Færsluflokkur: Menning og listir
Ég hefði alveg viljað vera á jólatónleikum Björgvins, en ég fékk í staðinn frábæra tónleika með Frostrósum og gestum í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld. Frábærar raddir hjá söngkonunum þremur, þeim Heru, Margréti Eir og Guðrúnu Árný. Persónulega er Guðrún Árný í mestu uppáhaldi hjá mér, hún hefur svo fallega mjúka og tæra rödd og smekklegt víbradó. Svo er hún líka svo sæt
Allt var pottþétt á tónleikunum og hljómurinn í kirkjunni er með ágætum fyrir þessa tegund tónlistar. Ég fór á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sama stað fyrir nokkrum vikum síðan og hljómurinn var ekki nógu góður þá, sérstaklega fyrir hlé, en hann skánaði mikið eftir hlé, þegar dregin voru frá tjöld á hluta af veggjunum.
Ef ég ætti að setja einhvern mínus við flutninginn í kvöld, þá væri það helst að barnakórinn sem söng með í nokkrum laganna, fékk ekki að njóta sín alveg nógu vel. Míkrófónarnir hefðu mátt vera aðeins nær krökkunum. Auk þess hefði ég viljað heyra Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngja "Ó helga nótt" með dívunum, þó þær hafi skilað laginu vel. Ég er kannski bara svona íhaldssamur, en lagið er sniðið fyrir góðan lýrískan tenór að mínu mati. Strengjakvartettinn sem spilaði með var óaðfinnanlegur, ásamt öðrum hljóðfæraleikurum og hljóðblöndun og styrkur þeirra miðað við söngin var afar fagmannlega útsett. Tvennir tónleikar voru haldnir og uppselt á báða.
Dífurnar á sviðinu í kvöld, ásamt Jóhanni Friðgeir og Edgar Smára.
Jólalegt í Laugardalshöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 7.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rás 2 sem ríkismiðill, er tímaskekkja. Hvers vegna á almenningur að borga fyrir síbyljuútvarp? Einkaaðilar eru miklu betur til þess fallnir að sinna slíkum verkefnum fyrir almenning. Fyrir það fé sem fæst fyrir Rás 2, væri hugsanlega hægt að reka stofnunina í einhverja mánuði, þ.e. útvarpsdeildina. Salan yrði bara "win,win" aðgerð, sama hvernig á hana er litið.
Launin kannski of há | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 2.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Menning er eitt af því fyrsta sem er látið flakka þegar skera þarf niður í opinberum kostnaði. Er eitthvað athugavert við það? Á frekar að skera niður í heilbrigðisþjónustunni? Í menntageiranum? Í vegaþjónustu? Löggæslu? Ég hélt ekki.
Það er langt síðan að ég komst á þá skoðun að það ætti að selja rás 2. Höldum gömlu gufunni, sem vel að merkja er besta útvarpsrás landsins, og ríkissjónvarpinu. Komum þessum aðilum út af auglýsingamarkaði, nema ef opinberir aðilar þurfa að auglýsa eitthvað, þá er sjálfsagt að þessi ríkismiðill sinni því.
Þeir sem eiga hagsmuna að gæta sem starfsmenn ríkisútvarpsins, eru eðlilega uggandi um sinn hag, en þetta ágæta fólk getur ekki ætlast til að það fái einhverja bómullarmeðferð í þeim hremmingum sem nú ganga yfir þjóðfélagið. Það er eðlilegt að skorið sé niður í framlögum ríkisins til menningarmála á þessum viðsjálverðu tímum.
Eða hefur einhver betri hugmynd í niðurskurðartillögum?
Aðför að fréttastofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 1.12.2008 (breytt kl. 02:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Menningarhátíðin "Dagar myrkurs" var haldin hátíðleg í Fjarðabyggð í vikunni og Kirkjukór Reyðarfjarðar lét sitt ekki eftir liggja í hátíðarhöldunum. Við æfðum sjö laga prógram sem við höfum verið að flytja á Eskifirði og Reyðarfirði, í alls sjö skipti og nú síðast í kvöld í sal eldri borgara á Reyðarfirði. Tónleikastaðirnir hafa verið með óhefðbundnara sniði, t.d. komum við fram í þremur kaffihúsum þar sem stærð og innréttingar staðanna gerðu ekki beint ráð fyrir að 20 mann kór kæmi fram og einnig sungum við í verslunarmiðstöðinni Molanum á Reyðarfirði.
Þessi upptaka er úr litlu og ómerkilegu "Imba"-myndavélinni minni. Lagið sem við erum að syngja þarna er afríkanskt og heitir "Aya Ngena" (Zulu traditional), sem er árásarsöngur Zulu-manna þar sem þeir gera lítið úr hugrekki andstæðingsins.
Annars var prógrammið okkar mjög fjölbreytt og skemmtilegt, t.d. franskt ástarljóð sungið á dönsku, lag eftir Carl Orff við ljóð á latínu frá 1. öld eftir Krist, Gospellag og svo lagið "Enginn grætur Íslending", eftir Hróðmar Sigurbjörnsson, við texta Jónasar Hallgrímssonar. Kórstjórinn okkar hún Dilly, sem er ensk en verið búsett á Reyðarfirði í tæp 20 ár, var hálf feimin við að kynna það lag vegna titilsins
Tinna og Alma eru nýjar og ferskar raddir í kórnum.
Menning og listir | 15.11.2008 (breytt kl. 23:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eins og kommúnistarnir benda á, þá voru listverkin í góðum höndum þegar þau voru í eigu einkaaðila. Þegar bankarnir verða seldir að nýju, þá á matsvirði þeirra að vera utan listaverkanna, en skilyrði fyrir sölu bankanna eiga að vera þau að þeir sem kaupi þá, kaupi listaverkin líka á matsverði og með tilheyrandi kvöðum um að verkin verði aðgengileg almenningi til aðdáunar, t.a.m. í bönkunum eins og verið hefur.
Tvö þingmál um listaverk bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 28.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eivör söng von í brjóst íslensku þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 21.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þeir eru margir ljótir, steypukassarnir sem byggðir hafa verið á undanförnum árum sem spennistöðvar. Þeir sem dásama "funkisstílinn" eru e.t.v. ánægðir með kassana.
Má ég þá heldur biðja um eitthvað þessu líkt, eins og þessa spennistöð við MR.
Meiri metnað í útlit spennistöðva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 21.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fékk afar ánægjulegt símtal í gær frá Mats Wibe Lund, ljósmyndara og átti við hann um 20 mínútna langt samtal. Ástæðan fyrir símtalinu var sú að hann rakst inn á blogg-síðuna mína og sá þá að hausmyndin á blogginu, af Vattarnesi í utan- og sunnanverðum Reyðarfirði er eftir hann. Ég hafði reyndar ekki hugmynd um það, ég hafði nappað henni af einhverri austfirskri ferðamálasíðu.
Hann tók það strax fram að hann væri ekki að hringja í mig til þess að rukka mig fyrir afnot af myndinni, heldur sárnaði honum að sjá hana þarna í svona lélegri upplausn. Hann væri alveg til í að lána mér afnot af myndinni, en þá vildi hann helst að ég fengi hana frá honum í þeirri upplausn sem myndinni sæmdi. Ég þakkaði honum kærlega fyrir þetta og síðan spjölluðum við um ýmislegt í sambandi við ljósmyndun og fyrir mig, amatör -ljósmyndarann og áhugamann um slíkt til margra ára, var þetta eins og fyrir unglings grúpp-píu að fá að tala við poppgoðið sitt.
Heimasíða meistarans: http://www.mats.is/fotoweb/ er sérlega vel úr garði gerð, með aðgengilegt viðmót til leitar að stöðum sem hann hefur myndað á undanförnum áratugum.
Þegar ég skoðaði forsíðuna á heimasíðunni, vakti athygli mína mynd af skjannhvítri strönd í mynni dals sem ég kannaðist ekkert við. Þegar ég færði bendilinn yfir myndina, sá ég að þetta var Hvestudalur fyrir Vestan, dalnum sem fyrirhuguð olíuhreinsistöð á að vera í. Almennt séð er ég hlyntur því að fólk fái að nýta þau atvinnutækifæri sem í boði eru, sérstaklega á landsbyggðinni, en þegar ég horfði á þessa hvítu strönd og umgjörð hennar, þá gat ég ekki varist þeirri hugsun að það hlyti nú að vera einhver annar staður fyrir vestan sem mætti koma slíkri atvinnustarfsemi fyrir.
Ég tók þessa mynd af heimasíðu Mats með góðfúslegu leyfi hans.
Hvað verður um þetta dásamlega listaverk ef þarna rís olíuhreinsistöð? Þarna virðist vera aðdjúpt við sandströndina og væntanlega yrði þessi hvíta perla eyðilögð með hafnarframkvæmdum. Vestfirðingar verða að finna annan stað en þennan fyrir olíuhreinsistöð sína. Orðin "ómetanleg náttúruperla" hafa löngum verið vanvirt af öfgasinnuðum náttúruverndarsinnum, en mér dettur samt engin önnur orð í hug.
Mats Wibe Lund er klárlega einn besti og afkastamesti ljósmyndari þjóðarinnar og engin er svikin af heimsókn á síðuna hans.
Menning og listir | 17.10.2008 (breytt 18.10.2008 kl. 14:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mörgum hefur blöskrað kostnaðurinn við tónlistar og ráðstefnuhúsið og vonandi var ekki tekið myntkörfulán fyrir framkvæmdunum.
En hvort sem fólk er sátt við framkvæmdina eða ekki, þá hlýtur að verða bara dýrara að fresta þessu, auk þess sem hálfkarað húsið í mörg ár væri frekar niðurdrepandi minnismerki um "októberbyltinguna 2008".
Styðja Tónlistarhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 14.10.2008 (breytt kl. 08:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verkin mín eru oft mjög kynferðisleg...." , segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Ekki veit ég í hvaða flokki list hennar telst vera. Gjörningur, myndlist, fjöllist? Þegar listamenn nota kynlíf í verkum sínum eru hughrifin æði misjöfn Oftar en ekki reyna listamennirnir að ögra fólki með einhverjum fáránleika, stundum er listin hrein erótík. Það er víst húmor í þessu hjá Jónu Hlíf. En hún vill líka hafa þjóðlegheit í list sinni og notast því við harðfisk líka. Á lyktin af harðfiskinum að minna mann á eitthvað sérstakt?
(Það er ekki á sýningu Jónu Hlífar)
Harðfiskur og kynlíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 28.9.2008 (breytt kl. 06:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
- Að velja sér viðmið
- Bæn dagsins...