Færsluflokkur: Íþróttir
Frábær leikur í gær.
Ég horfði á hann aftur frá 53. mínútu. Stórkostleg viðbrögð við markinu sem var eins og köld vatnsgusa. Og ekki versnaði það eftir jöfnunarmarkið og eiginlega því síður. eftir sigurmark Kolbeins því Ísland var líklegar að bæta 3. markinu við en Tékkar að jafna.
Að vísu fengu Tékkar eitt dauðafæri þegar Rosický gaf eitraða sendingu innfyrir en sóknarmaðurinn klúðraði því, sem betur fer.
Hversu langt getur liðið okkar náð? Ég er að verða hálf ringlaður. Lið sem lætur landslið Tékka líta illa út þegar þeir eru 1-2 undir og lítið eftir,... það hlýtur að vera gott.
Sama lið hefur leikið 3 heimaleiki og fengið úr þeim 9 stig. Andstæðingarnir voru Tyrkland, Holland og Tékkland og markatalan gegn þessum fótboltalegu stórþjóðum er 7-1.
Við erum að upplifa eitthvað alveg sérstakt. Eitthvað sem Danmörk og Svíþjóð upplifa á 20 -30 ára fresti en Norðmenn og Finnar hafa aldrei upplifað.
Njótum
Viðbót. Norðmenn náðu ágætis árangri á HM ´94 og ´98 en "Drillo-liðið" heillaði engan.
Þetta er ólýsanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 13.6.2015 (breytt kl. 10:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara það að komast ekki á HM eftir hefðbundnum leiðum og vera slegnir út af miðluns liði í fyrra sumar átti að vera nóg. Aron virðist ekki ná til stákanna... það er bara þannig.
Væri gaman að sjá Þóri Hergeirsson taka við liðinu.
Ég er í sjokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 22.1.2015 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hægt er að skoða umfjöllun norskra um leikinn HÉR og taka þátt í könnun um úrslit. Heldur lágt er risið á frændum okkar og vonandi reynist það byr í segl okkar manna.
Staðan í Sviss skiptir miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 14.10.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Tiki Taka" fótbolti hef ég heyrt það kallað þegar menn spila stuttar sendingar og einnar snertingar bolta, eins og Barcelona hefur verið þekkt fyrir. Handbragð Pep Guardiola leynir sér ekki á Bayern Munchen, en samt er þýski karakterinn ekki langt undan. Pep og Bayern verður eitruð blanda.
En þá að fyrirsögninni.
Í lok viðtengdrar greinar segir: "Oft á tíðum fengum við gott pláss" (Arjen Robben)
Lengi vel sagði ég "oft á tíðum" eins og mér heyrðist allir aðrir segja, í merkingunni "oft á ýmsum tímum". En svo leiðrétti mig ágætur íslenskumaður og sagði að rétt mál væri "oft og tíðum" eins og "oft (ótt) og títt"
Og þar með er lokið mola dagsins.
Robben: Áttum ekki von á svona léttum leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 3.10.2013 (breytt kl. 09:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef miklar áhyggjur af sóknarleik liðsins hjá nokkrum liðsmönnum. Ég held að sóknarbrot (ruðningur) bara hjá Ágeiri Erni hafi verið 6.
Ég hef ekki trú á því að við vinnum Dani en ef við gerum það þá er eins líklegt að það dugi bara í annað sætið. Ef við töpum lendum við næstum örugglega í þriðja sæti riðilsins. Töluverðar líkur eru á að Þjóðverjar endi í þriðja sæti í sínum riðli sem þýðir að þeir spila við liðið í öðru sæti í okkar riðli. Túnis endar sennilega í öðru sæti á eftir Frökkum.
Ég vil frekar spila við Túnis í 16 liða úrslitum en Þjóðverja. Sérstaklega eftir að þeir misstu sinn besta mann úr keppninni eftir leik þeirra í kvöld.
Er þá ekki bara best að tapa fyrir Dönum og tryggja sér þriðja sætið í riðlinum?
Frábær vörn og markvarsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 16.1.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á...
Ólafur Guðmundsson, Hafnfirðingurinn ungi hefur þungan kross að bera. Hann lét reka sig útaf á klaufalegan hátt í stöðunni 19-16 fyrir Ísland og Íslendingar með boltann. Hann fékk þar með rautt og ég furða mig á að hann hafi fengið að spreyta sig nógu mikið í svona mikilvægum leik til að fá þrjár brottvísanir.
Þetta var vendipunkturinn í leiknum og hinn góði taktur sem kom í upphafi síðari hálfleiks hvarf úr leik okkar manna. Íslenska liðið átti í heild frekar dapran dag og Ásgeir Örn var skelfilega lélegur. Þetta lið á ekki erindi nema í 16 liða úrslit.... því miður.
Björgvin valinn bestur í íslenska liðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 12.1.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Aron Rafn í markinu, Aron Pálmason og innkoma Arnórs Þórs var ánægjuefni í kvöld. Að tapa niður 7 marka forskoti í tveggja marka tap er áhyggjuefni. Sömuleiðis hef ég áhyggjur af Snorra Steini og hreinlega efast um að hann sé í alþjóðlegum klassa þó hann sé mikilvægur og sjálfsagður í landsliðið okkar. Það vantar ógnandi og afgerandi mann á miðjuna og Ásgeir Örn er alltof misjafn. Getur verið glimrandi en einnig skelfilega slappur.
Maður verður bara að vona það besta. Áfram Ísland!
Íslendingar lágu fyrir Svíum, 31:29 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 9.1.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Zladdi má eiga það... hann er skítsæmilegur í fótbolta. Hrokafullur eins og Faxi í handboltanum. Mörkin verða ekki mikið magnaðari en þetta. Tveir varnarmenn Englendinga hlaupa strax aftur fyrir markmannin.... en það dugar ekki til.
Stórfenglegt mark hjá Zlatan (myndskeið) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 14.11.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að Lars Lagerbeck tók við íslenska liðinu er ég hættur að vera pirraður eftir leiki liðsins, jafnvel eftir tapleiki. Ástæðan er einföld; liðið spilar mun betri fótbolta en áður og þorir að halda boltanum og sækja fram. Leikmennirnir geisla af baráttu og áræðni.
Ég var að spila bridge á netinu í gærkvöldi á BBO.com og fékk makker frá Sviss. Við spjölluðum aðeins um leikinn og sá svissneski sagði að við yrðum með hörkugott lið eftir 2-3 ár. Leikmennirnir væru ungir og mjög efnilegir og það yrði gaman að sjá hverju fram vindur með liðið.
Ég er algjörlega sammála honum.... spennandi tímar framundan. Líkurnar á því að við komumst til Brasilíu eru reyndar sáralitlar eftir tapið gegn Sviss, en það verða fleiri undankeppnir á næstu árum.
Vilja meira með þetta lið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 17.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar spila um gullið við Króata, eftir sigur á Spánverjum í undanúrslitum. Króatar vinna Frakka og við töpum fyrir Króötum og höldum silfrinu.
Það þarf ekkert að ræða þetta frekar. Næsta mál.
Ps. Við sigrum Dani í fjögurra liða úrslitum en Frakkar vinna Spánverja.
Unnu Frakka og vinna riðilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 6.8.2012 (breytt 7.8.2012 kl. 18:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?