Dagar myrkurs

Menningarhátíðin "Dagar myrkurs" var haldin hátíðleg í Fjarðabyggð í vikunni og Kirkjukór Reyðarfjarðar lét sitt ekki eftir liggja í hátíðarhöldunum. Við æfðum sjö laga prógram sem við höfum verið að flytja á Eskifirði og Reyðarfirði, í alls sjö skipti og nú síðast í kvöld í sal eldri borgara á Reyðarfirði. Tónleikastaðirnir hafa verið með óhefðbundnara sniði, t.d. komum við fram í þremur kaffihúsum þar sem stærð og innréttingar staðanna gerðu ekki beint ráð fyrir að 20 mann kór kæmi fram og einnig sungum við í verslunarmiðstöðinni Molanum á Reyðarfirði.

Þessi upptaka er úr litlu og ómerkilegu "Imba"-myndavélinni minni. Lagið sem við erum að syngja þarna er afríkanskt og heitir "Aya Ngena"  (Zulu traditional), sem er árásarsöngur Zulu-manna þar sem þeir gera lítið úr hugrekki andstæðingsins.

Annars var prógrammið okkar mjög fjölbreytt og skemmtilegt, t.d. franskt ástarljóð sungið á dönsku, lag eftir Carl Orff við ljóð á latínu frá 1. öld eftir Krist, Gospellag og svo lagið "Enginn grætur Íslending", eftir Hróðmar Sigurbjörnsson, við texta Jónasar Hallgrímssonar. Kórstjórinn okkar hún Dilly, sem er ensk en verið búsett á Reyðarfirði í tæp 20 ár, var hálf feimin við að kynna það lag vegna titilsins Grin 

007

Tinna og Alma eru nýjar og ferskar raddir í kórnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ljóðið á Latínu frá 1. öld, er ekki eftir Krist... heldur eftir Krist...burð

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Jón Svavarsson

Flottur söngur, þrátt fyrir frumstæða hljóðupptöku er þetta bara svellandi gott. Hvernig myndi þetta hljóma í góðum tónleikasal?

Jón Svavarsson, 20.11.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Jón. Já, kórinn þykir hljóma glettilega vel og þetta er auðvitað miklu flottara í almennilegum sal

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband