Tenging rofin við frétt

  ashley01

Tenging þessa bloggpistils við féttina um stórsigur okkar manna gegn Angóla var rofin vegna fyrirsagnarinnar "Blökkumenn geta ekkert í skák" Fyrirsögnin hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum, sennilega einum þeirra sem gerði athugasemd við þá færslu (sjá  færsluna á undan)

Ég velti því fyrir mér hvort ekki megi segja á Moggablogginu: "Arabar geta ekkert í íshokkí", eða "Íslendingar kunna ekkert í bankarekstri".... "Bretar kunna ekkert í handbolta". Manni verður kannski kastað út af Moggablogginu fyrir svona svívirðingar? Joyful

Jæja, ég ætla að prófa að endurbirta pistilinn við fréttina með annari fyrirsögn. Pistillinn er bæði fróðlegur og athyglisverður, gjörið svo vel:

Aðeins eru 9 ár frá því fyrsti blökkumaðurinn í heiminum öðlaðist stórmeistaranafnbót í skák, en það var Mauris Ashley, bandarískur Jamaika maður. Bróðir hans, Devon ætlaði sér að verða meistari kick-box hringsins og systir hans, Alicia, meistari hnefaleikahringsins.

Þegar fjölskyldan flutti til New York frá Jamaíka, komst Maurice að því að það var annarskonar leikvöllur sem hentaði honum betur. Sá leikvöllur var reyndar ferhyrndur eins og hnefaleika"hringurinn", nema á honum voru 64 reitir.

Í 155 ára sögu bandaríska meistaramótsins í skák, höfðu einungis hvítir öðlast þátttökurétt þegar Maurice tefldi þar í fyrsta sinn árið 2002.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Hafsteinsson

Verður að passa þig held ég að verða ekki titlaður bretahatari .

En án þess að ég geti fullyrt neitt í þessum efnum, þá á ég einhvernvegin erfitt með að trúa að enginn í Angóla hafi kunnað að tefla nema fyrir einhverjum örfáum árum.  Eða er maðurinn sem skrifaði athugasemd í síðustu færslu að gefa í skyn að Angólamenn séu ekki eins vel gefnir og fróðir og margur annar ??

Valur Hafsteinsson, 16.11.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Gunnar:mín athugasemd snérist um það, að í raun væri óþarfi að nota svona orðalag, lítið annað, líkt og oft er gert þegar men tala um að þessi eða hin þjóðin hafi verið niðurlægð vegna þess að landslið tapaði fyrir öðru landsliði í fótbolta.

ef rof hefur orðið á tengingu máttu vit það að það kom ekki frá mér, hef haft og mun vonandi halda áfram, að hafa gaman af pistlum þínum, kveðja Magnús  

Magnús Jónsson, 16.11.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er kúgun af verstu gerð. Málfrelsið fótum troðið.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.11.2008 kl. 10:41

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hehe... ég sé að þeir hafa "endurtengt" fyrri blogg-pistilinn við fréttina um stórsigur okkar manna gegn Angólum. Hvernig ætli standi á því?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband