Færsluflokkur: Umhverfismál
... öfgafullum verndunarsinnum úr VG og fólki í samtökum sem vill einungis skoða fugla og vernda þá, eða fólki sem hefur beinna hagsmuna að gæta, að fuglastofnar séu sjálfbærir m.t.t. veiða og nýtingar?
Ég treysti fólkinu sem er í beinum tengslum við náttúruna og hefur áratuga reynslu í umgengni við hana. Þetta fólk mun verja fuglastofna sína með kjafti og klóm, án aðkomu eftirlitsmanna sem eru á framfæri skattborgaranna.
Veiðibann eina siðlega viðbragðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 12.1.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lesandi bloggsins setti inn athugasemdir við ÞESSA færslu hjá mér.
Nú er komið "Climategate 2". Tugþúsundir nýrra tölvupóstssamskipta hafa nú verið gerðar opinberar, þar sem vísindamenn sem skrifa undir að bráð hætta sé búin jarðarbúum vegna loftslagsbreytinga, fjalla um málið á vægast sagt afar undarlegum og grunsamlegum nótum. Einhver á vegum loftslagshysteríunnar svaraði á þá leið, að búið væri að svara þessu með skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um "Climategate 1".
Það er mjög skrítið ef hægt er að afgreiða tugþúsundir nýrra skjala um þetta mál, með því að vísa í niðurstöðu rannsókna á allt öðrum skjölum. Krækjurnar hér að neðan vísa í málið
http://tallbloke.wordpress.com/2011/11/22/breaking-news-foia-2011-has-arrived/
Umhverfismál | 23.11.2011 (breytt kl. 10:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Umhverfismál | 20.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Náttúruverndarsamtök vilja gera stóran hluta sunnanverðra Vestfjarða að þjóðgarði. Sömuleiðis stóran hluta Mið- hálendisins. Þau eiga vísan stuðning Vinstri grænna í þeim tillögum sínum.
En hver er ávinningur náttúruverndarfíklanna með þjóðgörðum um allar koppagrundir? Jú, ef þeim verður að ósk sinni, er sú draumastaða kominn upp að mati þessa fólks, að lýðræðisleg umræða um hvað má og ekki má, m.a. í vegagerð, er slegin út af borðinu.
Einfalt.... og þægilegt, ekki satt?
Vilja lækka hámarkshraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 19.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einhverjum í "Gnarrflokknum" hefur fundist hann hafa dottið niður á snilldarhugmynd með þessu. Þessi hugmynd er bjálfaleg, ópraktísk og dýr... fyrir örfá hjól.
Mun ódýrara, plássminna og einfaldara er að setja niður hjólagrindur.
Í Groningen í Hollandi er sérstakt hjólastæðahús við járnbrautarstöðina.
Þar er einnig hjólaleiga og vikuleiga er 49 Evrur. Ég bloggaði um hjólreiðar í Groningen í sumar, sjá HÉR
Yfirbyggt hjólastæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 15.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Náttúruverndarsamtök á Íslandi (einnig erlendis) beita villandi upplýsingum, nota ýkjur og stundum hreinar blekkingar, til að koma verndunarsjónarmiðum sínum á framfæri. Þegar náttúruverndarsamtök hafa "bombaderað" fjölmiðla með þessum aðferðum, gera þau gjarnan "skoðanakönnun" sem þau láta sér hanna fyrir sig, til þess að útkoman verði örugglega þeim að skapi. Svo er niðurstaða könnunarinnar notuð sem rök í áframhaldandi áróðri.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands?
Það hljóta allir að sjá hvað þarna er á ferðinni. Spurningin er höfð eins ónákvæm og hægt er. Hver getur verið á móti því að einhver hluti miðhálendisins sé verndaður og gerður að þjóðgarði? Auðvitað frekar fáir, en er það það sem vakir fyrir náttúruverndarsamtökunum? Nei, það er alveg klárt að niðurstöðu könnunarinnar munu þessi samtök nota í baráttu sinni fyrir því að ALLT hálendi Íslands verði ósnertanlegt og sett í "verndarflokk".
Svona aðferðir og svipaðar voru ítrekað notaðar í aðdraganda virkjanaframkvæmda á Austurlandi. Náttúruverndarsamtök Íslands og Austurlands (NAUST) tóku höndum saman og koma á framfæri upplýsingum sem engan veginn stóðust eða í besta falli voru ágiskanir sem ómögulegt var að sanna... eða afsanna.
Þessar vinnuaðferðir Náttúruverndarsamtaka þarf að skoða og rannsaka svo almenningur átti sig á að þeir sem koma sér í stjórnir og forsvar fyrir þessi göfugu hugsjónafélög, eru oftar en ekki skelfilegt öfgafólk sem þykist svo tala fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar.
Svo situr þjóðin uppi með ákvarðanir og jafnvel lög um friðanir sem afar erfitt verður að afturkalla, jafnvel þó fyrir liggi að forsenda fyrir friðuninni hafi verið byggðar á hæpnum forsendum.
Meirihluti vill þjóðgarð á miðhálendinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 2.11.2011 (breytt kl. 16:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þríhnúkagígur er svo merkilegur að ef aðgengi almennings að honum er vel úr garði gert, þá er hann ónýtur.
Ætli Jón Viðar Sigurðsson, jarðfræðingur, sé í Vinstri grænum?
Segir opnun hellisins skemmdarverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 25.10.2011 (breytt kl. 14:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Náttúruverndarsamtök Reykjanesskaga hyggjast ná markmiðum sínum "...með virkri þátttöku í umræðum um stefnumótun í umhverfismálum á Suðvesturlandi og með samstarfi við stjórnvöld um þau mál. Auk þess að veita stjórnvöldum og framkvæmdaraðilum gagnrýnið aðhald."
Ennfremur segir í drögum að stefnuskrá samtakanna að þau muni stuðla að "öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja." (Undirstrikun mín)
Þessi samtök, líkt og önnur náttúruverndarsamtök, munu ekki verða í neinu "samstarfi" við stjórnvöld. Ef ekki verður farið í einu og öllu að kröfum þeirra um náttúruvernd, þá munu þau saka ríkjandi stjórnvöld um græðgi og spillingu.
Ný náttúruverndarsamök stofnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 12.10.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitt helsta útspil "svokallaðra" náttúruverndarsinna" varðandi algera friðun Teigsskógs, með Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Fuglavernd í broddi fylkingar, er að arnarvarp sé í hættu vegna veglagningarinnar.
Komið hefur í ljós, samkv. sjónvarpsfréttum í gær, að af fenginni reynslu við vegagerð á Vestfjörðum, óttast ernir hvorki vegaframkvæmdir né bílaumferð, heldur gangandi fólk!
Það sjá það allir sem vilja sjá, að með verndun Teigsskógar er verið að gæta hagsmuna örfárra sumarbústaðaeigenda, en ekki almennings á sunnanverðum Vestfjörðum.
Ítreka kröfur um láglendisleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 29.9.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Menn voru afar bjartsynir a vormanudum fyrir komandi veidisumar. Reyndir veidimenn horfdu spekingslega ut i loftid. Teir sogdust finna thad i beinum sinum ad thetta yrdi laxasumar.
En svo er audvitad ekkert ad marka thad.
I gaer var frett um nyja landnema i islensku ferskvatni vegnar hlynunar. Jafnframt var sagt fra thvi ad bleikjunni hnignadi vid hlynandi vedurfar, en laxinn nyti hins vegar gods af thvi, ef eitthvad vaeri.
E.t.v. er laxinn ad fila sig svo vel i sjonum... i "godaerinu" thar, ad hann ma ekkert vera ad thvi ad kikja i arnar fyrr en lengra er lidid a sumarid?
Laxveiði langt undir meðaltali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 14.7.2011 (breytt kl. 16:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Alvarleg netárás á Wise
- Skattamál verði líklega þeirra mesta klemma
- Tók ákvörðunina í gær
- Tjón bænda nam rúmum milljarði
- Ágreiningur um tekjuöflun ríkissjóðs
- Ég gerði mitt besta til að hjálpa til
- Guðmundur Ingi áfram þingflokksformaður
- Nokkrir bílstjórar fengið áminningu
- Snjóflóð í Esjunni í nótt
- Einn fær 9,9 milljónir
Helferðarstjórnin gerir allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að það sé fýsilegur kostur fyrir erlenda fjárfesta að nýta græna orku hér.
Úr því umhverfisverndarbullið í vinstrimönnum gengur ekki í almenning, þá ná þeir bara markmiðum sínum með aðgerðum af þessu tagi. Engar framkvæmdir munu verða í orkumálum og þar með sigra umhverfisöfgamenn.