kastað út af Moggablogginu fyrir svona svívirðingar? Joyful

Jæja, ég ætla að prófa að endurbirta pistilinn við fréttina með annari fyrirsögn. Pistillinn er bæði fróðlegur og athyglisverður, gjörið svo vel:

Aðeins eru 9 ár frá því fyrsti blökkumaðurinn í heiminum öðlaðist stórmeistaranafnbót í skák, en það var Mauris Ashley, bandarískur Jamaika maður. Bróðir hans, Devon ætlaði sér að verða meistari kick-box hringsins og systir hans, Alicia, meistari hnefaleikahringsins.

Þegar fjölskyldan flutti til New York frá Jamaíka, komst Maurice að því að það var annarskonar leikvöllur sem hentaði honum betur. Sá leikvöllur var reyndar ferhyrndur eins og hnefaleika"hringurinn", nema á honum voru 64 reitir.

Í 155 ára sögu bandaríska meistaramótsins í skák, höfðu einungis hvítir öðlast þátttökurétt þegar Maurice tefldi þar í fyrsta sinn árið 2002.


Blökkumenn geta ekkert í skák.

ashley01Aðeins eru 9 ár frá því fyrsti blökkumaðurinn í heiminum öðlaðist stórmeistaranafnbót í skák, en það var Mauris Ashley, bandarískur Jamaika maður. Bróðir hans, Devon ætlaði sér að verða meistari kick-box hringsins og systir hans, Alicia, meistari hnefaleikahringsins.

Þegar fjölskyldan flutti til New York frá Jamaíka, komst Maurice að því að það var annarskonar leikvöllur sem hentaði honum betur. Sá leikvöllur var reyndar ferhyrndur eins og hnefaleika"hringurinn", nema á honum voru 64 reitir.

Í 155 ára sögu bandaríska meistaramótsins í skák, höfðu einungis hvítir öðlast þátttökurétt þegar Maurice tefldi þar í fyrsta sinn árið 2002.


mbl.is ÓL í skák: Ísland vann Angóla
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Allt að því dómaraskandall

Logi Geirsson átti stórleik og skoraði 13 mörk í leiknum gegn Noregi. Um miðjan fyrri hálfleik þá fór ég að flakka á milli annarra sjónvarpsstöðva vegna vonbrigða með leik okkar manna en kom svo aftur inn þegar um 5 mínútur voru til loka hálfleiksins. Þá fannst mér örla á dálítilli von um að við fengjum eitthvað út úr þessum leik. Útafrekstrar dómaranna í leiknum voru úti í hött og bitnuðu skelfilega á íslenska liðinu. Sumir segja e.t.v. að svona sé dæmigerð heimadómsgæsla, en þetta á samt ekki að sjást í íþróttum.

Mestur hluti seinni hálfleiks var frábær af okkar hálfu og vendipunkturinn fannst mér þegar Guðjón Valur meiddist. Þá kom þetta "extra something" sem vantaði í hugarfar flestra leikmanna íslenska liðsins.

"Lemgo-proffen Logi Geirsson skulle vise seg å bli en kvise på Norges rumpe. Den teknisk fantastiske bakspilleren med den voldsomme skuddarmen banket inn hele 13 mål for Island" (Aftenposten)

Þessi úrslit fleyta okkur í úrslitakeppnina ef við vinnum heimaleikina á móti Norðmönnum og Makedónum.


mbl.is Ísland sótti stig til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elskar Castro og Chavez

maradona(1)Maradona er í guðatölu í Argentínu og gæti sennilega orðið forseti landsins ef hann vildi það. En nú telja Argentínumenn að kominn sé tími á kappann sem landsliðsþjálfari en eins og dæmin hafa oft sannað þá er góður fótboltamaður ekki það sama og góður þjálfari.

Ég heyrði fyrst af Maradona sumarið 1980 þegar ég var staddur á Lignano á Ítalíu á Interrail-ferðalagi með Gussa vini mínum. Við höfðum verið að þvælast um Evrópu og ekki verið neitt sérlega heppnir með veður og okkur langaði að komast í smá baðstrandarlíf með sól og hita og skelltum okkur því suður yfir Alpana frá Munchen í Þýskalandi. Við tjölduðum okkar tveggja manna göngutjaldi í rúmlega 1/2 tíma göngufæri frá "Gullnu ströndinni" en vorum alla daga fastir gestir í sundlaugargarði eins hótelsins en þar var slatti af Íslendingum.

Einn sundlaugavörðurinn var frá Argentínu og einhvern tíma þegar ég var að spjalla við hann þá sagði hann mér frá Maradona, 19 ára strák frá Argentínu sem ætti eftir að verða besti knattspyrnumaður heims. Þá spilaði Maradona enn í heimalandinu og að mig minnir rétt ný byrjaður að spila með landsliðinu.

bestworldcupfroMar

HM 2002 urðu mikil vonbrigði fyrir Argentínumenn og þeir duttu út í fyrstu umferð. Ekki vantaði þó stjörnurnar í liðið frekar en fyrri daginn. Stundum er sagt að lið séu "sjálfspilandi" og þurfi ekki einu sinni þjálfara, en það er sjaldgæf undantekning. Knattspyrna er liðsíþrótt en ekki einstaklingsíþrótt og það þarf sterk bein þjálfarans til þess að skapa stemningu í stjörnum prýddu liði. Ég er ekki viss um að Maradona hafi sterk bein.


mbl.is Maradona tekur við landsliði Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Guðmundur Ingvarsson formaður HSÍ og Guðmundur Guðmundsson...Guðmundur Guðmundsson verður þjálfari handboltalandsliðsins fram yfir OL 2012. Það er gott að eitthvað er fast í hendi í þessum Guðs volaða heimi.
mbl.is Guðmundur samdi til ársins 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissuð þið kæra hjólafólk.....?

Það er yndislegt að hjóla, sérstaklega í góðu veðri, en mér skilst að það sé líka ágætt í vondu.... svona þegar maður hefur vanið sig á það.

En veit fólk almennt:

..... að börn undir 7 ára aldri mega ekki vera ein á hjóli á akbraut, en börnin mega vera á hjóli á akbraut ef þau eru í fylgd einstaklings sem er 15 ára eða eldri.

..... að gangsstéttir og gangstígar eru ekki hannaðir fyrir hjólreiðar. Hjólreiðamenn fá hins vegar víðast hvar að nota þessar samgöngur gangandi vegfarenda en gangandi vegfarendur fá ekki að nota hjólreiðastíga.

Hjólreiðamenn! Sýnið gangandi vegfarendum tilhlýðilega virðingu... og gangandi vegfarendur sömuleiðis..... sýnið hjólreiðamönnum hversu liprir þið getið verið, þegar þið víkið ykkur fimlegaa undan þeim á göngustígunum.

Hjólreiðamenn missa sig stundum í áhuga sínum.

 

 


mbl.is Hjóladagur fjölskyldunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Troðsla

Klappstýrur eru Bandaríkin. Einhverjar eru eflaust ekki ánægðar (ir?) með þá þróun að þessi hefð festi rætur annars staðar.

Cheerleader_Heads_on_slamdunk

Klappstýra á körfuboltaleik. Vill einhver troða?

Slideshow

Fleiri myndir


Fínn leikur

Ólafur var virkur á hliðarlínunni í kvöld.Leikur íslenska liðsins gegn Skotum var mun betri en gegn Norðmönnum. Einbeiting og barátta í liðinu allan leikinn.... nema í fjögur skipti sem kostaði tvö mörk. Mér líður ekki illa með tapið því mér finnst betra að tapa með góðum leik en að gera jafntefli með lélegum leik. Það er nefnilega fátt meira niðurdrepandi en að horfa á liðið sitt spila illa. Verst að við erum þegar búnir að missa af lestinni í baráttunni um 2. sætið.
mbl.is Ólafur: Þorðum ekki að fara nógu framarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veigar Páll

Íslenska landsliðið á æfingu. Ég hefði viljað sjá Veigar Pál Gunnarsson koma inn í byrjunarliðið í staðinn fyrir hinn efnilega Aron Einar. Mér fannst pilturinn ungi ekki standa sig neitt sérstaklega vel í leiknum gegn Norðmönnum. Veigar Páll er e.t.v. vanur að spila framar en Aron gerði í síðasta leik en ótvíræðir kostir Veigars er reynsla og hann heldur boltanum vel. Auk þess sem hann hefur prýðilegt "markanef"
mbl.is Ólafur stillir upp sama byrjunarliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband