Færsluflokkur: Umhverfismál
Til að koma í veg fyrir misskilning vegna fyrirsagnarinnar, þá vil ég segja að Elliðaárdalur er einn af mínum uppáhalds stöðum. Yndislegur reitur og fallegur og styð heilshugar verndun hans.
En ef "umhverfisverndarsinnar", eins og ég þekki þá best, hefðu fengið að ráða örlögum Elliðaárdals frá upphafi, væri þar fremur nöturlegt um að litast.
Þessi skemmtilega mynd er tekin snemma á síðustu öld. Sjávarfoss og Efra-Breiðholt, Hólahverfið í baksýn. Varla stingandi strá að sjá. Draumsýn "umhverfisverndarsinnans"?
Stofna hollvinasamtök Elliðaárdals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 10.4.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
893 reitir margfaldað með 154 gera 137.522.
Ef ég man rétt þá var mér kennt í barnaskóla að Ísland væri 103.000 ferkm. Þarna munar ansi miklu.
Gróðuraukningin er klárlega vegna hlýnandi veðurfars og aukinnar landgræðslu, sérstaklega á söndum sunnanlands, en ég er ekki eins viss um að minnkandi beitarálag eigi stóran hlut að máli. Hvað ætli lúpínan eigi stóran hlut af heiðrinum?
Mér hefur þótt gæta ákveðinnar fordóma í garð sauðkindarinnar, líkt og með lúpínuna. Vissulega er ofbeit mjög skaðleg en ég er ekki viss um að mikið hafi verið um slíkt nokkuð lengi.
Gróðurbreytingar mestar vestanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 2.4.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umhverfismál | 21.3.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skilvirkasta leiðin til verndunar dýrastofna er að koma á eignarrétti eða einkanýtingarrétti á þeim. Eitt dæmi um slíkt eru villidýragarðar í Texas í BNA. Þessir garðar eru sjálfbærir því leyfðar eru veiðar í þeim gegn gjaldi. Og haldið ykkur nú fast... meira að segja á dýrum sem eru í útrýmingarhættu! Verðmiðinn á hverju veiddu dýri er frá 450 dollurum, upp í 50.000 dollara. Þessir villidýrabúgarðar skapa yfir 14.000 störf í Texas.
Dýrin eru í útrýmingarhættu í náttúrulegu umhverfi sínu, en ekki í Texas. En hverjir skyldu nú vera á móti því að leyfðar séu veiðar á þessum dýrum, veiðar sem í raun tryggja tilverugrundvöll þeirra?
Jú, alþjóðleg dýraverndunarsamtök. Þau hafa barist fyrir því í 7 ár að gera veiðar á þessum villidýrabúgörðum, ólöglegar. Í fréttakýringaþættinum 60 minutes er farið yfir þessi mál, afar athyglisvert. Sýndar eru myndir úr þessum görðum, viðtöl við búgarðaeigendurna, veiðimenn og forsvarsmann dýraverndunarsamtakanna sem vill ganga af þessum búgörðum dauðum.
Þáttinn má sjá HÉR. Að auglýsingunni lokinni er hægt að færa stikuna fram um 3/4 (29, 25 mínútur) en þar hefst umfjöllunin.
Ef þessari konu (myndin hér að neðan) og samtökum hennar tekst ætlunarverk sitt, þ.e. að gera veiðarnar ólöglegar, munu þessi dýr missa verndarsvæði sín og rúmlega 14.000 manns missa atvinnu sína.
Mér datt í hug "gufusoðið grænmeti" þegar ég sá og hlustaði á konuna.
Svartfuglafriðun fyrir ESB? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 22.2.2012 (breytt kl. 12:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðafélag Íslands er að gera sömu mistök og náttúruverndarsamtök hafa ítrekað gert, en það er að rökstyðja mótmæli sín með eigin arðsemisútreikningum á fyrirhuguðum framkvæmdum.
Mér finnst rök FÍ fyllilega standa fyrir sínu, þ.e. að virkjunin vegi að hagsmunum félagsins. Það vantar hins vegar í rökin, hversu miklir hagsmunir eru þarna á ferðinni. T.d. hversu margir sækja ferðir félagsins til Hagavatns á hverju ári og munu þær ferðir leggjast alfarið af, ef af framkvæmdum verður.
FÍ segir: " Virkjunarmenn oftúlka landgræðsluávinning af virkjuninni". Í fréttinni er þetta algjörlega órökstutt, en "virkjunarmenn" (og er þá væntanlega átt við sérfræðingateymi Landsvirkjunar og rannsóknir þess) hafa bara rangt fyrir sér.
Og svo er orkuvinningur dreginn í efa, þvert ofan í áralangar rannsóknir sérfræðinga á heimsmælikvarða á því sviði.
FÍ verður að gera betur en þetta ef það ætlar ekki að koma svipuðu óorði á sig og náttúruverndarsamtökum hefur tekist svo vel á undanförnum árum.
Mótmæla virkjun við Hagavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 15.2.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dettur einhverjum í hug að þeim sem eru á móti háspennumöstrum, verði sáttir ef gerðar eru fígúrur úr þeim? Ég held að annað hvort eru menn ósáttir við mannanna verksummerki í umhverfinu, eða ekki.
Þessi mynd heitir "When electric poles fight". Spurning um að nota staurana einnig til að nýta vindorkuna?
.... eða bara að leifa þeim að vera úti að leika sér. Þeir eru ekki fyrir á meðan
Sjónmengun ekki bara smekksatriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 14.2.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þegar reglulegar hitamælingar hófust á jörðinn í kringum 1850, var mjög kalt. Fyrir loftslags-alarmista er því sú tímasetning afskaplega hentugt viðmið til að fá sem mesta hlýnun.
Myndbandið "We live in cold times"er upplýsandi: http://vimeo.com/14366077
Umhverfismál | 9.2.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allra hörðustu náttúruverndarsinnarnir raða sér í stjórnir þessara félaga og tala fyrir hönd fjöldans, allrar þjóðarinnar jafnvel, eins og þeir fullyrða. Þeir sem ekki eru jafnharðir og ósveigjanlegir í samtökunum, eru flæmdir burt.
Vinstrimenn í flokkapólitíkinni flaðra upp um náttúruverndarsamtök og reikna með atkvæðum úr þeirri áttinni. Áður fyrr spyrtu þeir sig við verkalýðssamtök en það virðist liðin tíð, enda sáu verkalýðssamtökin að forneskjulegar hugmyndir vinstrimanna um kapitalismann voru ekki að gera sig í raunheimum.
Leggja til stofnun þjóðgarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 7.2.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fleiri fara í hvalaskoðun í vetur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 25.1.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hvað þýðir friðlýsing meginhluta Skerjafjarðar? Mig grunar að það þýði að fólk geti gleymt því að gerðar verði brýr til að tengja vegakerfið suður á bóginn.
Sumir vilja ólmir Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni og setja þar niður nokkur þúsund manna byggð og bæta þar með við þann umferðarvanda sem fyrir er og mun enn aukast með tilkomu "hátæknisjúkrahússins" við Hringbraut.
Svo vakna menn upp við vondan draum
Tillaga að friðlýsingu Skerjafjarðar auglýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 14.1.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana: