Færsluflokkur: Íþróttir
Þessi áhorfstala stenst varla. Ég var í Bandaríkjunum á meðan riðlakeppnin fór fram og það var sama hvar maður kom... á veitingastaði, hótellobbí og víðar þar sem sjónvörp voru á annað borð (og þau erum mjög víða), þá var stillt á stöðvar með EM útsendingu og fólk horfði af áhuga.
Hér erum við konan mín að bíða eftir steikinni okkar á veitingastað í Mall Of America í Minneapolis, stærstu verslunarmiðstöð USA, föðurlandi verslunarmiðstöðvanna. Sama hvert litið var á þessum veitingastað, á öllum veggjum var verið að sýna leik á EM.
Aukið áhorf á EM í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 4.7.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leikurinn við Svía er með þeim betri sem ég hef séð íslenskt landslið spila. Mörkin sem liðið fékk á sig voru þó af ódýrari gerðinn, sérstaklega annað og þriðja markið. Það þriðja má skrifa á Hannes markvörð en hann átti a.m.k. tvær afar vafasamar "hreinsanir" frá markinu.
Íslenskt landslið hefur aldrei verið eins vel mannað og í dag og það sást á spilinu. Liðið hélt boltanum vel og framtíðin er björt hjá okkur.
Ég hef fulla trú á Lasse.
Svíar lögðu Íslendinga 3:2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.5.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"..skráðir iðkendur innan ÍSÍ geti sent inn tilnefningar og greitt atkvæði.
Á að gera kjör íþróttamanns ársins að skrípaleik? Og hvers vegna íþróttakarl og íþróttakonu ársins? Er íþróttamaður ársins ekki málið?
Ef ÍSÍ vill hafa þessa hluti öðruvísi, þá gera þeir það á sínum forsendum og allt gott með það. Kjör íþróttafréttamanna endurspegla nokkuð vel almenning, þó alltaf séu skiptar skoðanir um valið. Ég vil engu breyta varðandi gamla fyrirkomulagið, utan þess að verðlaunagripurinn sjálfur er hlægilegur þó hann hafi örlítið skánað við minnkunina.
Ég beið alltaf eftir því að lítil og nett fimleikastúlka yrði kjörinn íþróttamaður ársins. Mynd af henni með bikarinn hefði slegið í gegn á alþjóðavísu.
Vilja að ÍSÍ standi að kjöri íþróttamanns ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 20.3.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er að fylgjast með æsispennandi skák 7. stigahæsta skákmanns heims, Fabiano Caruana gegn heimsmeistara kvenna, Yifan Hou. Stelpan er að vinna sýnist mér. Skjá skot af þeim við borðið núna kl 15.36 og staðan við hliðina.
Ég fæ ekki betur séð en að Yifan sé að vinna mikilvægt peð á miðborðinu.
Íþróttir | 13.3.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í bandaríska fréttaskýringarþættinum 60 minutes er stórkemmtileg umfjöllun og viðtal við Magnus Carlsen, sterkasta skákmann veraldar í dag. Ísland kemur að sjálfsögðu við sögu í þættinum.
Þáttinn má sjá HÉR
Íþróttir | 20.2.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í myndbandinu er talið niður frá 20 og mark númer 14 (eftir 1, 32 min) sem Ungverji skorar er kolólöglegt því hann tekur heil 5 skref áður en hann skýtur á markið. Að mínu mati á það mark ekki erindi sem eitt af fallegustu mörkum mótsins.
Það vekur athygli mína hversu fá mörk á þessum lista eru hefðbundin langskot með uppstökki. Mest er þetta horna og línumörk sem vissulega eru glæsileg. Gegnumbrotsmarkið hjá Balic er magnað. Skottæknin er ótrúleg.
EM: 20 fallegustu mörkin (myndband) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 3.2.2012 (breytt kl. 13:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef ekki nú, þá aldrei, fyrir Heiðar Helguson. Síðasti séns og hann er vel að titlinum kominn. Ódrepandi baráttuvilji og dugnaður einkennir hann fyrst og fremst og það er auðvitað magnað að 34 ára gamall framherji skuli slá í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Það er afrek útaf fyrir sig m.t.t. aldursins.
Aron Pálmason er ungur og mun eflaust hampa titlinum fljótlega en spurning með Þóru B. Helgadóttur. Var þetta hennar síðasti séns?
Heiðar íþróttamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 6.1.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú ætla ég að gerast spámaður og röð efstu lið verður þessi:
Ég veit ekki hvort spilað er um sæti 5 - 8 en set samt upp þessa röð.
Ísland í 12. sæti eftir sigur Brasilíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 13.12.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenska skáklandsliðið er óvenju stigalágt að þessu sinni en lið Lúxemborgar er þó mun stigalægra. Meðalstig þeirra gegn okkur var tæp 2.200 stig en okkar manna var 2.450 stig.
Björn Þorfinnsson tefldi á 3. borði (2402) og tapaði sinni skák. Andstæðingur hans var aðeins með 2.119 stig og því tæpum 300 stigum lægri. Það á ekki að fegra þessi úrslit. Það er sjálfsögð krafa að vinna svona lið með fullt hús. Eitt jafntefli hefði verið slys, en ásættanlegt.
Hjörvar Steinn Grétarsson (2452) vann magnað afrek í fyrstu umferðinni, þegar hann vann hinn reynda ofurskákmann, Alexei Shirof (2705) , sjá HÉR
Sigur á Lúxemborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 5.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef partnerinn er lélegur, er gott að hafa góða hönd
Ísland endaði í 21. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 29.10.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 946077
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Logtlagsmal.
- 13. vindmyllugarðurinn
- Kvennaveldið Ísland til góð eða ills?
- Íslenska nasistahreyfingin: Seinni hluti
- Karlmannatíska : Fyrirsætinn JONAS GLÖER í tímaritinu V Man
- Íslenska nasistahreyfingin. Fyrri hluti
- Er þá ekki hægt að lækka skatta?
- Ríkisstjórnin boðar hagsýni
- Hérna er vönduð útskýring á því af hverju ÍSLAND OG NOREGUR VILJA EKKI ganga í ESB; þ.e. þau vilja ráða yfir sinni fiskveiði-lögsögu sjálf og vernda landbúnað með eigin tollum á erlendar vörur:
- Gullmolar á nýju ári