Færsluflokkur: Íþróttir

GRANDE GOLAZO DI HALLFREDSSON

Mark Emils Hallfreðssonar fyrir Reggina gegn Juventus 26. apríl sl. er talið eitt af 30 fallegustu mörkum í Evrópu þetta keppnistímabilið. Hinn frægi markvörður Juventus, Buffon, átti aldrei möguleika í þennan þrumufleyg.


Þjálfarinn og drengurinn

soccer-coachÁ ákveðnum tímapunkti í leiknum kallaði þjálfarinn einn strákinn af varamannabekknum til sín og sagði við hann: "Þú veist hvað samvinna er? Þú veist hvað liðsandi er?

Strákurinn kinkaði kolli

Þjálfarinn hélt áfram: "Þú skilur að það er sama hvort við vinnum eða töpum, við gerum það sem lið, er það ekki?

Strákurinn kinkaði aftur kolli.

Þjálfarinn hélt enn áfram og sagði: Þó einhver brjóti á þér úti á vellinum, þá er það ekki íþróttamannsleg hegðun að bölva og ragna og hefna þín með ruddaskap á viðkomandi leikmanni, er það nokkuð?

Strákurinn hristi höfuðið niðurlútur.

Og enn hélt þjálfarinn áfram: Og þegar ég tek þig af velli og gef öðrum leikmanni tækifæri til að spila, þá er það mikill dónaskapur að kalla þjálfarann þinn hálfvita, er það ekki? Þú skilur þetta allt, er það ekki?

Strákurinn jánkaði þessu afar skömmustulegur.

"Gott" sagði þjálfarinn. "Farðu nú til mömmu þinnar og útskýrðu þetta fyrir henni".


mbl.is Eiður Smári: Mikill heiður (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samt varamaður

Margrét Lára Viðarsdóttir.  Margrét Lára virðist eiga erfitt með að fóta sig í atvinnumennskunni, þessi frábæra fótboltakona. Hún hefur fengið fá tækifæri með hinu sænska liði sínu. Eru Svíarnir að frysta hana svo hún verði í sem lökustu formi í úrslitakeppni EM í Finlandi í sumar? Eru Svíarnir hræddir við okkur? Errm
mbl.is Margrét Lára varð markahæst í Evrópukeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólað í vinnuna

Ef ég ætti reiðhjól, þá myndi ég frekar hjóla í vinnuna en skjögrast um á Trapant. Þessir bílar hafa aldrei heillað mig en sumir virðast taka miklu ástfóstri við þessar dollur. Það er eins og að mig minni að til sé félagsskapur Trabant-eigenda... er það ekki?

  http://hjoladivinnuna.is/Heim  á vegum ÍSÍ, fer fram 6. - 26. maí í ár. Starfsfólk Grunnskólans á Reyðarfirði tekur þátt af miklum krafti og hafa stofnað tvö lið og svo er fyrirhugaður sérstakur hjóladagur með nemendum skólans í lok maí, þar sem lögreglan mun yfirfara hjól og björgunarsveitin Ársól mun verða með fræðslu um notkun reiðhjólahjálma. Krökkum 15 ára og yngri er skylt samkvæmt lögum að nota þann sjálfsagða öryggisbúnað en ekki þeim eldri, sem er óskiljanlegt. Hegðun og atferli fullorðna fólksins í umferðinni er krökkunum fyrirmynd og að sjálfsögðu eiga ALLIR að nota hjálm, eins og t.d. öryggisbelti í bíl.

Lögreglan á Íslandi mætti e.t.v. tak kollega sína í Danmörku sér til fyrirmyndar? Smile

Þessi er nokkuð smellin

hjolað

 


mbl.is Trabantinn lifði dauðann af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður heiðursmaður

getfileEiður Smári var í sömu sporum og fyrrum félagar sínir hjá Chelsea voru í gærkvöldi, þegar Porto sló þá út í fjórðungsúrslitum fyrir nokkrum árum. Eiður felldi þá tár í leikslok, svo hann skilur vel tilfinningar vina sinna, John Terry og Frank Lampard. Jose Morhino var þá þjálfari Porto.

Það má segja að Barcelona hafi stolið sigrinum og úrslitin hafi verið ósanngjörn, en ég er ánægður með þetta. Úrslitaleikurinn verður mun skemmtilegri með Barca og United.


mbl.is Eiður Smári: Vildi ekki fagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útflutningsvara

hjoninHjónin Andrés Guðmundsson og Lára Berglind Helgadóttir eiga heiður skilinn fyrir sitt frábæra framtak með Skólahreysti . Ég sé fyrir mér að þetta geti orðið alþjóðlegt fyrirbæri og gaman væri ef sigurvegarar frá hverju landi mættu reyna með sér og því ekki að flytja þessa hugmynd út? Reykjavík gæti orðið Aþena skólahreystinnar.
mbl.is Heiðarskóli vann skólahreysti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I´m a glory hunter!

Það er sagt að þeir sem haldi bara með bestu liðunum hverju sinni, séu auðvirðulegastir alls auðvirðulegs. Þessi hópur fólks hefur fengið hina niðrandi nafngift, "Glory Hunters" í Englandi.

En hvernig er annað hægt en að halda með Barcelona í þeim ham sem þeir voru í, í fyrri hálfleik á heimavelli sínum gegn Bayern Munchen. Það eina sem vantaði til þess að fullkomna leikinn, var að Eiður kæmi inná og setti mark eða tvö.

Spurning hvort þessi sé "Glory Hunter"?

mcguire_682x400_741109a


mbl.is Frækinn sigur Chelsea á Anfield - Barcelona burstaði Bayern
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir Portúgalar

Portúgalarnir komi til leiks á Old Trafford, fullir sjálfstrausts. Spilamennska þeirra á vellinum var í heimsklassa og United menn máttu prísa sig sæla með jafna stöðu í hálfleik. Porto er mun betra lið en ég reiknaði með.

Liðið sem vinnur þessa rimmu, spilar úrslitaleik við Barcelona í keppninni. Ég held að United menn verði seigir í Portúgal. Engin skyldi afskrifa Sir Alex Ferguson og lærisveina hans.


mbl.is Porto náði jöfnu á Old Trafford - Arsenal stendur vel að vígi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórskyttuefni

c28d96e7e1a225Frá því Ísland komst á heimskortið í handbolta, sennilega 1964 (eða var það 1961?), þá hafa margir erlendir handboltaspekingar undrast hversu mikið okkar litla þjóð hefur átt af góðum rétthentum langskyttum. Við höfum virst framleiða slíka handboltamenn á færibandi. Það færiband hefur reyndar hökkt dálítið síðastliðinn áratug en höfum þess í stað átt afburða handboltamenn í nánast öllum öðrum stöðum á vellinum.

Í dag er Aron Pálmarsson klárlega ein efnilegasta rétthenta skyttan í heimninum í dag. En hann er ekki bara góð skytta heldur hefur hann allt sem góðan handboltamann þarf að prýða.

Það verður gífurlega spennandi að fylgjast með pilti á næstu árum.


mbl.is Aron í aðgerð hjá Kiel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegt

goooal08wg-1Það er eins og Íslendingar þurfi að fá á sig mark til þess að þeir spili eins og menn. Það er a.m.k. mín upplifun á leik liðsins í undanförnum leikjum. Seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri hjá okkur og alveg grátlegt að ná ekki að jafna í lokinn þegar tvö dauðafæri fóru forgörðum.

Bjarni Ólafur Eiríksson á greinlega ekkert erindi í landsliðið því hann er alltof svifaseinn og bara pínlegt að horfa upp á trekk í trekk þegar hann var skilinn eftir af vængmönnum Skota.


mbl.is Naumur sigur Skota á Hampden, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband